Dagur - 10.06.1982, Side 8
70 I ítrar af kakói
Fyrir skömmu var haldið hér á
Akureyri landsmót skóla-
hljómsveita þar sem mættir
voru ca. 360 hljóðfæraleikar-
ar víðs vegar af landinu.
Framkvæmd mótsins var í
höndum blásarasveitar Tón-
listarskólans, kennara og for-
eldrafélagsins.
Það gefur auga leið, að
svona mót eru ekki hrist fram
úr erminni og heilmikil vinna
liggur í undirbúningi ýmis
konar. Við hringdum I Arna
V. Friðriksson, stjórnarfor-
mann foreldrafélagsins, pott-
inn og pönnuna í framkvæmd
mótsins og báðum hann að
fræða okkur nánar um málið.
- Foreldrafélagið var stofnað
eftir áramótin síðustu, samin
lög, tilgreind markmið og kosin
stjórn. Aðalverkefnið hefur síð-
an verið að undirbúa þetta mót
og hefur það tekist mjög vel. í
fyrra var hér starfandi nefnd til
undirbúnings Noregsferðar
hljómsveitarinnar og kemur
stofnun félagsins í beinu fram-
haldi af störfum nefndarinnar. í
félaginu eru ca. 100 manns og
lögðu langflestir hönd á plóg við
undirbúning mótsins.
Við fengum styrk frá bænum,
25.000 kr., en auk þess var þátt-
tökugjald kr. 100, sem hrökk
reyndar ekki fyrir matnum sem
Menntaskólinn útvegaði. Einn
morguninn sáu þó félagskonur
um morgunmatinn og var þá
kveikt undir 70 lítrum af kakói í
stórum þvottapotti og þótti það
hinn besti drykkur. Þátttakend-
ur gistu í skólum bæjarins.
Hingað til hafa landsmót
skólahljómsveita verið haldin á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og þá
yfirleitt staðið aðeins yfir í einn
dag. Mót sem þessi eru ekki síst
hugsuð fyrir stjórnendur hljóm-
sveitanna, að þeir hittist og
kynnist og geti miðlað hver öðr-
um af reynslu sinni og þekkingu.
Einnig eru svona mót hugsuð til
að halda áhuga krakkanna vak-
andi yfir sumartímann.
Þetta mót núna má segja að
hafi tekist mjög vel. Það stóð
lengur en venjulega, þannig að
stjórnendur hljómsveitanna
höfðu nægan tíma til að ræðast
við og læra hver af öðrum og er
nú stefnt að námskeiðum fyrir
stjórnendur og meira samstarfi í
framtíðinni.
Húsavík:
Varanlegt slitlag
á margar götur
að Skarðahálsi.
Þá verður næstu daga boðinn út
annar áfangi íþróttahússins. í
fyrra tókst ekki að ljúka fyrsta
áfanganum sökum þess hve vetur
lagðist snemma að og er nú verið
að Ijúka honum.
Byrjað var á smíði dráttar-
brautar og er þessa dagana verið
að steypa neðansjávargarða
hennar. Stefnt er að því að taka
hana í notkun í sumar og með
henni verður hægt að taka í slipp
alla báta Húsvíkinga, allt að 200
lestum. I tengslum við dráttar-
brautina munu Naustir h/f ráðast í
byggingu verkstæðis við hana þar
sem hægt verður að hlúa að báta-
flota staðarins.
Lokið verður í sumar við smíði
síðasta hluta Dvalarheimilisinsen
það eru 6 íbúðir sem væntanlega
verða til um mitt sumar.
í fyrra var byrjað á flugstöðvar-
byggingu við flugvöllinn í Aðal-
dalshrauni og er nú búið að opna
tilboð í hana. Verður hún væntan-
lega fokheld í haust.
Egill sagði, að næg atvinna væri
á Húsavík og frekar vantaði fólk
en hitt. Þó væri alger ördeyða hjá
netabátum en eitthvað hefði
glæðst á línu að undanförnu. Nú
eru allir þeir bátar sem fóru suður
á vertíð komnir heim. Tveir bátar
eru byrjaðir rækjuveiðar og afla
sæmilega, einn er að búa sig á
rækjuna. Rækjan er unnin hjá
Fiskisamlaginu og tryggir hún
unglingunum og skólafólki
atvinnu. Togararnir eru báðir úti.
Á Húsavík verður haldið áfram
lagningu slitlags á götur í sumar
eins og að undanförnu. Slitlag
verður lagt á syðri hluta Stang-
arbakka-Héðinsbrautar og
tengist það því slitlagi sem
vegagerðin leggur fram í Aðal-
dal. Ásgarðsvegur verður lagð-
ur slitlagi og í Gerðahverfi fá
Heiðagerði, Litlagerði og Háa-
gerði sömu meðferð. Langholt
og Árholt verða slitlagðar,
einnig barnaskólalóðin, og
skipt verður um jarðveg í Upp-
salavegi. Áfram verður unnið
við lagningu gangstétta og
annan frágang á þeim götum
sem komnar eru undir slitlag.
Aö sögn Egils Olgeirssonar á
Húsavík veröur á vegum hitaveit-
unnar tvöfölduð stofnæöin frá
Hveravöllum og verður hún aö
því verki loknu orðin tvöföld út
Frá Húsavík.
Laugaskóla í Þingeyjarsýslu slitið:
Arangur nemenda var
yfirleitt heldur góður
Laugaskóla í Þingeyjarsýslu
var slitið laugardaginn 22. maí.
Fjölmenni var á skóiaslitunum.
Þau fóru fram í Þróttó, hinu
gamla íþróttahúsi skólans, sem
breytt hefur verið í kvikmynda-
og leikhússal með hallandi gólfi
og föstum bíóbekkjum.
Á meðal gesta viö skólaslitin
voru margir af 10 og 20 ára nem-
endum skólans. Fulltrúar þessara
nemenda tóku til máls og færðu
skólanum góöar gjafir, sem þeir
eiga hlýjar þakkir skyldar fyrir.
Lions-klúbburinn Náttfari veitti
tveim nemendum viðurkenningar
fyrir góða frammistöðu í íslensku
og skólinn verðlaunaði nokkra úr
nemendahópi fyrir góða ástundun
og framfarir.
Síðastliðinn vetur voru í skól-
anum 119 nemendur. Þar af voru
á framhaldsskólastigi 48 en aðrir
nemendur í 8. og 9. bekk.
Á framhaldsskólastigi kennir
skólinn eftir áfangakerfi því, sem
framhaldsskólar á Norðurlandi
fylgja. Á umliðnum vetri voru við
skólann fornámsdeild, mála-
braut, verknámsbraut tréiðna,
uppeldisbraut og viðskiptabraut.
Skólinn hefur góð tök á að veita
fræðslu á þessum brautum. Þann-
ig er vinnuaðstaða tréiðna góð og
aðstaða til annarrar sérkennslu
einnig. Miklu skiptir í sambandi
við viðskiptabrautina, að við-
skiptafræðingur starfar við
skólann.
Vetrarstarfið gekk vel. Þar
skiptir mestu, að árangur nem-
enda var yfirleitt heldur góður.
Félagslífið var með blómlegasta
móti og samvinna nemenda inn-
byrðis og nemenda og kennara í
langflestum tilfellum í ágætu lagi.
Á komandi vetri hyggst skólinn
auka nokkuð kennsluframboð
sitt. Boðið verður upp á tvær nýj-
ar brautir, íþróttabraut og mat-
vælatæknibraut. Einnig verður
kennsla á 3. og 4. önn uppeldis- og
verslunarbrautar.
íþróttabrautin er tveggja ára
braut. Hún á að gefa réttindi til
þjálfunarstarfa hjá íþróttafélög-
um og einnig er gert ráð fyrir því,
að nemendur, sem lokið hafa
námi á brautinni, geti haldið
áfram til stúdentsprófs, t.d. í
Menntaskólanum á Akureyri,
eða menntað sig frekar í sam-
bandi við íþróttir.
Nemendur munu taka almenn-
an kjarna framhaldsskólanámsins
og auk þess sérgreinar brautar-
innar, s.s. íþróttafræði, íþrótta-
greinar og önnur fög, sem lúta að
íþróttastarfi._
Matvælatæknibrautin verður
starfrækt í samvinnu við Hús-
mæðraskólann á Laugum, en þar
er hin ákjósanlegasta aðstaða til
þessa náms. Brautin er tveggja
ára nám í skóla og þar að auki 34
vikna starfsþjálfun, sem er skil-
yrði fullra starfsréttinda sem mat-
vælatæknir.
Nemendur taka almennan
kjarna framhaldsskóla á svipaðan
hátt og iðnbrautir. Auk þess er
lögð áhersla á matreiðslu, vinnu
við matargerð, störf í mötuneyt-
um og á veitingastöðum og starf-
rækslu og forstöðu mötuneyta.
Verkleg þjálfun er mikill þáttur í
þessu námi, en hún mun fara fram
í kennslueldhúsi húsmæðraskól-
ans og í mötuneyti Laugaskóla.
Einnig verður leitað út fyrir skól-
ana.
Til tals hefur komið að fella inn
í námið námskeið í framreiðslu.
Þetta námskeið felur í sér tilsögn í
störfum í veitingasal, við herberg-
isþjónustu á hótelum, gestamót-
töku og fleira viðkomandi veit-
inga- og gistihúsastarfi.
Nám á matvælatæknibraut auk
starfsþjálfunarinnar á að gefa
réttindi til starfa í mötuneytum,
sem kokkur t.d. með vinnuflokk-
um og til þess að standa fyrir og
reka mötuneyti.
Verði af því, að framreiðslu-
námskeið verði fellt inn í námið á
matvælatæknibraut, eiga nem-
endur að eiga greiðari aðgang en
ella að störfum við sumarhótel,
veitinga- og gistihús.
Héraðsskólinn á Laugum er
gróin stofnun. Hann hefur ætið
leitast við að fylgja þróun
menntamála í landinu og svo er
enn. Skólinn hefur engan veginn
lokið hlutverki sínu. Hann er
stofnun í þróun, samstiga sinni
samtíð og þannig mun hann halda
áfram að starfa um ófyrirsjáan-
lega framtíð.
Haukur Ágústsson, skólastjóri.
Séð heim að Laugum.
8 - DAGUR -10.! júní' 1982