Dagur - 08.06.1982, Page 4

Dagur - 08.06.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Þróun, sem ber aðfagna Sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar. í bæjarstjórn Akureyrar sitja nú fimm nýir bæjarfulltrúar sem ekki áttu þar sæti síðasta kjörtímabil. Það er mikil breyting þegar skipt er um nær helming bæjarfulltrúa. Þá hefur orð- ið mikil breyting í nefndaskipun. Hlutur kvenna hefur stóraukist í bæjarstjórn og í nefndum Akureyrarbæjar og munar þar ekki aðeins um þátt kvennaframboðsins heldur hafa allir flokkar aukið hlut kvenna í nefndum. Þessari þróun ber að fagna. Gömlu flokkarn- ir tóku við sér — allflestir — og juku hlut kvenna en einnig má skýra þessa þróun með því að konur gáfu nú fremur en áður kost á sér til starfa, svo sem listarnir báru með sér, þótt undantekningar væru til. Nýafstaðnar kosningar sýna að æ fleiri vakna til vitundar um möguleika sína til að hafa áhrif. Fólk, sem áður reyndi að leysa vandamálin í kunningjahópi eða yfir kaffibolla við eldhúsborðið með litlum árangri, gengur nú til liðs við pólitísk samtök. Þessu fólki er nú ljóst að leiðin til að hafa áhrif í þjóðfélaginu liggur uppi í gegnum flokkana - að árangurs er frekar að vænta ef reynt er að hafa áhrif innan frá, innan vébanda flokkanna. Konur, sem töldu að þessi leið væri þeim ekki fær, stofnuðu samtök sem urðu að sterku pólitísku afli. ítök kvenna í stjórn Akureyrarbæjar hafa aukist svo sem raun ber vitni að nokkru fyrir tilverknað kvennaframboðsins. En þetta er ekki pólitískt afl á landsvísu. Framsóknarmenn á Akureyri reyndu nú sem oft áður að auka hlut kvenna innan Fram- sóknarflokksins með allgóðum árangri. Þá gengur ungt fólk nú til liðs við flokkinn. Þetta er fólk sem lætur sig einhverju varða hvernig fé er ráðstafað úr sameiginlegum sjóðum, hvernig atvinnumál og skipulagsmál eru leyst o.fl. o.fl. Hver lætur sér annars á sama standa um slíkt? Ýmsar blikur eru á lofti í atvinnumálum, slæmar horfur í sjávarútvegi og útlit fyrir minnkun þjóðarframleiðslu. Enginn má láta sitt eftir liggja að leysa þann sameiginlega vanda sem að steðjar. Liðið er á kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar og tími alþingiskosn- inga færist óðum nær. Minnug þess að það er í gegnum flokkana sem áhrifum verður helst beitt eru ungir menn og konur hvött til að fylgja eftir þeirri hreyfingu sem nú verður vart og ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigfríður Angantýsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri á Sauðárkróki: „Fjölbreytt starf og í mörg „Það hefur ekki verið endan- lega ákveðið, hvenær ég iáti af störfum, það hefur verið taiað um, að ég yrði hérna þar til búið væri að mynda nýjan bæjarstjórnarmeirihiuta og nýr bæjarstjóri væri kominn til starfa. Ég hef unnið mikið að þessu svokallaða steinull- armáli og það er í fullum gangi. Sjálfsagt verð ég eitt- hvað viðloðandi það mál áfram,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson, bæjarstjóri á Sauð- árkróki, en Þorsteinn hefur sagt starfl sínu Iausu og mun láta af því innan skamms. Þorsteinn er frá Hofsósi en tók við bæjarstjórastarfinu á Sauðárkróki 1978. Áður var hann rekstarráðgjafi hjá Hag- vangi í Reykjavík. Hann er rekstrarhagfræðingur að mennt, útskrifaður frá verslunarháskól- anum í Kaupmannahöfn. - Mér hefur fundist það mjög skemmtilegt að fást við þetta starf hér á Sauðárkróki, sagði Þorsteinn. Þetta er fjölbreytt starf, mikið um að vera og í mörg horn að líta. - Hvað kemur fyrst í hugann, ef ég bið þig að nefna nokkur þau helstu verkefni, sem glímt hefur verið við á síðasta kjör- tímabili? - Steinullarmálið hefur auð- horn Þorsteinn Þorsteinsson. vitað verið viðamesta verkefnið og mikið af mínum tíma hefur farið í það mál. Steinullarfélag- ið, sem bærinn hefur meirihluta í, hefur ekki ráðið sér formlegan framkvæmdastjóra og ég hef unnið að málum félagsins og skrifstofan hér annast mál fyrir það. Af öðrum málum mætti nefna Fjölbrautaskólann, en það hefur farið mikill tími í að skipuleggja starf hans og sinna þeirri uppbyggingu. Síðan eru það þessi almennu fram- kvæmdamál, byggingar- og skipulagsmál, en hér hefurorðið nokkuð mikil þróun í þeim málum. - En hvers vegna hættir þú 5 líta“ þessu starfi, sem þú segir mjög skemmtilegt, eftir aðeins fjögur ár? - Það eru persónulegar og fjölskyldulegar ástæður, sem eru þar að verki að hluta til, sem ég ætla ekki að fara að ræða meira opinberlega. - En ert þú búinn að ákveða, hvað þú hyggst taka þér fyrir hendur? - Nei, ég er ekki búinn að því. Það hefur verið talað um það hér, að ég yrði mönnum innan handar varðandi steinull- armálin fram eftir árinu, þannig að það yrði ekki um neitt fast starf að ræða til að byrja með. Ég afla mér hugsanlega ein- hverra annarra verkefna á með- an þetta millibilsástand varir, þangað til búið verður að stofna stóra steinullarfélagið og mynda nýja stjórn með þátttöku ríkis- ins og annarra aðila. Fram að þeim tíma er um millibilsástand að ræða, sem talað hefur verið um, að ég brúaði. En þegar að því kemur, reikna ég með að ég muni fara suður til vinnu. - En þú hefur kunnað vel við þig á Sauðárkróki? - Já. Hér eru prýðismenn sem gott er að vinna með og Sauðárkrókur er góður staður í miklum uppgangi og nóg að gera, sagði Þorsteinn að lokum. Ingimundur Einarsson bæjarstjóri á Siglufirði: „Hér er meiri ró yfir mönnum“ „Ég er borinn og barnfæddur Siglfirðingur og ólst hér upp til 12 ára aldurs. Þá fluttist ég til Reykjavíkur en kom svo norður aftur fyrir tæpum þremur árum og tók þá við starfi bæjarstjóra. Mér hefur líkað ágætlega hérna, hér er ágætis fólk og gott að búa hér,“ sagði Ingimundur Ein- arsson bæjarstjóri á Sigluflrði í samtali við Dag, en hann mun láta af störfum bæjar- stjóra á Siglufirði í þessum mánuði. Ingimundur er lögfræðingur að mennt, og starfaði hjá bæjar- fógetanum í Keflavík í eitt ár að loknu námi áður en hann tók við bæjarstjórastöðunni á Siglu- firði. „Stærsta verkefnið sem unnið hefur verið að hér á þeim tíma sem ég hef verið hér er varanleg gatnagerð. Það hafa verið upp- byggðar nokkrar götur og sett varanlegt slitlag á þær. Þá hefur verið komið hér upp miklum vatnsmiðlunargeymi sem á reyndar eftir að ljúka fram- kvæmdum við. Þetta er gríðar- lega mikið mannvirki. Ef ég nefni aðrar framkvæmdir þá má nefna að lokið hefur verið við að ganga frá togarabryggjunni, og áform eru uppi um frekari bryggjusmíði. Auðvitað eru miklu fleiri og smærri verkefni sem unnið hefur verið að og hafa Ingimundur Einarsson. gripið hug manns. Hér er eitt stærsta verkefnið hinn svokallaði umhverfisþáttur sem spannar að vísu nokkuð stórt svið. Það má eiginlega segja að í hnotskurn sé hér um að ræða þrifnaðarmál sem tók hug minn fyrst eftir komuna hingað. Mér óaði við ástandinu eins og það var þá, en það hefur batnað og á vonandi enn eftir að batna - Nú eru tæp þrjú ár ekki langur starfstími á einum og sama vinnustað. Hvað kemur til að þú hættir? „Þetta er erfið spurning. Ég fór út í þetta fyrst og fremst til þess að reyna mig á nýjum svið- um og kynnast sveitarstjórnar- málum betur, en ég hafði haft mikinn áhuga á þeim. Þessi þriggja ára vera mín hér hefur verið mjög ánægjuleg og skemmtileg. En þótt ég hafi sterkar taugar til Siglufjarðar þá eru ýmsar ástæður sem valda því að ég hverf aftur til Reykjavík- ur. Eg vil þó fá að skjóta því að hér að ég hef sérstaklega tekið eftir því eftir að krakkarnir mín- ir komust á legg hvað svona staður er ákjósanlegur fyrir börn, hreinasta Paradís má segja. Hér er meiri ró yfir mönn- um og lífið allt manneskjulegra ef svo má segja. Börnin eru í miklu meiri tengslum við um- hverfið og atvinnuvegina og eiga fleiri kunningja. Þau geta ráfað hér um alla byggðina án þess að maður þurfi nokkrar áhyggjur að hafa af þeim.“ - Er mikill uppgangur á Siglufirði um þessar mundir? „Það er varla hægt að segja að það sé mikill uppgangur, en þó er enn rfkjandi bjartsýni hjá mönnum um að hægt sé að koma þessum stað vel á legg og skapa hér góða byggð. En eins og stendur horfir þó dálítið illa varðandi atvinnumálin. Þótt við séum ekki farnir að finna fyrir því mjög enn, er uggur í mönn- um varðandi næstu mánuði.“ - Hefur þú ákveðið hvað þú tekur þér fyrir hendur er þú kveður Siglufjörð? „Nei, það er allt óákveðið, enn sem komið er.“ 4 -DAGUR - 8. júní 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.