Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 3
Landsmót hestamanna: Reiknað með 2000 hrossum og 5 -10 þúsund manns Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 7.-11. júlí og verður þar væntanlega mikið um dýrð- ir og fjöhnenni að venju. Það eru hestamannafélögin á Norðurlandi sem standa fyrir mótinu en hitann og þungann af undirbúningi þess bera Skag- firðingar, með Svein Guð- mundsson, Egil Bjarnason, Pál Dagbjartsson og Þórarin Sólmundarson í broddi fylking- ar. Dagur hitti þrjá úr fram- kvæmdastjórninni að máli á dögunum og spurðist fyrir um hvernig undirbúningurinn gengi. - Nú er verið að girða beiti- landið. Ætli girðingarnar séu ekki 6-7 km. í allt. 70-80 ha. afgirtir. Búið er að bera áburð á þetta land auk þess sem verið er að vinna að öðrum undirbúningi. Við reikn- um með að þurfa að taka á móti 2000 hrossum eða meira og 5- 10000 manns og við teljum okkur geta tekið á móti þeim fjölda og gott betur. Á svæðinu verður full- komin hreinlætisaðstaða, mjólk og brauði verður ekið inn á svæð- ið frá Kaupfélagi Skagfirðinga, verslunin Ástund í Reykjavík verður með opna reiðvörubúð, banki verður á svæðinu sem auð- veldar útlendingum að versla með gjaldeyri, einnig verður þar ný- lenduvöruverslun, slysavakt verður í höndum Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri og lög- gæsla á vegum sýslumanns- embættisins í Skagafjarðarsýslu. Tjaldstæðin eru rúmgóð og ætti fólk ekki að vera í vandræðum með að koma sér fyrir. Við mótið starfa 8-900 sjálfboðaliðar flestir Norðlendingar, harðsnúið lið og dugmikið. Þorkell Bjarnason hrossa- ræktaráðunautur hefur að undan- förnu ferðast um allt land og valið kynbótahross á mótið. Val á góð- hestum hefur verið í höndum hestamannafélaganna sjálfra. Hvert félag hefur rétt á að senda einn hest í hvorn flokk, fyrir hvert byrjað hundrað meðlima. „Verða einhverjar nýjungar á þessu landsmóti?" - Já, helsta nýjungin er nokk- urskonar æfingamót fyrir Evrópu- mót íslenska hestsins sem fyrir- hugað er að halda hér á landi 1985. 2 knapar koma hingað frá hverju landi og draga um hross sem enginn þeirra þekkir og keppa síðan á þeim í hestaíþrótt- um. Einnig telst það til nýjungar á landsmótum að þarna verður haldin sölusýning á hrossum, verða þá hestar sýndir og á eftir fara fram kaup á milli eigenda og kaupenda. Efnt verður til happ- drættis á mótinu og verða fyrstu verðlaun altygjaður gæðingur metinn á 50000 kr. Einnig verður dregið um eitt trippi 3 utanlands- ferðir og folatoll sem er nýjung í happadrættisvinningum hér á landi. Á föstudags- og laugar- dagskvöld verða kvöldvökur með skemmtiefni en auk þess verða í tengslum við mótið haldnir dans- leikir í Miðgarði, Árgarði og í Húnaveri. Við höfum reynt að haga dagskrá mótsins þannig til að bestu sýningaratriðin verði á laugardag og sunnudag 10. og 11. þannig að gestir geti fengið sem besta heildarmynd af því sem þarna fer fram. Þróunin hefur verið sú í hesta- mennskunni hér á landi að hún er stöðugt að verða rneiri fjölskyldu- skemmtun og gerum við ráð fyrir að landsmótið geti orðið hin besta fjölskylduskemmtun. Geta má þess að aðgangseyrir á mótið er áætlaður 350 kr. fyrir manninn. Páll Dagbjartsson og Þórarinn Sólmundarson. Glæsilegasta skóúrval frá upphafi Sjö mílna skómir fást að vísu ekki hjá okkur en við bjóðum nú upp á eitthvert glæsilegasta skóúrval frá upphafi frá Italíu, Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Við bregðum hér upp örlitlu sýnishomi af úrvalinu ogef jú lítur við, munt þú sjá, að við eigum einmitt réttu skóna fyrir þig. TEG: 1907 VERÐ 577.- N0.41-44 LITUR: DÖKKBRÚNT TEG: 856 VERÐ 175,20 NO. 36-41 LITUR: DÖKKBLÁTT TEG: 4266 VERÐ 225,10 NO. 21-24 LITUR: HVÍH TEG: 1889 VERÐ 230,70 NO. 21-27 LITUR: BLÁTT OG HVÍH HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 TEG: 500 VERÐ 395.- NO. 3frÁ1 LITUR: GULT 0G BLÁTT 'EG: 227031 VERÐ138.- NO. 36-41 .ITUR: BLÁTT OG BEIGE TEG: 287011 VERÐ 285.- NO. 36-40 LITUR: HVÍTT TEG: 7107 VERÐ 175,20 NO. 36-46 LITUR: HVÍH TEG: 552 VERÐ 577.- NO. 39-46 LITUR: LJÓSBRÚNT TEG: 563 VERÐ 577.-NO. 41-45 LITUR: GRÁH TEG: 7086 VERÐ 636.- NO. 40-44 LITUR: MOKKA TEG: 7082 VERÐ 685.- NO. 39-45 LITUR: DÖKKBLÁTT TEG: 249511 VERÐ 435.- NO. 36-41 LITUR: HVÍTT OG RAUTT TEG: 2004 VERÐ 445,95 NO. 36-40 LITUR: SVART OG HVÍH TEG: 935 VERÐ 475.- NO. 36-41 LITUR: HVÍTT - BLÁTT - RAUTT TEG: 299061 VERÐ 285.- NO. 36-41 LITUR: LJÓSBEIGE TEG: 440041 VERÐ128.- NO. 28-35 LITUR: HVÍTT OG RAUTT TEG: 289011 VERÐ 285.- NO. 36-41 LITUR: HVÍH TEG: 261 VERÐ 577.- NO. 39-44 LITUR: LJÓSGRÁTT TEG: 517 VERÐ 577.- NO. 39-46 LITUR: LJÓSBRÚNT TEG: 7090 VERÐ 636.- NO. 39-45 LITUR: SVART TEG: 7094 VERÐ 685.- NO. 39-45 LITUR: LJÓSDRAPP TEG: 505 VERÐ 577.-NO. 41-44 LITUR: NATUR EINNIG HÖFUM VIÐ FENGIÐ BAÐTÖFLURÍNO. 36-44 @ KR. 105.- PARIÐ PÓSTSENDUM 22. júní 1982 - DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.