Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 9
Hinrik stóð sig vel á ísafirði. Hinrikskoraði tvö — þegar KA lagði ísfirðinga á þeirra eigin heimavelli KA náði góðum leik á ísafirði á móti heimamönnum og sigr- aði með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var jafnframt annar sigur KA ■ fyrstu deild- inni. Leikur þessi var nokkuð spennandi og skemmtilegur og oft á tíðum brá fyrir ágæt- isleikköflum. Liðin skiptu með sér leiknum, þannig að ísfirðingar voru betri í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru KA-strákarnir mun betri. ísfirðingar sóttu oft hart að KA-markinu í fyrri hálfleik og segja má að Aðalsteinn mark- maður hjá KA hafi bjargað liði sínu frá tapi í leiknum. Mark- varsla hans var oft á tíðum stór- kostleg, manna, að sögn eins sem á leikinn heima- horfði. Þórsarar og KA-menn Áprentuðu bolimir eru komnir er KA-maður Eg (gulir og bláir) Ég er Þórsari (hvítir og rauðir) Fást í Borgarsölunni Hins vegar tókst ísfirðingum að skora eitt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var vel af því staðið, en sumir leikmanna KA vildu halda því fram að sá sem skoraði hefði verið rangstæður. í síðari hálfleik tóku KA- menn völdin á vellinum og sóttu stíft að marki ísfirðinga. Marg- sinnis áttu þeir góð marktæki- færi, sem þeim tókst þó ekki að nýta fyrr en á 29. mín. í*á skor- aði Hinrik sitt fyrsta mark á sumrinu við mikinn fögnuð sinna manna. Hinrik bætti um betur nokkrum mín. síðar þegar hann afgreiddi fyrirgjöf frá El- mari viðstöðulaust í netið og tryggði KA bæði stigin. efsta sæti deildarinnar a.m.k. í einn dag, en staðan í deildinni er mjög flókin og aðeins örfá stig sem skilja efsta og neðsta liðið. Loks leikið ágrasi Loksins geta Akureyringar fengið að sjá knattspyrnu leikna á grasi, en það hefur ekki staðið til boða fyrr í sumar. Leikur Þórs og Leifturs frá Ólafsfirði í Bikarkeppni Knatt- spyrnusambandsins verður háður á grasvelli Þórs annað kvöld og hefst hann kl. 20. Völlurinn er í þokkalegu ástandi og Þórsarar sáu ekki ástæðu til annars en að ieika á honum. Þess má gea að það lið sem sigrar á morgun mun leika í 16 liða úrslitum Bikarkeppninnar. 4. deild Íþróttasíðan hefur frétt úrslit í nokkrum leikjum fjórðu deild- ar. Á föstudagskvöldið sigraði Vorboðinn Dagsbrún með tveimur mörkum gegn einu. Reynir frá Árskógsströnd tapaði fyrir Glóðafeyki með einu marki gegn engu. Vaskur sigraði nú í fyrsta sinn í deildinni en þeir léku gegn Svarfdælingum. Vask- ur sigraði með þremur mörkum gegn einu. Mörk Vasks skoruðu Hákon Hákonarson tvö og Anton Haraldsson eitt. Jafnt hjá HSÞ og Magna Á laugardaginn léku í þriðju deild HSÞ og Magni og var leik- ið fyrir austan. Leikur þessi var nokkuð jafn, en HSÞ sótti meira í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skora en Magni var sprækari í þeim síðari. Það var Sofanías Árnason sem skoraði fyrsta markið fyrir HSÞ, en Bjarni Gunnarsson jafnaði fyrir Magna og urðu það úrslit leiksins. í kvöld, þriðjudagskvöid, leikur Magni gegn Árroðanum en það er leikur sem frestað var fyrir skömmu og verður leikið á Laugalandsvelli. Þórsarar sótlu grimmt Bestir hjá KA í þesum leik voru þeir Áðalsteinn og Hinrik. Eftir þennan sigur er KA í Þórsarar voru óheppnir að hirða ekki bæði stigin er þeir léku gegn Einherja á Vopnafirði um helg- ina. Þórsarar sóttu mun meira og áttu góð marktækifæri í síðari hálfleiknum. En það er ekki nóg að sækja, það eru mörkin sem gilda og Þórsarar hafa ekki verið iðnir við markaskorun í sumar. Staða liðsins fer líka að verða alvarleg í deildinni. Liðið hefur í fjórum síðustu leikjum sínum aðeins hlotið 3 stig og það er of lítið fyrir lið sem ætlar sér upp í 1. deild. í leiknum á Vopnafirði sem var leikinn á litlum og erfiðum velli var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku Þórsarar völdin og þá skor- aði Örn Guðmundsson eftir fyrirgjöf Bjarna Sveinbjörns- sonar. Eianherji skoraði sitt mark í fyrri hálfleik. Völsungar óheppnir Völsungar léku á laugardaginn við Njarðvíkinga. Þrátt fyrirþað að þeir fengu óskabyrjun og skoruðu fyrsta markið dugði það ekki til, því Njarðvíkingar gerðu tvö mörk á næstu mínútum. Það var Jónas Hallgrímsson sem skoraði mark Völsunga. Völs- ungar voru óheppnir að tapa þessum leik, þeir voru meira með boltann, en gekk erfiðlega að koma honum í markið. Krist- ján Kristjánsson fyrrum leik- maður hjá KA, hefur nú gerst leikmaður hjá Völsungi og mun leika með þeim næsta leik. 2fi.'júnlf1982S= ÐÁG0WÁ9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.