Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 8
AKUREYRARBÆR Félagsstarf aldraðra Farið verður í dagsferð um Fnjóskadal og Vagla- skóg þriðjudaginn 29. júní nk. Brottför frá Ferða- skrifstofunni kl. 10.00. Komið verðurtil Akureyrar um kl. 17.00. Þátttakendur eru beðnir aö hafa með sér nesti. Þátttökugjald er kr. 50.00. Þátttaka tilkynnist í síma 25880, Félagsmála- stofnun, kl. 9-12 fyrir mánudaginn 28. júní. AKUREYRARBÆR Kennarastöður Kennara vantar að grunnskólum Akureyrar í 7.-9. bekk í ensku, dönsku, íslensku, landafræði, eðlis- fræði og í viðskiptagreinum við framhaldsdeildir Gagnfræðaskóla Akureyrar. Umsóknarfrestur er til 28. júní. Upplýsingar hjá formanni skólanefndar i síma 21208. Skólanefnd Akureyrar. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 3., 8. og 12. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Skarðshlíð 29c, Akureyri, þingl. eign Sigurjóns M. Egilssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gylfa Thorlacius, hrl., Ólafs B. Árnasonar, hdl. og Baldurs Guð- laugssonar, hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Furulundi 8p, Akureyri, eign- arhluta Arnars Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Sunnuhlíð 2, Akureyri, þingl. eign Fjölnis Sigur- jónssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl., v/Útvegs- banka íslands, Gunnars Sólness hrl. og veðdeildar Lands- banka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á fasteigninni Norðurgötu 51 e.h., Akureyri, talinni eign Ellerts Finnbogasonar, fer fram eftir kröfu Stefáns Hirst hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Ránargötu 17, Akureyri, þingl. eign Fanny Laust- sen, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl. og Tryggingar- stofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hafnarstræti 94 hluti, Akureyri, þingl. eign Cesars hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 25. júní 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. DON KÍKÓTI 2. bindi eftir Cervantes Almenna bókafélagið hefur sent frá sér 2. bindi af Don Kíkótí frá Mancha eftir spænska meistarann Cervantes, í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Fyrra bindið kom út síðastliðið haust og 3. bindið er væntanlegt í september næstkom- andi. Ekki þarf að kynna fyrir íslend- ingum riddarann sjónumhrygga, Don Kíkótí. Nafn hans er að verða hér jafn þekkt og nafn Egils Skallagrímssonar eða Gunnars á Hlíðarenda, ekki síst eftir sýning- ar Alþýðuleikhússins á leikriti um hann síðastliðinn vetur og prýði- legan framhaldsmyndaflokk í sjónvarpinu um hann undir heit- inu Riddarinn sjónumhryggi. En söguna um hann höfum við ekki eignast á íslensku nema í stuttum úrdrætti fyrr en nú, að við fáum hana óstytta í afbragðsþýðingu Guðbergs Bergssonar. Með Don Kíkótí byrjar Al- menna bókafélagið á útgáfu bókaflokks, sem það mun nefna Úrvalsrit heimsbókmenntanna. í þessum flokki mun koma margt sígildra rita, svo sem leikrit Shakespears í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, Karamazov- bræður eftir Dostojevskij í þýð- ingu Gunnars Árnasonar o.s.frv. VIÐJAR Ný skáldsaga eftir Jón Dan „Viðjar“ nefnist ný skáldsaga eftir Jón Dan, rithöfund, sem Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf. hefur gefið út. Er það sjöunda skáldsaga Jóns Dan, en fyrsta bók hans, „Sjávarföll", kóm út árið 1958. í sögunni „Viðjar" fjallar Jón Dan um umbrot unglingsáranna. Pað stríð, sem bældar hvatir hafa í sálarlífi þess, sem ekki þekkir sjálfan sig, en veit samt sem áður, að eitthvað er að gerast hið innra. Óttinn við hið óþekkta, öryggis- leysið, hefur mótandi áhrif og hálfkveðnar vísur auka á spurn- ingar, sem svo erfitt er að fá svör við. Aðalsöguhetja bókarinnar, Gústi, finnur að hann er einhvern veginn öðru vísi en félagar hans. Hann hefur þegar tekið út þroska, sem hinir eiga eftir að ná. Slíkt verður honum síður en svo gleði- efni. Atvikin haga því þannig, fyrir tilviljun, að hann missir frá sér um skeið helsta öryggisventil sinn - móður sína. Og þá þyrmir yfir Gústa, sem hvorki er barn né fullorðinn maður. í öryggisleysi sínu fær hann útrás. Skilning full- orðinnar manneskju, sem verður honum í senn móðir og það afl, sem leiðir hann í sannleikann um sjálfan sig, breytir honum úr mannveru, sem ekki þekkir sjálf- an sig í fullorðinn mann og vígir hann inn í heim hins þroskaða og fullorðna manns. Bókaklúbbsbókin „Viðjar“ er einungis seld félögum í Bóka- klúbbi Arnar og Örlygs og er verð bókarinnar aðeins kr. 197,00. Fé- lagar í Bókaklúbbi Arnar og Ör- lygs hf. eru nú komnir á fimmta þúsund, og hefur farið ört fjölg- andi að undanförnu. gj® Dagskrá 'W trimmdagsins 27. júní 1982 á Akureyri 1. Handknattleikur viö Lundarskóla og Glerárskóla: Kl. 10.00 12-14 ára Kl. 11.00 15-16 ára Kl. 12.00 10 ára og yngri Kl. 13.30 11-12 ára Kl 1A30 17áraogeldri 2. Knattspyrna við Lundarskóla og Glerárskóla: Kl. 10.00 10áraogyngri Kl. 11.00 11-12 ára Kl. 13.00 13-14 ára Kl. 14.00 15-16 ára Kl. 15.00 17 ára og eldri til kl. 18.00 ef þátttaka verð- ur næg. Starfshópum og bekkjarliðum er bent á að koma saman og geta þau óskað eftir ákveðnum tíma. 3. Golf á Golfvellinum að Jaðri frá kl. 09.00. _ 4. Frjálsar íþróttir á (þróttavelli Akureyrar kl. 13.00- 16.00. 5. í Kjarnaskógi verða merktar skokk og göngubrautir gg blakvellir. 6. í Bjargi verður opið frá kl. 13.30-16.00. 7. Sund I Sundlaug Akureyrarfrá kl. 08.00. Þar verður einnig tennisvöllur og blak. 8. Siglingar verða frá Höepfnersbryggju frá kl. 13.00- 16.00. 9. Eik verður með íþróttir fyrir þroskahefta í íþróttahús- inu við Laugargötu frá kl. 11.00-12.00. 10. Badminton verður í íþróttahúsi Glerárskóla frá kl. 10.00-14.00. 11. Hjólreiðar verða frá Glerárskóla kl. 10.30 og 14.00. Skráning hefst 30 mínútum fyrir bröttför. 12. Fimleikar verða í íþróttahúsi Glerárskóla kl. 14.00- 16.00. 13. Lyftingar verða við/í Lundarskóla kl. 13.00-17.00. 14. Körfuknattleikur verður í (þróttahúsi MA kl. 14.00- 17.00. 15. Klifuræfing Hjálparsveitar skáta verður I hömrum ofan við Kjarnarskóg kl. 13.30. 16. Pallas, líkamsræktarstöð verður opin kl. 10.00- 13.00 fyrir karla og konur kl. 13.00-16.00. Varðandi þau atriði sem fyrirhuguð eru í (þróttahúsi Glerárskóla er þess óskað að væntanlegir þátttak- endur hafi símasamband þar eð hugsanlegt er að húsið verði upptekið til annarra nota. ÍBA Tjaldstæði á Sauðár- króki Á Sauöárkróki hefur verið starf- rækt tjaldsvæði við sundlaugina undanfarin 2 ár og verður svo einnig frá 1. júní f sumar til fyrstu viku í september. Á tjaldsvæðinu er ágætis hús með vatnssalerni, vöskum og geymslu. Utan á húsinu er vaskur til uppþvotta, auk þess sem settur hefur verið upp bekkur með áföstu matarborði fyrir tjaldgesti, einnig eru þar rólur, vegasalt og boltaleikspil fyrir börnin. Börn yngri en 12 ára fá frítt inn á tjaldsvæðið en annars er verð krónur 30 fyrir tjaldið eða krónur 10 fyrir manninn og krónur 10 fyrir tjaldið. 1 Fréttatil- kynning: Við í kvennaframboðinu á Ak- ureyri viljum vekja athygli á því að við hyggjumst halda áfram störfum af fullum krafti, þótt kosningar séu afstaðnar. Starfið í sumar verður með því móti að áhugahópar um hin ýmsú bæjarmál munu hittast og móta þá stefnu sem kvennaframboðið mun fylgja eftir í nefndum bæjar- ins og bæjarstjórn. Laugardaginn 29. maí var hald- inn stuðningsmannafundur, þar sem kosið var í stjórn, ritnefnd og húsnefnd. Næsti stuðnings- mannafundur verður haldinnn fimmtudaginn 1. júlí n.k. kl. 2030 í Kvennarisi. Opið hús verður í Kvennarisi í sumar öll fimmtudagskvöld. Er fólk hvatt til að koma og fylgjast með og taka þátt í störfum Kvennaframboðsins. Einnig verða opnir bæjarmálafundir í Kvennarisi annað hvert miðviku- dagskvöld, sá fyrsti var 9. júní kl. 20.30. Símatími í Kvennarisi er kl. 17- 19 á mánudögum. Það er von kvennaframboðsins að þeir sem stuðluðu að fram- gangi þess verði með í að móta stefnuna. a-r DAGUR - 22; júni1982 Stjórnin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.