Dagur - 26.10.1982, Page 4

Dagur - 26.10.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON • ÐLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Aðhald án misræmis í kjördæmismálaályktun sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra, sem haldið var á Húsa- vík 15.-16. október segir meðal annarsáþessa leið: „Kjördæmisþing. . . leggur áherslu á þann grundvallarboðskap Framsóknarflokksins að tryggja öfluga landsbyggðarstefnu sem hefur að markmiði jöfnuð með landsmönnum, hvar sem þeir búa og að treysta jafnvægi í byggð landsins. Þannig séu fólki búin skilyrði til þess að lifa og starfa í því umhverfi sem það kýs sér. Á áratugnum 1971-1981 sem oft hefur verið nefndur „Framsóknaráratugurinn“ hefurnán- ast átt sér stað bylting í uppbyggingu atvinnulífsins. Samvinnuhreyfingin hefur ver- ið burðarásinn í atvinnuuppbyggingunni í eitt hundrað ár og er nú kjölfestan í atvinnulífi kjördæmisins. Á þessum áratug hafa einnig orðið miklar framfarir á sviði mennta-, heilbrigðis- og fé- lagsmála. í kjölfar þessarar uppbyggingar snérist bú- setuþróunin landsbnyggðinni í hag. Þingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fylgja landsbyggðarstefnu fast eftir og minnir á að þó mikið hafi áunnist skortir enn verulega á að allir þegnar þjóðfélagsins búi við sömu lífsskilyrði og mörg samfélgsleg verkefni eru enn óunnin. Kjördæmisþingi er ljóst að aðgátar er þörf í ríkisfjármálum en aðhald má ekki auka mis- ræmi í þjóðfélaginu. “ Samgöngumál Varðandi samgöngumál segir síðan í kjör- dæmismálaályktuninni: „Góðar samgöngur er ein meginundirstaða öflugrar landsbyggð- arstefnu og forsenda fyrir traustri búsetu og efnahagslegum framförum í kjördæminu. Því fagnar þingið þeim mikilvægu áföngum sem náðst hafa í vegamálum kjördæmisins. Þingið lýsir stuðningi við þá stefnu sem fram er sett í þingsályktun um langtímaáætlun í vegagerð. Þingið leggur áherslu á að jafnframt því sem stofnbrautir verða byggðar upp og lagðar bundnu slitlagi sé haldið áfram upp- byggingu þjóðbrauta í kjördæminu. Kaupstaðir og kauptún í kjördæminu byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Því er það mjög brýnt hagsmunamál íbúa þessara staða að hafnarskilyrði verði bætt og leggur þingið áherslu á áframhaldandi fram- kvæmdir á því sviði en mikilla úrbóta er þörf. Áfram verði haldið framkvæmdum við flug- velli í kjördæminu. Þingið leggur megin- áherslu á bættan og aukinn örygisbúnað og lagfæringu flugbrauta en jafnframt verði lag- fært hið bágborna húsnæði sem farþegum er boðið upp á víðast hvar. “ 89 iðnaðarmenn hafa fenqið uppsagnarbréf - „Munum halda áfram að þrýsta á stjórnvöld um meira framkvæmdafé,“ segir Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar Akureyrar „Það sem hægt er að segja á þessu stigi er það að atvinnu- horfur virðast vera nánast óbreyttar frá því sem var er. við gerðum okkar könnun í sumar,“ sagði Marinó Jóns- son hjá Meistarafélagi bygg- ingamanna á Akureyri í sam- tali við Dag er hann var spurð- ur um niðurstöður atvinnu- málakönnunar þeirrar er Landssamband iðnaðar- manna og Meistarasamband byggingamanna hafa staðið fyrir að undanförnu. Engin verkefni „Það hafa engin verkefni bæst við síðan í september. Það sem hefur fyrst og fremst gert það að verkum að atvinna hefur haldist þessa mánuði er sú góða tíð er verið hefur. Mest hefur hún þó haft áhrif á vinnu múrara er litla sem enga vinnu hefðu ella haft sumir hverjir. Á fundi á miðvikudagsmorg- un með atvinnumálanefnd Ak- ureyrarbæjar skýrðum við Ing- ólfur Jónsson formaður Meist- arafélagsins frá niðurstöðum þessarar könnunar hvað varðar Akureyri. Hér á Akureyri er um mikinn samdrátt að ræða, sér- staklega hjá pípulagninga - mönnum og múrurum og ekki sýnileg batamerki þar á. Það er svo í höndum atvinnu- málanefndar og bæjarstjórnar hvaða stefna verður tekin, við erum einungis að gera þessa könnun til þess að þessir aðilar fái skýra mynd af ástandinu eins og það er. Við teljum það skyldu okkar að láta atvinnumálanefnd vita af slíku.“ Vandanum velt áfram Skýrsla frá Landssambandi iðnaðarmanna um horfur í bygg- ingariðnaði á Norðurlandi mun væntanlega líggja fyrir áður en langt um líður. En samkvæmt því sem liggur nú fyrir og varðar Akureyri þá virðist það einungis staðfesta það ástand sem var að skapast í sumar, vandanum er einungis velt áfram. „Það eru hvorki fleiri eða færri en 89 iðnaðarmenn á Ak- ureyri sem hefur verið sagt upp vinnu, og eru þetta menn sem hafa unnið hjá stærri verktökun- um. Þar að auki eru svo minni verktakar sem segja ekki upp vegna þess að oft eru þetta tveir eða þrír menn sem vinna saman og eiga viðkomandi fyrirtæki. Þessir menn geta einfaldlega ekki annað en hætt eins og átt hefur sér stað hjá pípulagn- ingamönnum. Það eru fimm pípulagningamenn hættir nú í haust og farnir í annað. Þrír hættu á síðasta ári og þremur er búið að segja upp nú í haust. Fái þeir ekki vinnu í sinni iðngrein þá þýðir þetta 40% fækkun í þessari einu iðngrein á tæpum tveimur árum. Og því miður er ekkert sem bendir til þess að þetta ástand sé að breytast,“ sagði Marinó. — Gerum allt sem við getum „Niðurstöður þessarar könn- unar virðast staðfesta að veru- legu leyti það sem um var rætt í sumar þótt að vísu virðist hafa orðið breyting á vegna góðrar tíðar í haust. Það hefur eitthvað tínst til af verkefnum, en alls ekki nægjanlegt til að tryggja atvinnuöryggi þeirra manna sem í byggingariðnaði vinna,“ sagði Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar Akureyr- arbæjar. „Atvinnumálanefndin mun halda áfram að vinna því skiln- ing og þrýsta á stjórnvöld um að við þurfum , meira fram- kvæmdafé til að halda uppi atvinnu fyrir þá sem við þetta starfa hér á Akureyri. Atvinnu- málanefndin hefur þegar haft samband við Forsætisráðuneyt- ið og málin eru í athugun þar. Undirbúningur fyrir fjárlög næsta árs stendur yfir og við höf- um upplýst okkar þingmenn um hvað er hér á seyði og þeir munu fá upplýsingar um þessa könnun. Það er óhætt að segja að við gerum allt sem við getum til að þrýsta á þá aðila sem ráða skiptingu þessa fjármagns og að þeir geri sér ljóst við hvaða vanda er hér að eiga,“ sagði Jón. 4 - DAGUR - 26. október 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.