Dagur - 05.10.1982, Page 7
ög vel
iér“
þetta rólegra og hægt að veita
sér þann munað að sofa leneur.“
- Hafa orlofshúsin ekkert
verið leigð út yfir vetrarmánuð-
ina?
„Húsin eru leigð út um helgar
og aðsókn er að aukast. F>á er
t.d. alltaf yfirfullt um páskana í
þeim 16-18 húsum sem við leigj-
um út á þeim tíma. Hér er líka
endalaust hægt að finna sér eitt-
hvað að gera hvort sem er um
vetur eða sumar. Hér er kjörið
gönguland í allar áttir, náttúru-
fegurð mikil, og á veturna er til-
valið að ganga hér um á skíðum
eða renna sér í brekkunum hér
fyrir ofan.“
Þau hjónin reka verslun á
staðnum yfir sumartímann. Það
hefur aðallega komið í hlut Hlíf-
ar að sjá um þann þátt, og ber
hún því titilinn verslunarstjóri í
þessu útibúi Kaupfélags Sval-
barðseyrar. Þar er reynt að hafa
á boðstólum allar nauðsynjar
sem fólk í orlofshúsunum gæti
þarfnast.
Og þá er aðeins eftir að minn-
ast á son þeirra hjóna. Hann er 9
ára og heitir Guðmundur Örn.
Hann unir sér greinilega vel að
Illugastöðum, en hann var eins
árs er foreldrar hans fluttu
þangað. Skóla sækir hann að
Stóru-Tjörnum og kemur skóla-
bíll eftir honum þrisvar í viku.
Að lokum spurðum við þau hjón
hvort þau væru nokkuð að hugsa
um að breyta til og flytja burt.
„Við erum alls ekki tilbúin til
þess. Við höfum kunnað mjög
vel við okkur hér þótt starfið sé
bindandi. Við getum t.d. ekki
farið frá yfir sumarið án þess að
fá einhvern fyrir okkur sem get-
ur litið eftir hlutunum, og það
þarf helst að vera maður sem
þekkir eitthvað til á staðnum.
Við tökum bæði þátt í féiagslífi
sem er blómlegt hér í sveitinni,
og ég er t.d. í stjórn Ungmenna-
félagsins Bjarma," sagði Jón
Óskarsson að lokum.
Unnur og Geirþrúður í eldhúsinu.
„Aðstaðan til
fyrirmyndar“
í eldhúsi „Kjarnahússins" að
Illugastöðum hittum við þær
Unni Björnsdóttur og Geir-
þrúði Brynjólfsdóttur þar sem
þær voru í óða önn að hafa til
kaffí og meðlæti fyrir þátttak-
endur í námskeiði trúnaðar-
manna á vinnustöðum sem
haldið var í síðustu viku.
„Þetta er annað námskeiðið
sem hér hefur verið haldið,"
sagði Unnur en hún veitir eld-
húsinu forsöðu. „Aðstaðan hér
er mjög góð og á enn eftir að
batna þegar öll tæki verða
komin. Eins og þú sérð er ákaf-
lega rúmgott hér og öllu hagan-
lega fyrir komið og er óhætt að
segja að aðstaðan sé til fyrir-
myndar.“
- Munið þið starfa hér þegar
farið verður að nýta þetta hús
meira en verið hefur til þessa?
„Málið er nú ekki komið á það
stig en ætli það verði nokkur
vandræði með að fá fólk til starfa
hér, ég get ekki ímyndað mér
það,“ sagði Unnur. „Það hefur
ekkert verið ákveðið varðandi
það.“
Það kom fram í spjalli okkar
við þær Unni og Geirþrúði að
þær hafa báðar starfað lengi í
verkalýðshreyfingunni. Báðar
hafa þær setið í stjórn Einingar
og eru nú í trúnaðarráði félags-
ins.
5. október 1982 - DAGUR - 7