Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 1
gullkeðjur; 8 K. OG 14 K. ALLAR TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR. 234,00 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 1 1 I 1 H 1 p 1 1 J w m 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. júní 1982 65. tölublað Tæring gerir varl við sig í ofnum húsa í Glerárhverfi Ofnakerfí margra húsa í Gler- árhverfí liggur nú undir skemmdum vegna tæringar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa starfsmenn Hitaveitu Akureyrar miklar áhyggjur af því, að tæring hef- ur gert vart við sig víða í Gler- árhverfí. Á þessari stundu er ekki fyllilega vitað um orsakir tæringarinnar, en menn hafa helst látið sér detta í hug, að neysluvatn komist einhvers staðar inn á kerfíð. Þar sem neysluvatnið er súrefnisríkt, tærast ofnarnir á tiltölulega skömmum tíma - 18 til 24 mánuðum. Pípulagninga- maður, sem blaðið ræddi við í gærkvöld, sagði að enn von- uðu menn, að þessi tæring væri bundin við íbúðir í Gler- árhverfi, en tók það fram, að hugsanlegt væri, að dreifikerfi Hitaveitunnar í götum í hverf- inu væri farið að tærast. „Ef lagnir í götum eru farnar að skemmast, megum við fara að biðja fyrir okkur, þá er þetta með allra alvarlegustu málum, sem Hitaveita Akureyrar hefur staðið frammi fyrir,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Akureyri er skipt í tvö þrýsti- kerfi og hefur ekki borið á neinni tæringu annars staðar en í Glerárhverfi. Ef það er kalda vatnið, sem veldur þessari tær- ingu, er líklegt, áð það geti runnið á milli í blöndunartækj- um og/eða komist inn á ofna- kerfið, þar sem vantar þrýsti- minnkara á inntakið, en þrýst- ingurinn er mun meiri á kalda vatninu en því heita. í síðustu viku var komið með ofn til starfsmanna Vélsmiðj- unnar Odda. Við athugun kom í ljós, að það var gat á ofninum og þegar búið var að saga hann í sundur, fór ekki á milli mála, að tæring var búin að eyðileggja ofninn. Starfsmenn Hitaveitu Akureyrar fengu sýnishorn úr ofninum og samkvæmt upplýs- ingum Dags er búið að senda þau suður til rannsóknar. Eftir því sem blaðið kemst næst, er fátt sem fólk getur gert, þar til niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Pað er ljóst, að um tæringu er að ræða, en ekki vitað, hve útbreidd hún er. Hins vegar er óhætt að ráðleggja fólki í Glerárhverfi að fá sér þrýsti- minnkara á kalda vatnið og að láta fylgjast vandlega með íbúð- um sínum, þegar það fer að heiman í ferðalög og þ.h. Vilhelm Steindórsson, hita- veitustjóri, staðfesti að ofan- greindar upplýsingar væru réttar.' Hann sagði jafnframt, að hann vonaði, að það liði ekki á löngu, þar til línur færu að skýrast. Er í lófa lagið að kæra íslending — segir Örn Ingi, myndlistarmaður „Ég hef ekki ákveðið til hvaða aðgerða ég mun grípa. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi FÍM er mér í lófa lagið að kæra blaðið fyrir óleyfílega notkun mynda af verkum og fyrir brot á höfunda- réttarlögum,“ sagði Örn Ingi myndlistarmaður í samtali við Dag. í síðasta Islendingi er grein þar sem birtar eru ljósmyndir eftir Orn Inga og fjallað um hann sem myndlistamann á ósmekklegan hátt. Greinin er skrifuð af ritstjóra íslendings, en Örn Ingi sagði að hann hefði aldrei séð sýninguna. „Ég ætla að vona að það sem kom fram í umræddu blaði um FÍM sýninguna og Vorvöku, sé ekki sýnishorn af menningarpóli- tík Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Örn Ingi. „En manni gæti virst að svo sé, því miður.“ í umræddu blaði var sagt, að forsetar síðustu bæjarstjórnar og bæjarstjóri hefðu efnt til Vorvöku án nokkurs samráðs við bæjarstjórn. Einnig er í blaðinu minnst á kostnað við væntanlega skíðalyftu í Hlíðar- fjalli og það mál tengt á óskiljan- legan hátt við kostnað vegna Vor- vöku. „Það er dálítið kostulegt að sjá þegar íslendingur fer að ræða og skýra bæjarmál. Það er eins og upplýsingar blaðsins séu fengnar frá þeim sem ekkert hafa fylgst með þeim að undanförnu,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjar- ráðsmaður. „í byrjun júní eru tekin upp sem ný mál, þau sem af- greidd voru við síðustu fjárhags- áætlun og allir bæjarfulltrúar sam- þykktu, þar á meðal bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins. Þá var hafnað beiðni um framlög til skíðalyftu í Hlíðarfjalli á þessu ári og ákveðið að kostnaður af Vor- vöku yrði tekinn af liðnum Ýmis útgjöld. Þetta vissu allir bæjar- ráðsmenn.“ Hitaveita Akureyrar Rannsóknar- boranir í sumar Eitt hundraðasta og öðru skólaári Menntaskólans á Akureyri var slitið í sól og blíðu á 17. júní. (Jtskrifaðir voru frá skólanum 116 nýstúdentar, þar af 3 úr öldungadeild. Við skólann stunduðu alls um 700 nemendur nám í vetur -120 í öldungadeild. Mynd: KGÁ. „Við boruðum holu á Glerár- dal síðari hluta vetrar, og sú hola hefur nú verið tengd og er komin inn á kerfið“ sagði Vil- helm. Steindórsson hitaveitu- stjóri á Akureyri er Dagur hafði samband við hann í gær.“ Vilhelm sagði að þessi um- rædda hola gæfi 35sek/lítra af 60 gráðu heitu vatni. Hann sagði einnig að þegar kaldast væri í veðri væri reynt að halda hitanum í 80 gráðum þannig að slíkt vatn þyrfti skerpingar við. „En þetta vatn, 35 sek./lítrar af 60 gráðu heitu vatni hjálpar auðvitað mjög mikið upp á, “sagði Vilhelm. í fyrra voru boraðar nokkrar grunnar rannsóknarholur nokkuð víða, og sú hola sem nýlega hefur verið virkjuð á Glerárdal er fram- hald einnar slíkrar holu. í sumar verður farið af stað með enn frek- ari rannsóknarboranir og er á- formað að þær hefjist í lok þessar- ar viku. Byrjað verður við Grýtu í Eyjafirði þar sem boraðar verða nokkrar rannsóknarholur, en þar er von á heitu vatni. Þá er áform- að að dýpka nokkrar rannsóknar- holur við Reyki í Fnjóskadal, sem boraðar voru fyrir ári. Að lokum er fyrirhugað að bora rannsóknar- holu við Kristnes. „Þetta eru þau rannsóknarverkefni, sem unnið verður að í sumar og niðurstöður mælinga af þessum borunum ráða væntanlega öllu um áframhald- ið,“ sagði Vilhelm. Akureyri: Búið að úthluta einni af bestu lóðum bæjarins A síðasta fundi bæjarráðs gerði Helgi M. Bergs grein fyrir við- ræðum, sem hann og Stefán Stefánsson bæjarverkfræðing- ur, hafa átt við umsækjendur um lóð á reit merktum 13A á miðbæjarsvæðinu. Hér er um að ræða lóðina á horni Geisla- götu og Strandgötu, þar sem nú er biðskýli SVA. Bæjarráð samþykkti tillögu þar sem fram kemur að eftirtöldum lóðarumsækjendum er sameigin- lega gefið vilyrði fyrir lóðinni til byggingar verslunar- og skrif- stofuhúss: Iðnaðarbanka íslands, Búnaðarbanka íslands, Kaupfé- lagi Eyfirðinga, verkalýðsfélög- um á Akureyri, ríkissjóði og Al- þýðubankanum. Tilskilið er að umsækjendur nái samkomulagi um hönnun og geri sameignar- og rekstrarsamning um eignina fyrir 1 september n.k. Fyrirvari er gerður um hvenær lóðin verður tilbúin til afhending- ar. í tillögu bæjarráðs kemur og fram að fyrir lóðarafhendingu mun bæjarstjórn setja sérstaka byggingarskilmála fyrir reitinn í samræmi við heimild í skipulags- lögum og byggingarreglugerð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.