Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 22.06.1982, Blaðsíða 7
Vigdís Finnbogadóttir í ræðustól. Mynd: K.G.A. nam íum þau að tryggja undirstöðu- atvinnuvegunum rekstrargrund- völl. Jafnframt þarf að sýna aukna aðgæslu í fjármálum og spara í rekstri eins og frekast er unnt. Á þetta bæði við um ríkið og atvinnurekstur allmennt. En mestu varðar þó að takast megi að ná verðbólgunni niður. Þegar syrtir í álinn er það verðbólgan sem margfaldar vandann. Það er ekki síst hinn hái fjármagnskostn- aður, sem nú gerir það að verkum að taprekstur setur allt í strand á skömmum tíma. Það yrði gæfa þjóðarinnar að verðbólgan næðist niður á svipað stig og er hjá aðal- viðskiptaþjóðum okkar, en gæfu- leysi hinsvegar ef blásið verður Séð yfir fundarsalinn í Hótel Húsavík. Mynd: Kristján Pétur. nú í verðbólguglóðina." *&*$£&«*** VvreY*109 Til samvinnuhreyfingarinnar á íslandi teljast sambandskaupfélögin, Sam- band íslenskra samvinnufélaga, eign- ar- og samstarfsfélög þessara aðila og þau fyrirtœki önnur, sem eru að meiri- hluta í eigu samvinnufélaganna. Enn- fremur önnur samvinnufélög, sem að- hyllast stefnuskrá þessa. Samvinnuhreyfingin byggir á því, að samstarf frjálsra einstaklinga í sam- vinnufélögunum sé öðru fremur væn- legt til að tryggja almenningi réttláta viðskiptahœtti og bœtt lífskjör. Hún er andstœða fjármagnshringa og einok- unar. Öll samvinnufélög skulu annast fræðslu fyrir félagsmenn sína, kjörna trúnaðarmenn, starfsmenn og allan al- menning um grundvallarreglur og starfsvenjur samvinnuhreyfingarinn- ar, bæði hina viðskiptalegu og félags- legu hlið hennar. Með samvinnustarfinu skal leitast við að skapa sannvirði vöru og þjón- ustu og jafnrétti í viðskiptum ogfélags- lífi, og bœta þannig lífskjör, svo og að efla samhug og umburðarlyndi. Samvinnufélögin eru opin öllum og þeim er stjórnað eftir lýðræðislegum leiðum. Samvinnufólkið á það fjár- magn sameiginlega, sem félögin eiga og nota til viðskipta og þjónustu, eða til þess atvinnurekstrar, sem þau hafa með höndum. Samvinnuhreyfingin telur, að rekstr- arform samvinnufélaganna, sem byggt er á Rochdale-reglunum, sé œskileg- asta og farsœlasta leiðin til lausnar á fjölmörgum viðfangsefnum. Til greina kemur þó samstarf við aðila, sem utan við samvinnuhreyfingunastanda, t.d. í formi sameignarfélaga eða hlutafé- laga. Á þetta einkum við um hin stœrri viðfangsefni sem ríki, sveitarfélög og önnur almannasamtök vinna að. Á það skal lögð áhersla, að í því sam- starfi séu virt grundvallarsjónarmið samvinnufélaganna. Samvinnuhreyfingin er sameiginleg hreyfing framleiðenda og neytenda. Þó ber að hafa í huga, að allir félagsmenn hennar eru neytendur. Hún leggur áherslu á neytendafrœðslu og vöru- vöndun og á samleið á því sviði með hverjum þeim félagsskap, sem gætir hagsmuna neytenda. 22. júní 1982 - DAGUR -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.