Dagur - 10.06.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1982, Blaðsíða 2
Atvinnul íf í lamasessi LETTIH 'Í% Léttisfélagar Hagar félagsins verða opnaðir næstkomandi mánudag, 14. júní. Á miðnætti sl. skall á tveggja daga verkfall eins og boðað hafði verið. í dag og á morgun liggur því atvinnulíf í landinu í lamasessi. Samninganefndir hafa setið á löngum fundum daga og nætur og virtist um tíma sem eitthvað væri að þokast i átt til samkomulags. Þá strandaði á því að ekki var tryggt að byggingarmenn semdu ekki um meiri kaup- hækkanir eftir á, þar eð Meistarasamband byggingar- manna er ekki innan VSI og gæti því samið um hærra kaup en aðrir við Samband bygg- ingarmanna. I samtali við Dag sagði Sævar Frímannsson hjá Einingu að undanfarna daga hefðu streymt inn beiðnir til undanþágu og var haldinn fundur í félaginu á þriðjudagskvöld þar sem afstaða var tekin til beiðnanna. Niður- staða fundarins var sú að starfs- fólk sjúkrahúss og elliheimila skyldi undanþegið verkfalli en aðrir ekki. í dag og á morgun er því unnið á spítalanum og elliheimilunum en annars eru allir félagsmenn í Einingu hér í nágrenninu í verkfalli. Tekiö veröur á móti hrossum milli kl. 20-21.30, mánudaginn 14., þriðjudaginn 15. og miðvikudag- inn 16. júní að Kífsá. Greiðsla krónur 250 pr. hross, greiðist við haga- hlið. Tekið skal fram að öll hross skulu vera vel merkt. Upplýsingar um haganúmer gefur Jón Ólafur Sig- fússon í síma 23435 næstu kvöld. Með ómerkt og óskilahross verður farið með sem óskilafé. Haganefnd Léttis. „Mér eru gerðar upp skoðanir“ „Mér eru þarna gerðar upp skoðanir, sem ég kannast ekki við,“ sagði Sigurgeir Hannes- son í Stekkjardal í Svínavatns- hreppi um frétt er birtist í Degi fimmtudaginn 3. júní, en þar er fjallað um hreppsnefndarkosn- ingar í Svínavatnshreppi og þess getið að Sigurgeir sé á H- lista. Einnig er sagt að Sigur- geir og annar til hafi verið í minnihluta í hreppsnefnd, þeg- ar hún samþykkti virkjunartil- högun I. Síðast en ekki síst er sagt i fréttinni að H-listinn sé á móti Blönduvirkjun en I-listi með henni. „Ég vil mótmæla því að ég hafi verið á móti Blönduvirkjun eða að nú sé tekist á um það, hvort menn vilja virkjunina eða ekki. Ég veit ekki um neinn mann og allra síst mig, sem hefur verið á móti Blönduvirkjun. Hér eru allir meðmæltir Blönduvirkjun og átökin hafa verið um það hvort menn vilji forða eins miklu landi eins og hægt er, eða eyðileggja eins mikið og kostur er. Um þetta standa átökin. Og hvað kosning- arnar varðar þá er spurningin sú hvorum listanum fólk treystir til að fara með stjórn sveitarinnar næstu fjögur árin,“ sagði Sigur- geir. Listakosningar í Mývatnssveit Dömukjólar verö frá kr. 525.- Kápur verð frá kr. 973.- Pils verö frá kr. 240.- Blússur.......verö frá kr. 290.- Stutterma bolir verð frá kr. 86.- Tveir listar hafa verið boðnir fram til hreppsnefndarkosninga í Mý- vatnssveit sem fram fara 26. júní nk., L-listi og K-listi. í síðustu hreppsnefndarkosn- ingum í Mývatnssveit buðu fram 3 listar og eru því listakosningar þar ekkert nýnæmi. Eftir því sem Dagur kemst næst mun K-listinn vera soðinn upp úr öllum þessum listum og var það ætlun aðstandenda hans að hann yrði einn í framboði. Svo fór þó ekki, K-listinn var settur fram og verða því Mývetningar að kjósa á milli þeirra 26. júní. Ýr hf. og Ðarði hf. byggja fyrir Sjöfn í síöustu viku var undirritaöur sanmingur milli forráöamanna Sjafnar annarsvegar og Yr hf. og Barðs sf. hins vegar um byggingu fyrsta áfanga nýs húss fyrir Efna- verksmiðjuna Sjöfn. Þrjú tilboð bárust í verkið, frá Ýr hf. og Barði sf. kr. 8.888.364, Aöalgeir og Viðar hf. kr. 8.991.492 og Híbýli og Norðurverk hf. kr. 9.333.029. Kostnaöaráætlun hönnuða hljóð- ar upp á kr. 11.090.928. Símanúmer Véladeildar KEA er 22997 og 21400. Nýja húsið verður reist í Gler- árhverfi, nánar til tekið milli Frostagötu og Síðubrautar. í fyrsta áfanga verður öll jarðhæð hússins steypt, auk hluta af ann- arri hæð. Jarðhæðin er um þrjú þúsund fermetrar, en önnur hæð nokkruminni. í útboði ergert ráð fyrir að verktakinn skili bygging- unni fokheldri, að hluta til í haust og að hluta til eftir eitt ár. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Iðnaðarhúsnæði Til leigu er mjög gott iðnaðarhúsnæði á Óseyri. Stærð ca. 300-400 fm. Á húsinu eru stórar að- keyrsludyr. Húsnæðið er laust nú þegar. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Iðnaðar- húsnæði“. Einbýlishús Til sölu er á Akureyri ca. 120 fm einbýlishús. Upplýsingar í síma 22313 eftir kl. 19. Keramikstofan Eigendaskipti hafa orðið á Keramikstofunni. Við undirritaðar höfum selt Önnu Steinsdóttur og Ás- geiri R. Bjarnasyni, Kleifargerð 3, Akureyri. Gefa þau jafnframt allar upplýsingar um starfsemina. Síminn er 22789. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum við- skiptavinum í gegnum árin gott samstarf. Dröfn Friðfinnsdóttir, Oddný Friðriksdóttir. 2-DAGUR-10. júní 1982 !• ■- J1Ui..; ■ .íít r SIMI 25566 Ásöluskrá: Hrísalundur: 2ja herb. íbúð í fjölbýlis- húsi ca 55 fm. Byggðavegur: 3ja herb. risíbúð i tvíbýlis- húsi ca. 70 fm. Þórunnarstræti: 3ja herb. tbúð í kjallara ca. 70 fm. Laus fljótlega. Grenivellir: Efri hæð og ris í parhúsi ca. 140 fm. Bílskúr. Skipti á 3ja herb. raðhúsi eða 3ja-4ra herb. neðri hæð hugsanleg. Kringlumýri: Einbýlishús ca. 110 fm ásamt 40-50 fm plássi í kjallara. Bílskúrsréttur. Skipti á 3ja-4ra herb. rað- húsi æskileg. Kjalarsíða: 4ra herb. endaíbúð, rúm- lega 100 fm. Selst máluð með inníhurðum og gluggaáfellum. Reynivellir: 5 herb. ef ri hæð ca. 130 f m. Eign í góðu standi. Okkur vantar á skrá 2ja herb. íbúðir, 3ja herb. íbúðir, 4ra herb. íbúðir, raðhús, stór og lítil með og án bílskúrs, svo og einbýlishús af öllum stærðum og gerðum. Hafið samband. Verðmetum samdægurs. FASTEIGNA& (J SKIPASAUSsI NORDURIANDSO Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl., Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrifstofunni alla virka dagakl. 16.30-18.30. Kvöld- og helgarsími 24485. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Drottinn Guö, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreið. í Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjufelli, Reykja- vík og Hljómveri, Akur- eyri. Til styrktar Orði dagsins -.4 ‘

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.