Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 5
r
Steikt á glódum
MATUR
Margrét Kristinsdóttir
að þykkt
salt og nýmalaður pipar
4 tsk. franskt sinnep
4 msk. púðursykur
Kryddið kótiletturnar vel með
salti og pipar. Smyrjið þær öðr-
um megin fyrst með helmingin-
um af sinnepinu og sykrinum og
glóðið í 4-7 mínútur. Snúið
þeim við og smyrjið þær hinum
megin og glóðið álíka lengi.
Bakaðar eða glóðaðar kartöflur
með sýrðum rjóma bragðast af-
bragðs vel með.
Hamborgarar
með kornflögum og osti
500 g nautahakk
50 grifinn ostur
1 laukur, fínt saxaður
4 msk. gróft muldar korn-
flögur (corn flakes)
nokkrir dropar af Worchest-
ershire-sósu
salt og nýr pipar
Blandið öllu saman, mótið 8
kökur úr deiginu, kælið þær vel
og glóðið svo. Penslið e.t.v. með
ögn af olíu. Hamborgarana má
svo setja í volga brauðhnúða eða
setja ostsneið ofan á þá, þegar
þeim er snúið við og bera þá
fram með hrásalati.
Bragðsterk sósa með
glóðuðum kjötréttum
25 gsmjör
1 laukur, saxaður
1 hvítlaukshólf, saxað
2 msk. vínedik
1 'k dl soð
1 msk. sinnep
2 msk. púðursykur
1 sítrónusneið
1 lárviðarlauf
ögn af cayenne-pipar
2 msk. Worchestershire-sósa
6msk. tómatsósa
2msk. tómatpuré
salt, pipar
Látið laukana krauma í smjör-
inu um stund. Bætið ediki, soði,
sinnepi, sykri, sítrónusneið,
lárviðarlaufi og cayenne-pipar í
og látið malla í 15 mín. Bætið þá
því sem eftir er út í og sjóðið
áfram í 5-10 mín. Veiðið sítr-
ónusneiðina og lárviðarlaufið
upp úr áður en sósan er borin
fram.
Á blíðviðrissumardegi jaínast
ekkert á við ilm af mat, sem
steiktur er á glóðum utan dyra.
Hvort sem við höfum stóran
garð eða aðeins svalirnar, má
nýta sér stór eða smá glóðar-
tæki. Sumir eru meistarar við
útiglóðina, aðrir hafa fengist lít-
ils háttar við hana og enn aðrir
eru byrjendur. Það gildir með
þetta verk sem svo mörg önnur,
að æfingin skapar meistarann og
oft er það svo, að enginn verður
óbarinn biskup. Það er alltaf
heldur leiðinlegt að þurfa að
læra af mistökum sínum. Byrj-
endum til sáluhjálpar eru því hér
nokkur almenn ráð.
1) Gáðuað, við kaup á glóðar-
tæki, að loftrásir séu í eld-
holinu og að ristin sé færan-
leg. Þú þarft nefnilega að
geta haft þynnri stykki nær
glóðinni, en þykkri fjær
henni - engar brunarústir
að utan og hrámeti að
innan!
2) Lestu vel leiðbeiningar,
sem fylgja glóðartækinu,
kolunum og kveikileginum.
3) Kveiktu í kolunum um það
bil tuttugu mínútum áður
en þú ætlar að glóða, þvf að
þú byrjar ekki fyrr en glóð
er komin í kolin og þau orð-
in öskuhrímug að utan.
4) Smyrðu ristina með olíu
fyrir notkun, þá festist
síður við hana og auðveld-
ara er að þrífa hana á eftir.
5) Hafðu vatn í könnu hjá þér
til að slökkva loga, sem
stundum blossa upp, þegar
feiti lekur úr kjötinu niður á
glóðina.
6) Notaðu svuntu og leppa úr
bómull, ekki gerviefni, svo
að þú standir ekki í björtu
báli, ef vindgustur feykir
neista á þig!
7) Gáðu vel að því, að allt
frost sé farið úr hráefninu,
því að annars getur þú ekki
búist við góðum árangri.
8) Byrjaðu með einfaldar
uppskriftir og færðu þig svo
smátt og smátt upp á skaftið
- það er nóg til af upp-
skrifta- og leiðbeininga-
bæklingum á þessu sviði.
9) Fylgstu vel með matnum á
glóðinni, færðu hann til og
snúðu við eftir þörfum, not-
aðu góða töng, aldrei
gaffal, frekar þá spaða eða
skeið.
10) Kolin eru orðin dýr, en
minnstu þess, að ef eitthvað
er eftir óbrunnið, þegar þú
ert búin að glóða, getur þú
slökkt í með vatni, þurrkað
og notað afganginn seinna.
Nokkrar uppáhalds-
uppskriftir
Kryddlögur:
4 msk. soyasósa
2 msk. hunang
4 msk. sherry
'k tsk. kanell
(4 tsk. negull
4 msk. kalt te
1 hvítlaukshólf, saxað
Blandið öllu saman og leggið
t.d. svínarif, svínakótilettur eða
sneiðar í löginn í 2-8 klst. eftir
þykkt. Fleiri kjöttegundir koma
til greina, svo sem kálfakjöt,
lambakjöt og nautakjöt.
Yeislumatur
úr ungkálfakjöti
Kryddlögur:
4 msk. olífu- eða salatolía
4 msk. soyasósa
2pressuð hvítlaukshólf
2 msk. tómatsósa
1 msk. edik
'A tsk. nýmalaður pipar
Skerið teningslaga bita úr kálfa-
kjöti og leggið í löginn í 6-8 klst.
Stráið salti yfir, þræðið kjötbit-
ana upp á teina með ferskri
papriku í bitum. Penslið með
kryddleginum öðru hverju. Gott
er að bera soðin hrísgrjón og
heitt brauð með. Algjört sælgæti
er að setja saffran saman við
grjónin og láta það sjóða með,
en það gerir réttinn mun dýrari.
Hér kemur ein fyrir meistarana
til að spreyta sig á:
Fylltar útbeinaðar
kj úklingabringur
40 gsmjör
1 lítill laukur, saxaður
125 g hrísgrjón
1 tsk. turmerik eða 'A tsk.
saffran
1 lárviðarlauf
3 negulnaglar
2 heilar kardemommur
salt
3 dl vatn
4 kjúklingabringur, útbein-
aðar og barðar til með buff-
hamri
Látið laukinn krauma í smjör-
inu, bætið öðrum efnum í og
sjóðið, þar til vatnið er horfið.
Setjið dálitla fyllingu á hverja
bringu, vefjið saman og stingið
teini í gegn. Penslið með dálítilli
olíu, salti og pipar og glóðið.
Reynið að snúa teinunum ekki
nema einu sinni til þess að ekki
hrynji of mikið af fyllingunni út.
Það sem afgangs var af fylling-
unni er svo borið með ásamt sal-
ati og heitu brauði.
Óvenjulegar
lambakótilettur
4 þverkótilettur 2V2-3ja cm
25. júní 1982 - DAGUR - 5