Dagur - 17.12.1982, Síða 10

Dagur - 17.12.1982, Síða 10
Rætt við Harald Gíslason, mjólkursamlagsstjóra á Húsavík Á íslandi hefur löngum verirt til fólk meö miklar frásagnagáliir »g góftar. AA hlusta á slíkt fólk segja frá getur verirt mikirt ævintýri. Vissulega er slíkt fólk til enn þann dag í dag, þótt tírt- arandans vegna þart skipi kannski ekki þann sess sem þart gerrti fyrir fjölmirtla og afþrey-* ingartækjanna sem tröllrírtaJ þjóðfélaginu í dag. Virtmælandi minn art þessu sinni er vissulega einn af þeim. Frásagnargáfur hefur hann ein- stærtar og skemmtilegar. Hann kom til Húsavíkur, art sunnan, fyrir brártum 36 árum. Art vísu ætlarti hann einungis art vera hér nyrrtra í eitt ár. Hinsvegar högurtu forlögin því svo, eða hvart menn vilja kalla þart, art árin urrtu svo mörg. Hann er Flóamaður i artra ætt en Hreppamartur í hina og er af Bergsætt. Hann fæddist art Haugi í Gaulverjabæjarhreppi 28. apríl árirt 1915. Haraldur Gíslason heitir hann og er mjólkursamlagsstjóri á Húsa- vík. „Byrjaði snemma að vinna fyrir mér“ Ég byrjaði snemma að vinna fyrir mér. það var ekki um neitt annnrt að ræða. Fjölskyldan var stór og peningaráð hennar ekkert of mikil, þótt aldrei liðum við skort. Fjórtán ára gamall réð ég mig upp á hálfan hlut á árabát, sem gerður var út frá Loftstaðasandi. Þar var útræði á fyrri öldum og allt fram á þessa. Það var ekki algengt að svo ungir drengir kæmust til sjós en ég naut þeirra forréttinda vegna frændsemis við Loftstaðafólkið. Þetta var sexæringur og við vorum bæði með línu og færi. Haustið eftir fór ég til Reykjavíkur og réð mig á togarann „Tryggva gamla", hjá Ólafi Ófeigssyni, skipstjóra. - Var ekki erfitt fyrir óharðn- aðan unglinginn að vera togara- sjómaður í þá daga. Ja, ég efast um að nokkrir ung- lingar léti bjóða sér það í dag. Fyrsta túrnum gleymi ég aldrei. Ég var bullandi sjóveikur og hélt engu niðri. Það þýddi samt ekkert að vera með neinn aumingjaskap og einhvern veginn tókst mér að standa vaktina. Þegar ég kom í land þá hét ég sjálfum mér því að fara aldrei aftur á sjóinn. Samt fór það nú svo að eftir fáeina klukkutíma í landi fór égaftur á sjóinn. Það varerfitt að fá skipsrúm í þá daga og lítið um atvinnu í landi, það var því ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram og reyna að spjara sig. Ekki var kaupið hátt, og þar sem ég var aðeins fimmtán ára þurfti ég að láta mér nægja að vera á tæplega hálfum hlut. Á „Tryggva gamla" varég hálft ann- að ár. Þá réð ég mig á annan tog- ara, „Ver", sem einnig var gerður út frá Reykjavík. Þar var ég eina vertíð sem kyndari. Þar sem mig vantaði tvo mánuði upp á það að vera sextán ára, og ekki mátti ráða yngri mann sem kyndara, voru málin leyst á þann hátt að ég var skráður hjálparkokkur þessa tvo mánuði. Þarna hafði ég fínastá kaup því laun kyndara þóttu með því betra á þeirri tíð, það var um 350 krón- ur á mánuði. Þá tíðkáðist ekki að taka út launin sín jafnóðum. Ég fékk peninga fyrir fötum og þess háttar, en endanlegt uppgjör í lok vertíðar. Ég man það enn að ég fékk útborgað 1300 krónur. Mér fannst ég ríkur maður og gæti jafnvel keypt alla Reykjavt'k. Þessa peninga tók ég með heim og afhenti föður mínum þá, eins og siður var í minni sveit og víðar á Suðurlandi á þeim tíma. Vertíðina 1933-1934 varégenn í Reykjavík, á bát sem gerður var út á línuveiðar. Ég ætlaði að frejsta gæfunnar, vinna mér inn mikla peninga og fara síðan í Stýrimannaskólann, var meira að segja búinn að fá þarskólavist. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Línuveiðarnar brugðust gersam- lcga, og eftir fjögurra mánaða törn, stóð ég uppi með hcilar 150 krónur. Útgerðin fórá hausinn og bankinn hirti allt góssið. Ég hélt heim til föðurhúsanna með þessar fáu krónur mínar. Draumurinn um stýrimannaskólann var úti, og þar með var sjómennsku minni lokið. Lærlingur í Mjólkur- búi Flóamanna Meðan ég var á sjónum, var nokkrum sinnum búið að bjóða mér að gerast lærlingur í Mjólkur- búi Flóamanna. Ég hafði alltaf neitað þessu boði, bæði vegna þess að sjórinn heillaði mig meira og kannski ekki síður það að ég hafði heyrt að vinnuharkan þar væri slík, að enginn maður tylldi þar stundinni lengur. Nú, þar sem ég var búinn að afskrifa sjóinn og hafði ekkert fyrir stafni, sló ég til og gerðist lærlingur í mjólkurbúinu. Þetta með vinnuhörkuna í MBF var engin lygi, ég kynntist þvt' strax. Mjólkurbústjórinn, sem var danskur og hét Jörgensen, var harður húsbóndi. Hann var sjálf- ur alinn upp við gríðarlega vinnu- hörku, og það mátti hann eiga að ekki hlífði hann sjálfum sér. Við byrjuðum vinnudaginn klukkan fjögur á morgnana og unnum til kl. 6 og 7 á kvöldin. Þá fengum við smá hlé, svona rétt til þess að borða og ná andanum. Klukkan hálf átta á kvöldin tók svo skrif- stofuvinnan við, oft fram til kl. ellefu. Það tíðkaðist ekki á þeim bænum að ráða sérstakt fólk til skrifstofustarfa. Vorið 1935 fóru starfsmenn MBF í verkfall. Ekki voru það nú launamálin sem urðu þess vald- andi. Nei, það var þessi óheyri- lega langi vinnutími, sem gersam- lega var að drepa okkur, sem or- sakaði þetta verkfall. Við heimt- uðum einhverjar úrbætur og það dugði ekkert nema verkfall. Þetta fyrsta verkfall, og það eina sem ég hef tekið þátt í um dagana, stóð ekki lengi yfir. Eftir þrjá tíma hóf- um við störf að nýju. Og árangur- inn? Jú, hann var „verulegur". Vinnutíminn styttist niður í 10 tíma, (allt í dagvinnu, að sjálf- sögðu) og skrifstofuvinnan skyldi eftirleiðis aðeins vera á tímanum milli 4 og 7 á daginn, eftir því hve mikil verkefni lægju fyrir í hvert og eitt sinn. I þessi tvö ár sem ég var lærlingur í MBF fékk ég að- eins frí í 24 daga. Nám í Danmörku Eftir tveggja ára verklegt nám í MBF hélt ég utan til Danmerkur til frekara náms. í verklegu námi var ég í tvö ár, í tveimur mjólkur- samlögum, og síðan tók við bók- legt nám í skólanum í níu mánuði. Ég var ákaflega heppinn með vinnuveitendur í Danmörku. Annar bústjórinn var að vísu afar strangur og skammaðist og reifst í tíma og ótíma, en engu að síður var hann vænsti karl. Það var hann sem kom mér inn á skólann, því þegar ég sótti um gjaldeyrisyf- irfærslu til að geta greitt skóla- gjöldin, fékk ég synjun frá gjald- eyrisnefnd hér heima. Þetta var mikið áfall fyrir mig og ég vissi hreint ekki hvað ég átti til bragðs að taka. En mjólkurbústjórinn komst^ að þessum vandræðum mínumr Hann bauðst til að borga skóla- gjöldin þar til úr rættist í peninga- málum mínum. Ég tók þessu góða boði auðvitað fegins hendi og í skólann fór ég. Blessunarlega rættist nú úr þessum málum eftir nokkra mánuði. Gjaldeyrisyfir- færslan kom og ég gat endurgreitt velgerðarmanni mínum pening- 10— DAGUR -17. desember 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.