Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 21

Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 21
Brandarar Jóhann litli var að læra dálítið í reikn- ingi hjá pabba sínum: „Og hvað kemur á eftir níu?“ Strákurinn hugsar sig um andartak og segir svo: „Þegar þú ert í vinnunni, kemur ná- granninneftirníu.“ ☆ •ír ☆ Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Sigurður Runólfsson, húsasmíðameistari, Langholti 17, Akureyri, sími 21017, Trésmiðja Óseyri 13. Dansskóli Sigvalda óskar öllum nemendum og velunnurum skólans: Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Heilsuinniskór og tréklossar í 5 litum, barna- og fullorðins- stærðir. Einnig mikið úrval af skóáburði, skólit og vatnsvörn. Verið veikomin. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. Frænka gamla, sem var bæði stór og mjög feit, segir við Elsu litlu: - Hvað ætlar þú að gera þegar þú ert orðin eins stór og ég? - Fara í megrunarkúr... ☆ ☆☆ - Hve gamall er ég? - Þú ert jafngamall og puttarnir eru margir á annarri hendi þinni. - Jo, hvernig skyldi hendin líta út, þegar óg verð 50 ára... ☆ ☆☆ Þau voru að byrja á desertinum. - Fáðu þér nú duglega á diskinn, sagði mamman við soninn - þetta er dýrðlegur búðingur, mjúkur eins og konubrjóst. - Pabbi, er það rétt, sem mamma segir? - Hef ekki hugmynd um það, ég hef aldrei káfað á búðingi... ☆ ☆☆ Skipstjóri (tekur á móti nýjum létta- dreng): „Jæja, drengur minn, ég geri ráð fyrir, að það sé gamla sagan með þig - sá heimskasti í fjölskyldunni sendurtil sjós.“ Drengurinn: „Nei, nei, herra. Þetta er allt orðið breytt frá því að þér voruð ungur." ☆ ☆ ☆ Pabbinn var í viðskiptaferð úti á landi og hringdi heim til að vita hvernig fjöl- skyldan hefði það. Litli sonur hans svaraði I símann: „Jú, jú, við höfum það f int. Sótarinn var hér fyrr í dag og nú er mamma í baði!" ☆ ☆☆ Tommi: Þú lofaöir mér að fara með mér og sýna mér apana í dag, mamma. Mamma: Elsku Tommi minn, hvernig getur þú leyft þér að langa til að fara að skoða apa, þegar hún amma þín er í heimsókn? ☆ ☆ ☆ Frissi litli kom æðandi inn og hrópaði: - Mamma, mamma! Ég fann skeifu! - Veistu hvað það þýðir, góði minn? spurði mamman. - Já, það þýðir, að einhver hestur gengur á sokkaleistunum út um allan bæ...! ☆ ☆ ☆ Pabbi var að spyrja Báru hvernig henni hefði gengið í prófunum. - Áttir þú í nokkrum vandræðum með spurningarnar? spurði hann. - Nei, það var allt í lagi með spurning- arnar, en það voru svörin sem vöfðust fyrirmér...! ☆ ☆☆ Lítill drengur kom hlaupandi inn f myndavélaverslun. „Það er mannýgt naut að elta bróður minn,“ stundi hann upp lafmóður. „Hvað get ég gert að því?“ spurði af- greiðslustúlkan. „Settu nýja filmu í myndavélina mína.“ ☆ ☆☆ „Hvað er þetta Palli minn, kemurðu aftur með peningana. Keyptirðu ekki frfmerkið?" „Nei, nei mamma. Ég laumaði bréfinu bara í póstkassann fyrir utan.“ ☆ ☆☆ - Veiddir þú þennan stóra fisk alveg ein, stúlka mín? - Nei, nei, dálftill ormur hjálpaði mér... Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar Akureyri í upphafi nýrrar aldar [ þá daga hétu verslanir á Akureyri stórum nöfnum eins og Hamborg, París og Berlín. ( dag segja margir að KEA merkið sé einkenni Akureyrar. En þó að verslanirnar hafi skipt um nöfn og liðin séu rúm 50 ár síðan Hallgrímur Einarsson tók þessa Ijósmynd, þekkjum við flest, ef ekki öll, myndefnið: Horn Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis. Þessi mynd, sem tekin er ágrunni hótel KEA1931, erfurðu lík því sem sjá má enn þann dag í dag á KEA horninu. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895-1930, bókinni þar sem höfuðstaður Norðurlands birtist í myndum á hverri síðu. Saga Akureyrar er skýrt dregin í listafallegum Ijósmyndum Hallgríms Einarssonar, Ijósmyndara. Myndaperlur Hallgríms eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki -fallegum myndum - góðri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. BÓKAÚTGÁFAN HAGALL Bárugötu 11, Reykjavík sími 17450. ÞAÐ ER í ÞÁGU ÞJÓÐAR AÐ TAKA Á MEÐIÐNAÐINUM Dúkrista eftir G. Armann „Afl þeirra hluta sem gera skal". Myndin Ketilhúsið er úr myndröðinni „Maður og maskína", sem unnin var í góðri samvinnu við starfsmenn Sambandsverksmiðjanna. Óshum starfsfólhi okkar og viðskiptauinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu, sem er að líða. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS 47. desember 1982 - DAGUR -21

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.