Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 6
Veður var mjög gott í Þingeyjarsýslu um sl. helgi. Hér má sjá nokkra aðal- fundarfulltrúa í fundarhléi. Myndir: áþ. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands: Höfum breyst úr hníp- inni þjóð í vanda í nútímaríki velferðar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flutti ávarp á hátíðar- samkomunni á Laugum og sagði þá við það tækifæri: „Að baki þess að vera sjálfstæð þjóð og vera þar ofan á lítil þjóð og. stolt, meðal ótal stórþjóða í víðri veröld liggja stórar og miki- ar hugsjónir. Hugsjónir óteljandi manna, sem létu sér ekkert fyrir brjósti brenna í dirfsku sinni til að stíga skref til þeirrar framtíðar, sem á þessari stundu er okkar nútíð. Óskabarn þjóðarinnar lét á sín- um tíma þau orð falla, að samein- aðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Mættum við einatt hafa þau orð að leiðarljósi. Samvinnuhreyfingin sem nú er eitt hundrað ára, er ein varðan á vegferð íslendinga til eigin sjálf- stæðis. Hún er einnig sönnun þess, að okkur er unnt að starfa saman, þó ráðrík séum hvert og eitt og hver vilji vera sinn eigin herra. Sameiginlegur arfur og sameig- inleg framtíð okkar íslendinga hefur eflaust verið ofarlega í hug- um þeirra, sem stofnuðu fyrsta kaupfélagið, Kaupfélag Þingey- inga, fyrir réttum eitt hundrað árum. Fyrsti framkvæmdastjór- inn, Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum við Mývatn, og fyrsti formaður kaupfélagsins, Jón Sigurðsson á Gautlöndum, sáu fyrir sér nýja tíma á íslandi, menn sem trúðu á afl og samtaka- mátt þessarar þjóðar. Það var fyrir atbeina slíkra manna, að verslunin varð íslensk og atvinnu- tækin urðu eign landsmanna. Þetta fyrsta kaupfélag og síðan þau sem fylgdu í kjölfarið störf- uðu því í anda Jóns Sigurðssonar, forseta, sem aldrei þreyttist á að minna landsmenn á mikilvægi innlendrar verslunar í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Kaupfélag Þingeyinga var í fyrstu smátt, sem eðlilegt er, en brátt óx af þessum mjóa vísi hreyfing, sem nú telur innan vé- banda sinna tæpan fimmta hluta íslendinga. Samband íslenskra samvinnufélaga, sem var einmitt 80 ára á þessu ári, er ein öflugasta hreyfing landsmanna, verslunar-, félags- og fræðslusamtök, sem auðgað hefur líf jjessarar þjóðar um langt árabil. A því leikur eng- inn vafi, að samvinnuhreyfingin hefur átt drjúgan þátt í að endur- vekja fornan lífsþrótt þessarar þjóðar. Á þeirri öld, sem liðin er frá upphafi samvinnuhreyfingar, höfum við breyst úr hnípinni þjóð í vanda í nútímaríki velferðar. Þótt það lóð, sem við leggjum á vog í veraldarmálum, sé ekki stórt, þá er það ekki lítilvægt. Við eigum auð að gefa öðrum þjóðum, trú á framfarir með sam- stöðu og samvinnu að vopnum, bætt lífskjör, betri menningu, fáar brynjur og engin sverð. En með auð í eigin garði er einatt vandmeðfarið, andlegan jafnt sem veraldlegan. Það er hægt að glata því, sem við höfum eignast fyrir þrotlaust verk brautryðj- enda. Þannig gæti farið, ef við hættum að standa saman og látum sundurþykkju ráða ferðinni. Þótt við berjumst ekki á framandi víg- völlum kynnum við að heyja gjör- eyðingarstríð gegn okkur sjálfum. Efnaleg velferð og and- legur auður getur orðið að ösku í bræðravígum. Það ættum við að hafa lært af okkar eigin sögu. Með samstarfi og samstöðu er hins vegar afl okkar íslendinga ómælt. Þann samhug má flytja út og gefa öðrum þjóðum á sama hátt og brautryðjendur samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi gáfu öðrum landsmönnnum á sínum tíma. Ég óska okkur íslendingum til hamingju með afmælisbarnið, öldunginn, sem ber aldurinn með virðulegri reisn. Og við vonum öll, að hann megi ásamt okkur sjálfum lifa og dafna í anda þeirra hugsjónamanna, sem horfðu fram á við í traustri trú á gott land og góða og skynsama þjóð.“ Samvinnusjóður Islands: Ætlað að efla íslenskt atvinnulíf Sérmál aðalfundar Sambands- ins að þessu sinni var stefnu- skrá samvinnuhreyfingarinnar og var hún samþykkt sam- hljóða á fundinum. Formaður stefnuskrárnefndar var Hjörtur Hjartar fv. frkvstj. og hafði hann framsögu á aðalfundin- um. Aðalfundurinn samþykkti einnig tillögu um að stofnaður yrði sérstakur sjóður, sem hefði það hlutverk að efla þátt samvinnuhreyfingarinnar í atvinnulífí landsmanna. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, lagði tillöguna fram. í henni er gert ráð fyrir að öllum kaupfé- lögum SÍS og samstarfsfyrirtækj- um þess verði boðin aðild að sjóðnum, sem á að heita Sam- vinnusjóður íslands. Tillagan var mikið rædd og þótti fundarmönn- um afar brýnt að þessi sjóður yrði að veruleika og á það að geta orð- ið fyrir áramót. Bent var á að mörg verkefni á sviði atvinnulífs eru ákaflega fjárfrek og ekki á færi einstakra kaupfélaga eða fyrirtækja að standa undir þeim. Með þessu móti, töldu fundar- menn, gæti samvinnuhreyfingin enn betur tryggt sér hlutdeild í þeirri þróun, sem væri að verða í íslensku þjóðfélagi og stuðlað að uppbyggingu atvinnulífsins. Það kemur fram í tillögunni að aðild að sjóðnum sé bundin því skilyrði að viðkomandi félag sam- þykkti að kaupa samvinnusjóðs- bréf fyrir ákveðna lágmarksfjár- hæð næstu 5 ár frá stofnun sjóðsins. eftir því sem nánar er kveðið á um í stofnsamningi. Skal haft samráð við stjórnir kaupfé- laga og samstarfsfyrirtækja um gerð stofnsamnings svo víðtæk samstaða geti orðið um uppbygg- ingu sjóðsins. í samþykkt aðal- fundar Sambandsins segið að lok- um um sjóðinn: „Hlutverk sam- vinnusjóðs íslands skal einkum vera í því fólgið að efla þátttöku samvinnuhreyfingarinnar í atvinnulífi landsmanna og frekari uppbyggingu þess í anda og sam- ræmi við stefnuskrá Samvinnu- hreyfingarinnar." „Ég vil leggja á það sérstaka áherslu á þ^ssum sjóði er ætlað að efla íslenskt atvinnulíf," sagði Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Sambandsins á fundi með blaðamönnum. „Mörg verkefni eru svo stór að þau eru ofviða einstöku kaupfélögum eða sam- vinnufyrirtækjum. Það hefur bor- ið á því í auknum mæli á síðustu árum að menn hafa fundið að þeir þurftu að samstilla kraftanna til þess að koma stærri verkefnum í höfn og fyrir það hefur í rauninni vantað farveg.“ Stóriðju bar á góma og hugsan- lega þátttöku samvinnuhreyfing- arinnar í henni. Erlendur Einars- son sagðist ekki vilja útiloka slíka þátttöku. „Mér finnst það hart er aðeins ríkið og erlendir auðhring- ar geti tekið þátt í slíku.“ Valur Arnþórsson sagði, að forráðamenn Sambandsins vissu um mörg verkefni sem bíða sam- vinnuhreyfingarinnar. „En að sjálfsögðu hefur engin afstaða verið tekin til þess að hverju sjóð- urinn beinir kröftum sínum í upp- hafi.“ Tekjuafgangur í fyrra liðlega þremur milljór í ársreikningum Sambands ísl. samvinnufélaga, sem lögö var fram á aðalfundinum á Húsavík um sl. helgi, kemur fram að heildarvclta SÍS nam rúmlega 2.383 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við rúmlega 1.613 milljónir króna á árinu 1980. Aukningin milli ára nemur því 770 milljónum króna, eða 47,7%. Veltuaukning var hlutfallslega mest hjá Skipadeild og Sjávarafurðadeild. Tekjuafgangur Sambandsins fyrir lokafærslur á rekstarareikn- ingi er 6.837 þúsund krónur. Þar frá dragast endurgreiðslur til frystihúsa, 3.756 þúsund krónur, og er þá endanlegur tekjuafgang- ur rekstrarreiknings, til ráðstöf- unar á aðalfundi, 3.604 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess, að á árið 1980 var tekju- afgangur fyrir lokafærslur 9.265 þúsund krónur, endurgreiðslur til frystihúsa voru 3.604 þúsund krónur, aukaniðurfærslur vöru- birgða 3.000 þúsund krónur og endanlegur tekjuafgangur á rekstrarreikningi 2.661 þúsund krónur. Brúttótekjur á rekstrarreikn- ingi eru um 450 milj. króna og hafa aukist um nær 46% frá árinu á undan. Rekstrargjöld eru tæpar 339 milj. og hækkuðu um 56%. Launakostnaður SÍS á árinu 1981 nam 181 milj. króna og hækkaði um 56%. Á srðasta ári var launakostnaðurinn um 53% af heildarrekstrargjöldum. Starfs- menn SÍS í árslok 1981 voru 1.778, en voru 1.824. Fækkun starfsmanna hefur fyrst og fremst orðið í Iðnaðardeild. Eiginfjárstaða SÍS er góð og batnaði milli áranna. Þá batnaði greiðslufjárstaða SÍS á árinu. Fjárfestingar SÍS á árinu námu 32 milj. króna. Félagsmenn Sambandskaupfé- laganna voru 41.792 í ársbyrjun, en hafði fjölgað í 42.882 í árslok 1981. Fjölmennasta kaupfélagið er eins og fyrri ár Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, með 14.003 félagsmenn í árslok. Næst í röðinni koma Kaupfélag Eyfirð- inga, Akureyri með 7.459 félags- menn, Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík með 2.884 félagsmenn, Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík með 1.839 og Kaupfélag Árnes- inga, Selfossi með 1.717. í skýrslum Hagdeildar SÍS kemur fram að 31 félag var gert upp með hagnaði samtals að upp- hæð 15.388 þúsund krónur, en 9 félag voru gerð upp með halla að upphæð 6.218 þúsund krónur. Hagnaður umfram halla er því 9.170 þúsund krónur. Erlendur Einarsson forstjóri ritar að vanda ávarp í ársskýrsl- una. Þar dregur hann m.a. saman nokkur lykilatriði úr rekstrarnið- urstöðu síðasta árs, og ræðir síðan þá erfiðleika sem við er að stríða í iðnrekstrinum, ásamt þeim blik- um sem eru á lofti vegna harðn- andi samkeppni Kanadamanna í sölu sjávarafurða á Bandaríkja- markaði, og einnig vegna hins skyndilega samdráttar sem hefur orðið á útflutningsmörkuðum fyrir dilkakjöt. Síðan segir Er- lendur: „Þegar þetta er skrifað syrtir mjög í álinn í íslensku efna- hagslífi. Ef ekki koma óvænt höpp, sem vart eru sjáanleg, hlýt- ur einhver lífskjaraskerðing að eiga sér stað. Spurningin verður því hvernig helst skuli brugðist við vandamálunum, aflabrestin- um, markaðserfiðleikunum, hinni veiku stöðu útfluttnings- atvinnuveganna, samfara hinni miklu verðbólgu. Fyrstu viðbrögð verða að vera 6 - DAGUR - 22. júní 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.