Dagur - 07.09.1982, Page 8

Dagur - 07.09.1982, Page 8
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hafnarstræti 86, 1. hæð, Akureyri, þingl. eign Jó- hönnu Jóhannesdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Ak- ureyrar, veðdeildar Landsbanka Islands, Gunnars Sólnes hrl., Hilmars Ingimarssonar hrl. og Guðmundar Markússonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 10. september nk. kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hafnarstræti 37, kjallari, Akureyri, þingl. eign Steinars Marinóssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 10. september nk. kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 28. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Bröttuhlíð 9, Akureyri, þingl. eign Sævars Vigfús- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 10. september 1982 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982á fasteigninni Einholti 8g, Akureyri, þingl. eign Davíðs Þ. Krist- jánssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 10. september 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 83. og 87. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á fasteigninni Hafnarstræti 88, Akureyri, talin eign Pálma Björns- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands veðdeild, bæjar- gjaldkerans á Akureyri og Tryggingastofnunar ríkisins á eign- inni sjálfri föstudaginn 10. september nk. kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Vallargerði 2f, Akureyri, þingl. eign Haraldar Árna- sonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 10. september 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. KARTELL nýtt á íslandi Örkin hans Nóa hefur hafið innflutning á nýrri tegund hús- gagna. Þau eru frá ítalska fyrir- Bifhjóli stolið Á laugardagskvöldið á milli kl. 21 og 24 var léttu bifhjóli stolið frá Utvegsbankahúsinu í Hafn- arstræti á Akureyri. Þetta er rautt Yamaha hjól, skrásetn- ingarnúmer A-383. Ekkert hefur spurst til hjólsins síðan, og eru allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar varðandi þennan þjófnað beðnir um að láta rannsóknarlögregluna á Akureyri vita. tækinu Kartell, og hafa ekki verið flutt til íslands áður. Húsgögnin eru úr plasti, bæði stólar, borð, fatahengi, kommóð- ur, klappstólar, öskubakkar, pennabakkar, barnahúsgögn - t.d. fyrir barnaheimili - blóma- pottar, speglar, bókastoðir og margt fleira. Stólarnir eru ekki bólstraðir heldur formaðir fyrir líkamann þannig að vel fer um þann sem í þeim situr. Sumum tegundum stólanna er hægt að stafla saman svo að lítið fer fyrir þeim. Húsgagnaeiningum, t.d. kommóðum, má raða saman á marga mismunandi vegu. Hús- gögn þessi henta vel á sjúkrahús og sambærilegar stofnanir. Miðað við aðrar húsgagnategundir er verð þessarar nýju tegundar í meðallagi. Kálfaslátrun Frá og með föstudeginum 24. september nk. verð- ur smákálfum slátrað á föstudögum þar til annað verður ákveðið. Síðustu mánudags- og þriðjudags slátranir verða 13. og 14. september. Sláturhús KEA Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Haustinnritun fer fram í Tónlistarskólanum, Hafnar- stræti 81, dagana 8.-10. september kl. 13-17. Kennt verður á allar tegundir blásturshljóðfæra, ásláttar- hljóðfæri, strokhljóðfæri, píanó, orgel, gítarog harmonikku. Auk þess verður kenndur söngur og forskóladeild starfar. Nemendur eru beðnir að hafa með sér stundaskrár úr öðr- um skólum og umsóknir frá vorinu óskast staðfestar. Skólasetning ferfram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. september. Skólastjóri. Viðtalstímar á miðvikudögum Ákveðið hefur verið að viðtals- tímar bæjarfulltrúa verði á mið- vikudögum frá klukkan 20-22. Fyrsti viðtalstíminn verður á mið- vikudag 15. september. Þóknun til bæjarfulltrúa verður eins og fy rir almenna nefndarfundi. Hvítabjörn í heimsókn Danska eftirlitsskipið Hvid- björnen kemur í heimsókn til Akureyrar 9. sept. nk. og mun dvelja hér í 3 daga. Yfirmaður skipsins er komm- andörkaptajn S. Broberg. Nýja símanúmerið mitt er 24550. Dansskóli Sigvalda. Opið í hádeginu. Passamyndir. Tilbúnar strax. nonðun mynd LJÓIMVN DASTOM Sfmi 96-22807 ■ Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri mmmmmmmmm^—m—m Sjötugur: Jóhann Salberg Guðmundsson Sýslumaður Skagfirðinga, Jóhann Salberg Guðmundsson, stendur nú á sjötugu. Jóhann hóf feril sinn ungur maður, sem sýslumaður Stranda- manna. Sýslumaður Skagfirðinga varð hann 1956, þegar Sigurður Sig- urðsson, sem lengi hafði verið sýslu- maður Skagafjarðarsýslu lét af störfum. Starfsferill Jóhanns Sal- bergs er einstakur. Hann hefur helg- að sitt starf að vera í forystu fyrir sín héruð, fyrst á Ströndum og síðan í Skagafirði. Með Jóhanni hverfur einn af hinum gömlu og gegnu sýslu- mönnum, sem miklu frekar er hér- aðshöfðingi og mannasættir, sem lætur sig öllu varða velferð héraðs og íbúa þess, frekar en að helga sig vél- rænum verkefnum dómarans ög fó- getans. Ekki þarf að undra þótt skarð verði fyrir skildi hjá Skagfirð- ingum, þegar jafn ástsæll og gróinn héraðshöfðingi sleppur umsýslu sinni. Klukkan er komin og taflið er búið í tímatali því, sem ákvarðar starfsaldurembættismanna. Þetta er kaldur dómur og engan veginn sárs- aukalaus, en lög eru lög og regla er regla, sem kveður á um leikslok, án tillits til einstaklingsins. Við Jóhann Salberg Guðmunds- son munum hafa kynnst fyrir tilvilj- un á biðstofu í Stjórnarráðinu á ár- inu 1956. Veruleg kynni tókust ekki með okkur fyrr en ég tók við störfum hjá Fjórðungssambandi Norðlend- inga 1971. Svo hagartil uppbyggingu Fjórðungssambandsins, að sýslufé- lög Norðurlands eiga aðild að sam- bandinu. Þessi háttur hefur verið frá upphafi. Segja má að sýslurnar hafi alla tíð verið hjarl sambandsins, sem voru frumkvöðlar að stofnun þess, ásamt bæjarfélögum. Það hefur ver- ið tvímælalaust styrkur fyrir sam- bandið að sýslumenn hafa setið í æðstu stjórn þess og haft afgerandi áhrif á gang mála. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skag- firðinga, er einn þeirra sýslumanna, sem lagt hafa hér drjúga hönd á verk að sameina byggðir Norðurlands í einu slíku sambandi, þar sem byggð stendur með byggð, á grundvelli hinnar rótföstu héraðaskiptingar Norðurlands. Hann hefur haldið sinni sýslu fram til jafnræðis við önn- ur héruð og látið sig miklu varða um velferðarmál, sem héraðið hefur staðið saman um. Sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu hefur sameinað hrepp- ana til samstarfs við Sauðárkróksbæ um heilbrigðismálefni, um málefni aldraðra og um brunavarnir. Á sviði heilbrigðisþjónustu og í málefnum aldraðra hafa bær og sýsla staðið órofa að átökum, sem öllu Skaga- fjarðarhéraði er til sæmdar og öðrum héruðum til eftirbreytni. Eitt þeirra málefna sem hvílt hefur á sýslunefnd Skagafjarðar, og ekki síst á oddvita hennar,er gamli draumurinn um hér- aðsskóla Skagfirðinga í Varmahlíð. Nú hefur þessi hugmynd aðlagað sig hinum nýja tíma. f Varmahlíð er kominn barna- og unglingaskóli, sem í senn er grunnskóli fyrir megin- hluta héraðsins og neðstu bekki í Jóhann Salberg Guðmundsson. framhaldsskólakerfinu. Með Varmahlíð hafa Skagfirðingar eign- ast sitt höfuðból svei.tanna, sem er hliðstætt við uppbyggingu Lauga í Þingeyjarsýslu. Við Varmahlíð liggja vegir til allra átta. Þar eru krossgötur. Hefði ekki komið til samstaða um Varmahlíð væri þar ekki risið myndarlegt þorp og enginn legði lykkju á leið sína af hinum beina og breiða vegi yfir þveran Skagafjörð. Ekki er vafamál að hér sem oftar hefur oltið á forystu þess manns, sem stöðu sinnar vegna var oddviti Skagfirðinga. Málin hafa verið leyst með friði og réttsýni, þar sem gætt hefur verið sanngirni í sam- skiptum sveitanna og hins ört vax- andi bæjar, þannig að þrátt fyrir deildar meiningar um staðsetningu einstakra mannvirkja hefur skapast vaxandi samstaða. Jóhann Salberg Guðmundsson hefur jafnan átt sæti í fjórðungsráði, þau ár sem ég hefi starfað við Fjórð- ungssamband Norðlendinga og verið formaður þess. Hann hefur látið sér annt um sambandið og staðið vörð um það í hvívetna og átt drjúgan þátt í að auka samheldni um það. Hann hefur staðið vörð um hagsmuni sveit- anna án þess að vera andstæður þétt- býlinu. Hann er maður samstarfs og sátta í samskiptum þéttbýlis og sveita. Þetta markaði störf hans í Fjórðungssambandinu. Það hefur verið deilt á Fjórðungssambandið að hefja sýslumenn, sem embættismenn ríkisins, til hávega í samtökunum. Það skal á engan hallað þótt sagt sé hér afdráttarlaust, að án sýslumanna Norðlendinga hefði Fjórðungssam- band Norðlendinga verið svipminni samtök en ella, og án þeirra hefði ekki tekist sú samvinna, sem á sér stað milli sveita og þéttbýlis, sem einkennir norðlenskt sveitarstjóm- arlíf. Seta Jóhanns Salbergs Guð- mundssonar í fjórðungsráði sannar að sú stefna var heillavænleg að saman færu í einum samtökum sýslur og sveitarfélög. Hann var málsvari þeirrar stefnu að saman starfi byggð með byggð, bæði innan héraða og í fjórðungnum í heild. Nú í leikslokin vil ég færa Jóhanni Salberg Guð- mundssyni bestu óskir á örlagaríkum tímamótum ævinnar frá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga. Persónu- lega færi ég Jóhanni og fjölskyldu hans hlýjar kveðjur mínar og minna, með bestu óskum um framtíð alla á nýjum vettvangi, að loknum löngum starfsdegi. Áskell Einarsson. 8-DAGUR—7.8eptember1^82;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.