Dagur - 17.12.1982, Page 18

Dagur - 17.12.1982, Page 18
FRÉTTAANNÁLL FRÉTTAANNÁLL FRÉTT una þar sem æðin sem ber leirinn í holuna er enn virk. 13. . . Bíleigandi nokkur kom að tveimur mönnum á Óseyri á Akur- eyri þar sem þeir voru að stela ben- síni af bíl hans. Bauð hann mönnun- um í ökuferð, og lauk henni á lög- reglustöðinni þar sem verðir laganna tóku á móti þjófunum. 13. . . Á Dalvík er nú að Ijúka malbikunarframkvæmdum í ár. Búið er að malbika 800 lcngdar- metra, og eru þá aðeins eftir af því sem áætlað var að malbika í ár Sogstún, auk viðgerða sem eru tölu- verðar, aðallega við hafnarsvæðið. Eftir það er búið að malbika um 70% af götum bæjarins. 13. . . Kaupfélag Eyfirðinga gerði nú í ágústmánuði upp fullt haust- grundvallarverð við bændur fyrir sauðfjárframleiðsluna 1981. Mun KEA vera fyrsti stóri sláturleyfishaf- inn í landinu sem gerir þetta. 28. . . „Ég tel að uppskeran sé innan við meðallag. Ég gæti trúað að kartöfluuppskeran á Eyjafjarðar- svæðinu sé á bilinu 30 til 40 þúsund tunnur sem er miklu betra en í fyrra,“ sagði Sveinberg Laxdal, kartöflubóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, um kartöfluupp- skeruna í ár. Október 5. . . Stofnfundur Félags aldraðra á Akureyri var haldinn 3. október og er talið að yfir 500 manns hafi setið stofnfundinn sem fram fór í Sjallan- um. Ávörp fluttu m.a. forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirs- son, Gestur Ólafsson og Jón G. Sólnes, sem kjörinn var fyrsti for- maður félagsins. Unnið hefur verið að rannsóknum í Ólafsfjarðarmúla vegna fyrirhugaðra jarðgangna þar. 13. . . Auður Gunnarsdóttir hót- elstjóri á Hótel Húsavík upplýsti að afpantaðar gistinætur í sumar hafi verið um 600 talsins. „Útkoman á rekstri hótelsins er ekki nógu góð því erlendir ferðamenn hafa afpantað geysilega rnikið," sagði Auður. 13. . . Akureyringar hafa nú tog- arann Sólbak fyriraugunum þarsem hann liggur við Torfunefsbryggju. „Það stendur til að selja hann og ég reikna með því að ekki finnist aðrir kaupendur en þeir sem myndu fá hann í brotajárn," sagði Vilhelm Porsteinsson forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. 16. . . Dr. Kristján Eldjárn, fyrr- verandi forseti íslands, lést ásjúkra- liúsi í Bandaríkjunum þar sem hann hafði gengist undir skurðaðgerð. Dr. Kristján var 65 ára að aldri og var fréttin um lát hans harmafregn öllum íslendingum. 21. . . Fremur var hann ungur að árum ökumaðurinn sem lcnti í árekstri í Strandgötu á Akureyri. Hann var tveggja ára en hafði það þó af að starta bíl í gang og aka honum á annan! 21. . . í þessari viku verður byrjað að flytja í nýju heilsugæslustöðina á Ólafsfirði sem verður opnuð form- lega um mánaðamótin. Bygging heilsugæslustöðvarinnar og dvalar- heimilis aldraðra sem er í santa húsi er einhver mesta framkvæmd scm Ólafsfirðingar hafa ráðist í á undan- förnum árum. 23. . . Hagvangur hf. í Reykjavík vann forkönnun á stjórnkerfi Akur- eyrarbæjar sem miðar að endur- skipulagningu stjórnkerfis bæjarins. Eitt af því sem fyrirtækið lagði til í skýrslu sinni að forkönnuninni lok- inni var að nefndum og stjórnum bæjarins verði fækkað úr 50-60 niður í 33. 23. . . Vegna riðu hafa tveir bænd- ur ákveðið að drepa allt sitt fé. Eru það Sturla Sigtryggsson í Keldunesi og Sigurður Magnússon í Lyngási. Þeir drepa til samans 535 kindur. 23. . . Innheimta gjalda til bæjar- sjóðs Akureyrar varð 5% lakari fyrstu átta mánuði ársins en á sama tíma í fyrra en þá gekk innheimtan reyndar óvenju vel. 5. . . Á laugardag var sjósettur nýr togari hjá Slippstöðinni á Akureyri. Hlaut hann nafnið Sléttanes ÍS 108 og er í eigu Fáfnis hf. á Þingeyri. 7. . . „Ástandið er þannig að við fáum ekki nema þriðjung af því hjúkrunarfólki sem við þurfum og höfum heimild til að hafa og þetta er orðið grt'ðarlega mikið vandamál,“ sagði Bjarni Arthursson, forstöðu- maður Kristneshælis. Bjarni sagði að hann hefði auglýst mjög mikið eftir hjúkrunarfólki í blöðum og útvarpi, en án árangurs. 12. . . Geysiskvartettinn frá Akur- eyri sem er skipaður þeim Birgi Snæ- björnssyni, Aðalsteini Jónssyni, Guðmundi Þorsteinssyni og Sigurði Svanbergssyni, hafnaði í 3. sæti á norrænu kvartettamóti sem haldið var í Óðinsvéum í Danmörku. 12. . . Mikið fjaðrafok varð á Siglufirði vegna uppsagnar Jóhanns Möllers sem starfað hefur í áratugi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins þar. Eftir málþóf urðu lyktir þær að upp- sögn Jóhanns var afturkölluð. 21. . . Afli litlu bátanna á Þórs- höfn hefur verið með minna móti að undanförnu, en Stakfellið hefur aflað mjög vel. Togarinn er búinn að vera tvo og hálfan mánuð á veiðum og er búinn að landa tæpum eitt þús- und tonnum á þeim tíma. Bróður- partur aflans er þorskur og hefði tog- arans ekki notið við hefði verið um- talsvert atvinnuleysi á Þórshöfn. 26. . . Fokker-flugvélar Flugleiða ók á Mitsubishi vél Flugfélags Norðurlands á Akureyrarflugvelli. Skemmdir á Fokkernum urðu óveru- legar en nokkrar skemmdir urðu á vél FN. 26. . . Þyngsti dilkur sem vitað er um að slátrað hafi verið í haust vó 34,9 kg. og var honum slátrað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki. Eigandi dilksins var Leifur Þórarinsson, bóndi í Keldudal. Nóvember 2. . . Á aukakjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra sem haldið var á Húsa- vík var kosið um hverjir skulu skipa 6 efstu sæti lista Framsóknarflokks- ins við komandi Alþingiskosningar. Röð 6 efstu varð þessi: Ingvar Gísla- son, Stefán Valgeirsson, Guðmund- ur Bjarnason, Níels Lund, Valgerð- ur Sverrisdóttir og Hákon Hákonar- son. 4. . . Áþriðjudagkom vélbáturinn Bliki E.A. til Dalvíkur úr söluferð til Englands. Reykvíkskir tollverðir komu gagngert til Dalvíkur til að leita t' Blika og höfðu svo sannarlega erindi sem erfiði. Þeir fundu 150 kassa af bjór, tvö myndsegulbands- tæki, kjöt og fleira. Að sögn heimild- armanna Dags fyllti góssið heilan sendiferðabíl. 11. . . Landspjöll voru unnin í Glæsibæjarhreppi er starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins voru þar að störfum við Dalvíkurlínu. Á því svæði sem línan liggur mátti sjá djúp- ar gryfjur fullar af vatni, drullupytti og bratta skurðbakka. Auk þess urðu spjöll á landi þar sem stórvikar vinnuvélar fóru um. 16. . . „Ástandið á fasteignamark- aðnum hefur verið afskaplega dap- urt að undanförnu og það sem farið hefur af íbúðum hefur nær undan- tekningarlaust verið í skiptum,“ sagði fasteignasali á Akureyri í sam- tali við Dag. Starfsbróðir hans einn tók undir þessi orð og bætti við: „Það eru greinilega minni peningar í um- ferð en var.“ 18. . . Geysilegt óveður geysaði á Norðurlandi. Víða var mikið tjón af völdum veðursins en mest varð það í Hrísey og á Siglufirði. í Hrísey braut sjórinn mörg göt í grjótgarð. Á Húsavík fóru menn ekki varhluta af óveðri þessu og þar urðu einnig mikl- ar skemmdir við höfnina. Var þetta ofsaveður eitt það versta sem komið hefur í áratugi. 23. . . „Hlutafjáröflun hefur geng- ið vel og við erum komnir með 35% af þeim 60% sem við þurfum að safna en það eru um 10,5 milljónir króna,“ sagði Þorsteinn Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Steinullar- félagsins á Sauðárkróki, í samtali við Dag. Formlegur stofnfundur Stein ullarfélagsins hf. var svo haldinn á Sauðárkróki á dögunum. 23. . . Menntamálaráðherra vék þeim Sturlu Kristjánssyni, skóla- stjóra Þelamerkurskóla og Kjartani Heiðberg, kennara við sama skóla, frá störfum, en miklar deildur hafa verið við skólann undanfarið og þá aðallega á milli þessara tveggja manna. 30. . . Þann 20. nóvember hafði verið eytt um 150 þúsundum króna í sjómokstur á Akureyri. Þetta er mun minna en á sama tíma í fyrra en þá nam kostnaðurinn við snjómokstur- inn 370 þúsund krónum sem sam- svarar um 585 þúsundum króna á verðlagi í dag. 30. . . Dagur skýrði frá því fyrstur fjölmiðla að um áramótin muni mönnum gefast kostur á því að fá síma í bifreiðar sínar. Til að byrja með verður símakerfi þetta miðað við þjóðvegakerfi landsins og geta Grímseyingar beisluðu vindinn og hófu að framleiða rafmagn. menn hringt úr bifreiðum sínum hvert á land sem þeir óska. 30. . . Á laugardag fór fram form- leg vígsla nýbyggingar Fjórðung- ssjúkrahússins á Akureyri sem tekin hefur verið í notkun að hluta. Jafn- framt var sjúkrahúsinu afhent* Systrasel en þar er nú fullbúin hjúkr- unardeild." Desember 2. . . „Verður títan unnið í Húna- vatnssýslum?" sagði í fyrirsögn. „Við teljum þetta athyglisvert og það þurfi frekari rannsókna við,“ sagði Ingólfur Guðnason, alþingis- maður, en hann hefur flutt þings- ályktunartillögu á Alþingi ásamt Páli Péturssyni og Stefáni Guðmundssyni um framhaldsrannsóknir á ilmenit- magni í Húnavatnssýslum, eiginleik- um þess og vinnsluhæfni. í tillögunni er gert ráð fyrir að frekari rannsóknir fari fram á ilmenitsvæðum semþekkt eru í Húnavatnssýslum. Það er eink- um málmurinn títan sem menn sækj- ast eftir í ilmeniti og er talið að það sé í miklum mæli í Húnavatnssýslum. 7. . . Hin nýja stórglæsilega íþróttahöll á Akureyri var tekin í notkun 4. desember. Keppt var f ýmsum greinum íþrótta og fylgdist fjöldi fólks með auk þess sem það skoðaði hina nýju íþróttahöll. 7. . . „Mér finnst nokkuð um það að þessar niðurstöður séu túlkaðar sem andstæðar stóriðjuverum við Eyjafjörð. Það eru þær alls ekki, en þær sýna aftur á móti að hluta til hverjar kröfur við þurfum að gera til slíkra fyrirtækja hvað mengun varðar,“ sagði Jón Sigurðarson, formaður Atvinnumálanefndar Ak- ureyrar, er hann var inntur álits á niðurstöðum skýrslu Náttúrugripa- safnsins um náttúrufar við Eyjafjörð sem unnin var fyrir Staðavalsnefnd. 9. . . „Þetta er stóráfall. Bíllinn er mjög mikið skemmdur og sennilega ónýtur,“ sagði Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, gjaldkeri Rauða kross deildarinnar á Dalvík, en sjúkrabifreið sem deildin var að fá stórskemmdist er brotsjór kom á skip það sem flutti hana til landsins. 14. . . Dómur féll í máli Akureyr- arbæjar og Skipaafgreiðslu Jakobs Karlssonar við Skipagötu. Ásgeir Pétursson, lögfræðingur, kvað upp dóminn og var niðurstaða hans sú að fjarlægja hús Skipaafgreiðslunnar af lóð þess. Ekki er vitað hvort dómi þessum verði áfrýjað. 14. . . Nýr grunnskóli var tekinn í notkun á Kópaskeri. Nýja byggingin er 550 fermetrar að stærð og leysir af hólmi gamla byggingu sem reist var árið 1928. í haust var unnið að gerð göngugötu í Hafnarstræti og var skipt um allar lagnir í miðbænum af þeim sökum. 18 - DAGUR -17. desember 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.