Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 22
Jólaefhi fyrir bömin
Þýskaland
Frá Þýskalandi er kominn sá siður
að bera grenitré inn í stofu,
skreyta það og kalla jólatré.
Þessi siður hefur breiðst út um
alla Norður-Evrópu og víðar.
Það er gömul trú að góðir andar
hafi aðsetur sitt í hinum sígrænu
greinum og því muni maður
vernda sjálfan sig og allt hús sitt
með því að taka tréð og bera það
inn og mun það flytja gleði og frið
t' bæinn. Þetta er fögur hugsun í
anda jólanna og því ekki að furða
þó hún hafi breiðst út og farið
víða.
// ’4
Danmörk
Það munu ekki vera mörg heimili
í Danmörku sem láta gæsina eða
flesksteikina vanta á jólaborðið.
Börnin raða sér fyrir framan
hurðina á herbergi því er geymir
hið fagurskreytta og Ijósum
prýdda jólatré - þau minnstu
fremst en þau stærri aftar.
Á sumum heimilum tíðkast sú
venja að fela jólagjafir barnanna
um allt húsið og láta þau sjálf
finna þær.
Skemmtilegur siður er að leyfa
börnunum að baka „kökufólk“ á
meðan á jólabakstrinum stendur.
Þetta eru 4-5 menn og konur með
möndluaugu og rúsínuhnappa.
Börn hafa afar gaman af grísn-
um með 24 fæturna. Grísinn er
gerður úr stóru jarðepli og er 24
eldspýtum stungið neðan í hann.
Grísinn er settur upp 1. desember
og á hverjum degi fær barnið að
taka burtu eina spýtu. Eftir því
sem á líður verður grísinn valtari
á fótunum og þegar síðasta spýtan
hefur verið tekin eru jólin komin.
Noregur
í Noregi er jólatréð stór liður í
jólahátíðahöldunum. Það er sér-
stakur norskur siður að bera
gamalt vagnhjól inn í stofu,
skreyta það með greni og rauðum
silkiböndum og setja Ijós við
hvern hjólpil. Þessi einkennilega
Ijósakróna, sem látin er hanga yfir
hátíðina, setur hlýlegan blæ á
heimilið.
Svíþjóð
í Svíþjóð er tákn jólanna jólahaf-
ur sem er fléttaður úr hálmvisk.
Skemmtilegur siður í sveitum er
Hér hengja börnin skóna sína
við ofninn eða arininn og bíða
eftir því að jólagjafirnar komi í
þá.
í stórborgum landsins skemmta
menn sér úti á aðfangadags-
kvöldi. En þetta kvöld fara allir út
er vettlingi valda og freyðir þá
víða kampavínið. Söngur og hlát-
ur hljómar á götum úti og allir
skemmtistaðir eru fullir af spari-
búnu fólki.
Pólland
að „doppa í grytan“. Um kvöldið
fer allt heimafólkið út í eldhúsið,
sker sér þar rúgbrauðssneið og
tekur sér undirskál í hönd. Þá er
læðst að hinum rjúkandi potti
með svínslærinu í og brauðinu
dýft ofan í.
Um kvöldið, þegar gjafirnar
hafa verið afhentar, er drukkið
sænskt „púns“ úr litlum könnum.
Frakkland
Jólanótt kl. 12 er farið til kirkju um
allt Frakkland. Kirkjan er fagur-
lega lýst með hundruðum ljósa -
og snjórinn marrar undir sleðun-
Talið er að pólsku jólasiðirnir séu
með allra skáldlegustu jólasiðum
í Evrópu.
Þeir eru auðvitað sóttir úr sveit-
inni þar sem gamlir siðir geymast
best, eins og allir vita.
Jólaundirbúningurinn stendur
yfir í hálfan mánuð og oft lengur -
allt húsið er þvegið og hreinsað -
allur málmur gljáfægður, glugga-
tjöldin þvegin og einiberjakvist-
um stráð fyrir framan dyrnar. Á
bekk eða rúm er látið hey og þar
ofan á er látinn óbleiktur líndúk-
ur, í einu horninu er kornknippi -
allt á þetta að minna á fjárhúsið
sem Jesús fæddist í. Öll fjölskyld-
an safnast saman við glugga og
bíður eftir því að sjá hina fyrstu
stjörnu blika á himninum. Þegar
allir hafa komið auga á hana má
setjast að borðinu. Einnig þessi
stjarna, sem beðið er eftir, á auð-
vitað að minna á stjörnuna, sem
vísaði veginn til Betlehem. Eftir
máltíðina heimsækir húsbóndinn
kýrnar sínar, því að þetta er eina
kvöldið á hverju ári sem þær
skilja mannamál. Kýrnar voru
líka hinir þöglu vottar að fæð-
ingu Jesúbarnsins og því fá þær nú
væna aukatuggu.
Til skemmtunar á jólunum
Púðaleikur:
Þið raðið stólum í hring á gólf-
inu og setjist. Síðan er tekinn
gamall púði eða samanbrotinn
vasaklútur og látinn ganga
mann frá manni, svo ekki sé
hlaupið yfir neinn. Á meðan er
leikið á hljóðfæri eða sungið.
Sá sem púðinn er hjá þegar
hljóðfæraslátturinn eða söng-
urinn hættir er úr leik. Þannig
er haldið áfram þar til einn situr
eftir með púðann.
Lauma:
Leikendur sitja í hring svo þétt
saman að öxl nemur við öxl.
Þeir halda höndunum fyrir aft-
an bak. Einn stendur í miðjum
hringnum. Þeir sem í hringnum
sitja hafa einhvem hlut sem þeir
lauma á milli sín aftan við bak
en reyna að hreyfa sig sem
minnst þegar þeir láta hlutinn
ganga. Sá sem inni í hringnum
er á að reyna að benda á þann
sem hefur hlutinn.
Jafnvægislist:
Settu eldspýtustokk upp á
endann, þrjú fet frá tánni á þér.
Beygðu þig svo í öðru hnénu og
reyndu að sparka í stokkinn
með hinum fætinum svo að hann
velti um án þess að þú missir
jafnvægið sjálfur. Það er hægt
að gera þetta en líklega verður
þú að gera margar tilraunir
áður en þér tekst það.
Greinarmerkja-
þraut:
Ef einhver ykkar er óviss í
greinarmerkjasetningu ættuð
þið að spreyta ykkur á því að
setja greinarmerkin, komm-
urnar, á rétta staði í þessari
setningu: „Þá kom kóngurinn á
höfðinu, hafði hann kórónu á
fótunum, stóra gljáandi skó á
enninu, myrkt óveðurský í
hendinni, göngustaf í augun-
um, illilega bliku.“
Minnisþraut:
Raðaðu á lítið borð ýmsum
smámunum, sem eru við hend-
ina, t.d. 10-15. Breiddu svo
pappírsblað eða stóran klút
yfir. Láttu svo þann sem þú
prófar standa við borðið, sviptu
blaðinu eða klútnum af og láttu
hann horfa á dótið í eina mín-
útu. Þá breiðirðu aftur yfir og
segir honum að skrifa á blað
nöfnin á því sem hann sá.
Að yrkja kvæði:
Þeir sem taka þátt í leiknum fá
autt pappírsblað. sá sem byrjar
skrifar efst á blaðið einhverja
England
í Englandi skeður fátt á sjálfan
aðfangadaginn, annað en það, að
tréð er skreytt og bömin látin hátta i
með fyrra móti. Þau gleyma þó
aldrei að hengja sokkana sína á
rúmstólpana svo að hinn góði
Sankti Kláus, sen fer um á jóla-
nótt, geti fyllt þá af gjöfum og
góðgæti.
Aðaljólagjöfin er gefin á jóla-
adaginn.
Grikkland
í Grikklandi er til mjög skemmti-
legur jólasiður. Á aðfangadags-
kvöld strá allir góðir Grikkir
korni fyrir framan útidyrnar. Með
því ætla þeir að varna illum
öndum inngöngu. Það er, sem sé,
trú í Grikklandi, að illur andi
komist ekki inn í húsið ef korni er
stráð úti fyrir dyrunum, án þess að
telja kornin. Þegar nóg er sett út
af korninu, kemst hann ekki yfir
að telja þau öll og getur því ekki
sloppið inn og skemmt jólafrið-
inn.
hendingu úr vísu eða kvæði
sem hann kann. Síðan brýtur
hann blaðið saman rétt neðan
við línuna sem hann skrifaði
svo hún sjáist ekki. Næsti
maður fer svo eins að og þannig
hver af öðrum og enginn fær að
vita eða sjá hvað áður er komið
á blaðið. Þegar það er útskrifað
er kvæðið lesið upp og áheyr-
endur skemmta sér konung-
:^-4'IMQMflR-Ct<72(lectembefot982