Dagur - 15.06.1982, Síða 3

Dagur - 15.06.1982, Síða 3
Litið inn hjá verkfalisvörðum: „Maður verður að berjast fyrir brauðinu“ „Við hófum verkfallsvörslu strax á miðnætti og höfum ver- ið að síðan. Við höfum þó ekk- ert orðið varir við að menn úr okkar félagi væru að störfum, enda hefur skilningur manna á því að standa saman í verkföll- um sem þessu aukist,“ sögðu verkfaUsverðir á skrifstofu Ein- ingar á Akureyri, er við litum þar inn í verkfallinu sl. fimmtu- dag. Hjá Einingu var 12 manna verkfallsnefnd og fjölmargir aðrir félagar mættu til starfa við verk- fallsvörsluna. Þeir þurftu þó eng- in afskipti að hafa af mönnum eins og fram kom hér að framan. Enda þótt Einingarfélögum þyki hvorki eftirsóknarvert eða skemmtilegt að fara í verkfall, þá Á skrifstofu Einingar. „Sjallinn“ opnar! Fyrstu gestirnir sem sækja hið nýja veitingahús „Sjallann“ á Akureyri heim, munu mæta þar annað kvöld , 16. júní. Það eru eldri stúdentar frá MA sem þá mæta til veislu, en þetta kvöld og að kvöldi 17. júní verða þar miklar stúdentaveisl- ur. Sjálfstæðishúsið gamla hefur nú tekið algjörum stakkaskiptum og reyndar heitir það ekki lengur Sjálfstæðishúsið, heldur einfald- lega „Sjallinn“. Þar hafa iðnað- armenn lagt nótt við dag að undanförnu til þess að hægt væri KA-Valur á KA-velli Einn leikur verður í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu á Akureyri annað kvöld, en þá leika KA og Valur á KA-vell- inum kl. 20. Knattspyrnuáhugamenn á Ak- ureyri verða því enn að láta sér nægja að horfa á knattspyrnu á malarvellinum því grasvöllurinn er enn ekki tilbúinn til þess að leikið sé á honum að dómi for- ráðamanna han's. En stuðnings- menn KA ættu ekki að láta það aftra sér frá því að hvetja lið KA til sigurs. að halda stúdentavéislurnar, og sagði Sigurður Sigurðsson veit- ingastjóri hússins, í samtali við Dag í gær, að það myndi takast. „Það er óhætt að segja að það hafi gerst kraftaverk hér, það er kraftaverk að við skulum geta opnað húsið fyrir þessar veislur. Reyndar verður endanlegum frá- gangi ekki lokið, heldur mun hús- ið verða formlega opnað föst- udaginn 25. júní og þá verður allt komið í það horf sem á að vera í framtíðinni. Verkföllin settu ó- neitanlega strik í reikninginn hjá okkur, en þrátt fyrir allt getum við verið ánægðir með að geta opnað þann 25.“ sagði Sigurður. „Það er auðvitað annarra að dæma um hvernig til hefur tekist, en við erum ánægðir og hér verð- ur allt í öllum meginatriðum eins og við gerðum ráð fyrir,“ sagði Jón Kaldal hjá Teiknistofunni Arkó, er við ræddum við hann, en Arkó sá um hönnun hússins. „Þeir, sem hér hafa unnið, hafa skilað stórkostlegu verki, það er ævintýri líkast hvernig þetta hefur gengið allt saman,“ sagði Jón. - Það styttist sem sagt í það að Akureyringar geti farið í „Sjallann". Óhætt mun að segja að hér sé um nýjan skemmtistað að ræða og sennilega bregður mörgum í brún er þeir ganga í sal- arkynnin nýju. En að sögn þeirra, sem séð hafa og telja sig þekkja til, er hér að komast í gagnið skemmtistaður sem er í hópi þeirra allra glæsilegustu, ekki ein- ungis hérlendis heldur þótt víða væri leitað. Verkfallsverðir hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks. var ekki að sjá á þeim, er sátu á kaffistofunni í húsnæði Einingar, að þeim leiddist lífið. Menn gerðu óspart að gamni sínu, og Olafur Eyland lét ekki sitt eftir liggja, hvað það varðaði. „Ég er til í slaginn og það leggst ekkert illa í mig að fara í verkfall, ef af því verður í næstu viku. Maður verður að berjast fyrir brauðinu, ég veit a.m.k. ekki til þess, að mér hafi verið fært það á silfurfati heim í stofu til þessa,“ sagði hann. „Við verðum að fá leiðréttingu á launum okkar, það hafa aðrir fengið meiri hækkanir en við að undanförnu,“ sagði Karl Ásgeirs- son, og Ólafur var fljótur að taka undir þessi orð, og þegar við spurðum, hvort menn ættu von á verkfalli á föstudaginn, svaraði Ólafur: „Ég veit það ekki, þeir vita það sennilega þessir herrar hjá Vinnuveitendasambandinu.“ Sævar Frímannsson, starfs- maður Einingar, sagðist vona, að endar næðust saman í samningun- um, án þess að til frekari átaka þyrfti að koma í vinnumarkaðn- um. Hann sagði einnig, að á milli tvö og þrjú þúsund félagar á svæði Einingar væru í verkfalli, en sára- lítið hefði verið um það, að undanþágur hefðu verið veittar. „Það voru einungis veittar undan- þágur vegna heilbrigðisþjónustu og öryggisgæslu,“ sagði Sævar Frímannsson. Hjá Félagi verslunar- og skrif- stofufólks voru um 20 manns við verkfallsvörslu. Þegar okkur bar þar að, voru flestir þeirra staddir úti í bæ, en þeir sem á staðnum voru, tjáðu okkur, að aðeins hefði borið á því, að menn hefðu verið að störfum, þar sem það var óheimilt. „Þetta hefur aðeins komið upp í litlum fyrirtækjum, þar sem einn starfsmaður úr okk- ar röðum er, en í heildina er ástandið gott og það eru rólegheit hjá okkur í verkfallsvörslunni,“ var okkur tjáð. „Það getur ekki komið til mála, að það verði verkfall á föstudag- inn. Ef það gerist hins vegar, er ég hrædd um, að það gæti orðið langt verkfall," sagði Laufey Pálma- dóttir. Út af þessum ummælum hennar spunnust nokkur orða- skipti og voru ekki allir á einu máli. En að sjálfsögðu vona allir að ekki komi til frekari verkfalla og að friður megi haldast á vinnu- markaðnum. ; ;15, Júní ;1982 - ÐAG UR - 3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.