Dagur - 08.06.1982, Side 1

Dagur - 08.06.1982, Side 1
GULLKEÐJUR' 8 K. 0G14K. ALLAR TEGUNDIR VERÐ FRÁ *<*■ KR. 234,00 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. júní 1982 60. tölublað Kennsla á háskólastiai á Akureyri? Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að gera tillögur um, hvernig vinna megi að því að efla Akur- eyri sem miðstöð vísinda og mennta utan höfuðborgarinn- ar. í þessu sambandi ber að hafa í huga margs konar menningar- starfsemi, sem nefndinni er ætlað að kanna nánar og meta, hvort flokka skuli undir viðfangsefni hennar, að höfðu samráði við við ráðherra. Sérstaklega er nefnd- inni ætlað að kanna, hverjir möguleikar séu á að taka upp kennslu á háskólastigi á Akur- eyri. í nefndina hafa verið skipaðir: Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, og er hann formaður, dr. Guð- mundur Magnússon, rektor Há- skóla íslands og Tryggvi Gísla- son, skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri. Ríkisútvarpiö kaupir hús á Akureyri Fyrsta skrefið í áttina til útvarpsstöðvar utan Reykjavíkur Rikisútvarpið hefur keypt hús Pan hf. við Fjölnisgötu og verð- ur þar framtíðaraðstaða stofnunarinnar á Akureyri. Húsið er um 520 fermetrar á einni hæð. Kaupverðið er rösk- ar tvær milljónir króna. Húsið verður afhent Ríkisútvarpinu ekki síðar en 30. september n.k. Hörður Vilhjálmsson fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins sagði að einhvern næstu daga yrði hafist handa við að teikna innréttingar. Hann vildi ekkert segja til um hvenær nýja húsið yrði tekið í notkun, enda væri mikið verk eftir óunnið. ;)petta hús verður bæði notað af útvarpi og sjónvarpi, þarna verður gott talstúdíó og stór upptökusalur fyrir útvarp og sjónvarp,“ sagði Hörður. „í júlí verður komið steriomerki til Norður- og Austurlands. Um leið sýnist mér óhjákvæmilegt að opna steriorás frá Akureyri og suður, svo flutningur á útvarps- efni frá Akureyri verði jafn góður og frá Reykjavík.“ Jónas Jónasson mun hefja starf á Akureyri í byrjun ágúst. Hann er nú á ferð um Norðurland og safnar efni. Hörður sagði að Jón- as hefði hafið ferð sína á Strönd- um og ætlaði ekki að láta staðar numið fyrr en á Langanesi. Ef að líkum lætur mun Jónsa eiga mikið af góðu efni þegar útsendingar hefjast frá Akureyri. Áður hefur komið fram í Degi að búið er að ráða tæknimann til útibús Ríkis- útvarpsins. Það var Björn Sig- mundsson sem var ráðinn, og er hann nú í þjálfun í Reykjavík. Hörður sagði að allur tækja- búnaður yrði endurnýjaður um leið og flutt verður í nýja húsið. „Já, það má segja það,“ sagði Hörður að lokum, þegar hann var spurður hvort þetta væri fyrsta skrefið í áttina til sjálfstæðrar út- varpsstöðvar utan Reykjavíkur. Allar líkur á verkfalli Þrátt fyrír stöðuga sáttafundi með sáttasemjara milli VSÍ og ASÍ, bendir enn fátt tU þess að samningar takist fyrir boðaða vinnustöðvun á fimmtudag og föstudag. Einnig hefur verið boðað tU allsherjarverkfalls frá og með 18. júní hafí ekki samn- ingar verið gerðir fyrir þann tíma. Ef til verkfalls kemur mun atvinnulíf í landinu stöðvast að miklu leyti, flugsamgöngur leggj- ast niður innanlands, mjólkur- dreifing stöðvast, stærri verslanir lokast og öll sala og dreifing á bensíni og olíu leggst niður, svo að eitthvað sé nefnt. Samningaviðræðum er haldið áfram. Unnið við að rífa leirinn upp. Mynd: áþ. Varanlegt slitlag í Reykja- hverfi Vegagerð Ríkisins hefur hafíð undirbúning að lagningu klæðningar á þjóðveginn gegn- um Keykjahverfí í Mývatns- sveit. Verkið verður hafið austan við byggðina, og vegurinn klæddur nokkuð suður fyrir Voga - alls um fimm kílómetrar. Að undanfömu hefur verið unnið að því að rífa upp leirofaní burð sem verið hefur á veginum. „Það má segja að með þessum leir höfum við í dreifbýlinu komist næst varanlegri vegagerð í þétt- býli,“ sagði Arnaldur Bjarnason sveitarstjóri í Mývatnssveit. „Þessi leir er nokkuð góður, hann er burðarþolinn og er víða not- aður. En jafnast auðvitað engan veginn á við klæðninguna sem lögð verður.“ Fjölmenni í góða veðrinu Hátíðahöld sjómannadagsins á Akureyri fóru fram í eindæma góðu veðri, að viðstöddum fjölda manns, bæði við sund- laugina og á Torfunefsbryggju. Við sundlaugina fór : fram stakkasund, björgunarsund, boðhlaup og reiptog. í stakka- sundinu sigraði Friðrik J. Frið- riksson, í björgunarsundinu sigr- aði Stefán Einarsson, og hlaut hann jafnframt Atlastöngina, sem er viðurkenning fyrir bestan heildarárangur í íþróttagreinum á Sjómannadaginn. Ávörp fluttu Ásgrímur Hartmannsson fyrir hönd útgerðarmanna, og Halldór Hallgrímsson skipstjóri fyrir hönd sjómanna. Tveir aldnir sjómenn voru heiðraðir fyrir ára- tuga störf á sjó, þeir Brynjólfur Kristinsson og Stefán Snælaugs- son. Við Torfunef fór fram kapp- róður, og var keppt í þremur flokkum, sjómanna, landmanna og kvenna. Af sjómönnum varð sveit Kald- baks sigurvegari, af landmönnum urðu tækjamenn ÚA sigurvegar- ar, og í kvennaflokki sigruðu stúlkur úr vélasal ÚA. Frá sundlauginni. Tveir kappar þreyta stakkasund, og eins og sjá má var 1 son og Stefán Snælaugsson, sem voru heiðraðir. fjöldi fólks viðstaddur. Á innfelldu myndinni eru þeir Brynjólfur Krístms- | Mynd: K.G.A. Hátíðahöld Sjómannadagsins á Akureyri:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.