Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Við aukum vandann með röngum vinnubrögðum Á síðustu árum virtist aukast skilningur fyrir því meðal almennings í landinu að verðbólgan sé og verði höfuðvandamál íslendinga og að illa kunni að fara fyrir þjóðinni í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti ef við náum ekki tökum á henni. Það ætti að liggja ljóst fyrir að sam- keppnisaðstaða okkar á erlendum mörkuðum fer eftir því hver verður þróun þessara mála á næstu mánuðum. Á síðasta ári var svo komið í ýmsum tilvikum að verð á famleiðsluvörum okkar var sett svo hátt erlendis að sölutregðu gætti þó það verð stæði ekki undir framleiðslu- kostnaði. Og ef svo fer sem nú horfir að verð- bólgan eykst og það verulega blasir það við að framleiðslan hlýtur að stöðvast í einhverjum mæli og þá skellur yfir okkur atvinnuleysi. Erlendir efnahagssérfræðingar hafa hvað eftir annað látið undrun sína í ljós á því fyrir- bæri að hægt sé að halda uppi fullri atvinnu í þjóðfélagi sem býr við jafn mikla verðbólgu og við gerum. Og þeir hafa látið þau orð falla að slíkur árangur stríði á móti öllum kenningum hagfræðinnar. Mikil verðbólga og næg atvinna eiga ekki að geta farið saman eftir hennar kenningum. Ég tel þó að skýring á þessu liggi nokkuð ljós fyrir. Á síðustu árum hefur tekist að auka sjávarafla ár frá ári og þannig tekist að halda uppi fullri atvinnu - þrátt fyrir verðbólg- una. En nú virðast vera komin þáttaskil hjá okkur í bili a.m.k. í stað aflaaukningar er afla- minnkun. Loðnan er horfin og þorskurinn sýn- ist hafa breytt göngu sinni, a.m.k. er þorsk- aflinn minni það sem af er árinu. Fleira mætti telja upp, sem bendir til þess að þjóðin muni hafa minna til skipta á þessu ári en verið hefur. Til dæmis er allt í óvissu með skreiðarsölu til Nígeríu, en það yrði meiriháttar áfall fyrir þjóð- arbúið, ef lokaðist fyrir sölu þangað. En hvernig bregst þjóðin við þessum áföll- um? Eru viðbrögð hvers og eins á þá leið að þau gefi til kynna að menn geri sér almennt grein fyrir hvað hefur gerst og dragi af því réttar ályktanir og lifi samkvæmt því? Er lífs- máti þjóðarinnar um þessar mundir á þann veg að vænta megi árangurs í glímunni við verðbólguna? Hafa menn dregið úr eyðslu vegna minnkandi þjóðartekna til þess að draga úr áfallinu? Eða hafa menn frestað kaupum í bili eftir því sem hægt er vegna hinn- ar slæmu gjaldeyrisstöðu til þess að minnka þörfina fyrir gengisbreytingu? Og hvað er að gerast í kaupgjaldsmálum? Er krafa allra stétta um hærra kaup, fleiri krónur, raunhæf í dag miðað við það ástand sem er í þjóðfélag- inu? Er rökrétt að halda því fram að hægt sé að auka kaupmátt launa þegar verðmætin minnka, sem eiga þó að standa undir greiðslu launanna? Ég sé ekki betur en að flest við- brögð þjóðarinnar nú séu öfug við það sem þau hefðu þurft að vera, ef á að vera mögulegt að draga úr þeim efnahagslegu áföllum sem við höfum orðið fyrir á þessu ári - og þeim sem eru fyrirsjáanleg. Sem sagt: Við aukum vand- ann með,röngum viðbrögðum. Stefán Valgeirsson 4- i-22. jún'í 1982 „Vaðið blint í framkvæmdir“ — segir Reynir Barðdal í Hressingarhúsinu Hressingarhúsið heitir nýopn- aður greiðasöluskáli við Eyr- arveg á Sauðárkróki. Skálinn stendur við höfnina og er, að sögn Reynis Bardals, eiganda hans, fyrst og fremst ætlað að þjóna því fólki, sem vinnur á hafnarsvæðinu, en það eru 2-3000 manns yfir sumar- tímann og fjölgar enn, þegar steinullarverksmiðjan rís. „Hér er vaðið blint í fram- kvæmdir og verður svo bara að koma í ljós, hvort fólk kann að meta þetta eða ekki,“ sagði Reynir. „Hérna verðum við með pylsur, samlokur, hamborgara og sælgæti, kaffi og gos og ekki mjólkurís heldur rjómaís. Einn- ig fást hérna gúmmíhanskar og þess háttar vörur, sem fólk þarf á að halda við vinnu sína. Fólk getur setið' hérna inni á barkoll- um við borð og horft yfir höfnina eða farið út og sest á veröndinni við borð, ef veðrið er gott. Þá verður hér opin sölulúga til 10 á kvöldin. Ég vona bara, að fólk hér notfæri sér þessa þjónustu,“ sagði Reynir að lokum. „Það er ekki dýrt að fara út að borða“ — segir Ðaldur Úlfarsson í Sælkerahúsinu á Sauðárkróki í gamla Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki, Aðalgötu 15, var ekki alls fyrir löngu opn- aður nýr matsölustaður sem hlotið hefur nafíð Sælkera- húsið. Eigandi og yfirkokkur á staðnum er Baldur Úlfarsson matsveinn og sagði hann, þegar Dagur heimsótti hann um daginn, að hann myndi hafa á boðstólum alls konar mat, hótel- mat, grillmat, kaffi og kökur og í framtíðinni gerði hann sér vonir um að geta boðið gestum upp á létt vín en leyfið væri hann enn ekki búinn að fá. „Ég tel vera góðan grundvöll fyrir veitingastað sem þennan hér á Sauðárkróki," sagði Baldur. „Það er ekki dýrt að fara út að borða, oft á tíðum ekki dýrara en að elda sjálfur heima í eldhúsi, fólk þarf að átta sig á því.“ Sælkerahúsið er tveggja hæða gamalt timburhús og eru sæti fyrir 32 á neðri hæðinni en á loft- inu er aðstaða fyrir veisluhöld og einkasamkvæmi og verður það leigt út til slíks. Heitir það Sæl- keraloftið og rúmar 30 manns. Þá er hafinn undirbúningur á smíði garðhúss við suðurvegg- inn, verður það úr gleri, gróður- sælt og vistlegt og tekur 40 manns í sæti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.