Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 12
Meðfylgjandi kvæði flutti Stefán Valgeirsson, alþingismaður, í kvöldverðarboði hjá sendiráði íslands í New York en Stefán sat þing Sameinuðu þjóðannafyrri hluta nóvembermánaðar. Dvölin hjá S.Þ. orkaði þannig á Stefán sem hann lýsir í kvæðinu, en í for- mála í kvöldverðarboðinu gat hann þess að það hefði verið siður á þjóðveldistímanum að gestir þökkuðu fyrir sig með kveðskap. Þetta hafi reyndar aflagast á niðurlæingartímanum eftir að Is- lendingar misstu sjálfstæði sitt. Segja má að kvæðið sé ávarp til allherjarþingsins, en Stefán gat þess að hann léti sér nægja að flytja þar 0.7% þess, en það er einmitt hlutfallsleg aðild Islend- inga að Sameinuðu þjóðunum. Sit ég nú á þingi þjódn þar cru málin sótt og varin. Sumir upp á blaður bjóda blekkingar notar mestur skarínn. Nokkrír standa vel að verki veifa jafnan heiðurs merki. Hér er mikið þæft og þrasað þreifað á með ýmsu móti. Og hér er nokkuð mikið masað, miðað við að pressan njóti. Hér eru mál á sviðið sett, síðan gerð að rosafrétt. Hér er ótal brögðum beitt bak við tjöld, og uppi á sviði. Mörgum er í hamsi heitt ef hallast á í þeirra liði. Virðist brýnt að lcika létt, láta ekki sjást neinn blett. Hér er flest á færibandi falt er margt, ef vel er borgað. Hér er vestrænn, austrænn andi alkahóli miklu torgað. Pó er enn með friði farið, af fyrírmönnum sótt og varið. Hingað mæna þjóðir þjáðar og þeir sem eru valdi beittir. Kvalið fólk og konur smáðar kennimenn, sem eru þreyttir, að berjast fyrir bræðralagi boða trú afýmsu tagi. Peir er svelta hálfu hungri horfa upp á nægtarborðin augun lýsa þjáning þungri þarf nú meira til en orðin. Hér mikið verk að vinna vandi rétta lausn að finna. Alltaf verður orðið friður aðeins hjóm, efmatinn vantar. Hungrað fólk um brauðið biður beita vopnum verða fantar, efþeir ríku saddir sofa seðja engan, bara lofa. Valdamanna sumra er siður að svipta frelsi, er hlýða ekki. Margur nú um miskunn biður menn, sem bera þunga hlekki. Afótta leiðir illu verkin, einvaldar þar sýna merkin. Hér á alheims þingi þjóða þurfa menn, sem voðann skilja. Hinum stóru byrginn bjóða beita lagni og stálsins vilja. Tala af einurð færni og festu fyrir því sem skiptir mestu. Atomvopnin yfirskyggja annað sem að hrellir heiminn. Manni finnst í lofti liggja löngun til að virkja geiminn. Veldin stóru í ótta æði ógna lífi jarðar bæði. Alheimsþing er eina vonin óttaslegnum jarðarbúum. Hvaða þjóð mun senda soninn er segir það, er öll hin trúum, og hefur bæði vit og vilja sem valdhafarnir treysta og skilja. Nú þarf óttanum að eyða ekkert síður tortryggninni. Viðskiptanna götur greiða gefa mat svo hungri linni. Að pólitískir fangar fái frelsi, og æru sinni nái. Fengin er lausn í málum mörgum mannréttinda á ýmsum sviðum. En krafan er við börnum björgum og blóðugar þjóðir allar friðum. Kynþátta og kvenna réttur er kannski lítið betur settur. Hér þarfmargt að bæta og breyta í baráttu gegn atomdauða. Umfram allt að leiðum leita sem lausn er fyrir ríka og snauða. Og hér á alheims þingi þjóða þýðir ekkert snakk að bjóða. Nú er mál að hefjast handa heimsbyggðinni friðinn tryggjum. Eyðum vopnum allra landa ótta og hungur fyrirbyggjum. Fylkjum liði frjálsum þjóðum fólki jafnan rétt við bjóðum. Þó ég finni flestu að, fleira er þó, sem lofargóðu. Ræði ég hér um stóran stað er stendur nú íþokumóðu. Allir vona að birti bráðum blessun ríki í heimi þjáðum. Nú er rétt að lestrí linni Ijóð eru víst úr tísku farin. Dvölin verður mér í minni, meira að segja kaffibarinn. Sendiráð íslands er ágæt stofnun, virðist mér. HÚSA~ VIKUR KIRKJA 75ÁRA Húsa víkurkirkj a 75 ára Á þessu ári eru liðin 75 ár frá því að Húsavíkurkirkja var vígð. Óhætt er að fullyrða að hún er einhver fegursta bygging á ís- landi. Allir þeir sem leggja leið sína til Húsavíkur dásama þessa fögru byggingu og margur ferða- maðurinn hefur staldrað við og tekið myndir af henni. í mörgum erlendum ferðamanpabækling- um sem á annað borð geta Islands, má líka finna myndir og greinar um kirkjuna. Þeir hafa verið djarfir alda- mótamennirnir og umfram allt framsýnir er þeir réðust í þá stórhuga framkvæmd sem bygg- ing Húsavíkurkirkju var á sínum tíma. Hún var það stór er hún var byggð, að mestallur söfnuð- urinn komst þar fyrir í einu. í þessari stuttu grein um kirkj- una er ekki ætlunin að segja sögu hennar til hlítar, aðeins að geta nokkurra atriða sem tengj- ast þeirri sögu. Þörf fyrir nýja kirkju Árið 1890 voru íbúar Húsavíkur aðeins 124. Um aldamótin fór íbúum að fjölga verulega og 1904 voru þeir orðnir483. Timb- urkirkjan, sem stóð á hinum forna kirkjustað norðan við þar sem Gamla Húsavík stendur nú, var byggð árið 1840. Hún var orðin of lítil og léleg, þótt hún hafi verið talin góð smíði á sín- um tíma. Árið 1904 var starfandi í þorpinu málfundafélag, „Fundafélagið", en þar voru ýmiss umbótamál rædd. í félag- inu var mikið rætt um smíði nýrrar kirkju og voru skoðanir mjög skiptar í því máli. Aðal vandamálið var, eins og oft áður, peningaleysi safnaðarins. Gamla kirkjan átti í sjóði átta þúsund krónur og ljóst var að VISNAÞATTUR „Gleðiföng og Mðarskjól færa löngum heilög jól“ Arnór Sigmundsson frá Árbót yrkirer jólin nálgast: Lækkar enn á lofti sól. Líðursenn að jólum. Eykst nú spenna, spól og ról, span á rennihjólum. Og svo eru jólin gengin í garð: Gleðiföng og friðarskjól færa löngum heilög jól. Hljómar söngur: Heims um ból. Hækkar göngu voldug sól. Mörgu er valið maklegt hrós, en manna er vinur bestur Jesús, kærast jólaljós og jólanæturgestur. Boðaði unað englalið. Upp rann kærleikssólin. Opnast mönnum æðra svið einkum þó um jólin. Og nú breytir Arnór lítillega bragarhætti, en andinn er hinn sami: I sólhvarfamyrkri svörtu berst söngur til jarðarbarna og bregður upp Ijósi björtu. Hvað boðarsú jólastjarna? Hún færir oss fríð og gleði, þvi fætt er oss ljósið bjarta. Hún vekuross von ígeði og veitir kærleik í hjarta. Rósberg G. Snædal orti á jólum 1973: Bú nú hjá oss þessi blessuð jól, barnavinurinn góði. Hér færðu bæði hita og skjól í húsi frá Viðlagasjóði. Ég sem telst umsjónarmaður þáttarins á í fórum mínum vísnasyrpu mikla er föðuramma mín Rósa Bjarnadóttir orti há- öldruð og rúmliggjandi, sér til dægrastyttingar. Orfáar vísur birtast hér og fyrir víst voru sumar ortar um jól: Hér er bæði hlýtt og bjart. Heilags anda fríður. Ekki vantar manninn margt sem máttur drottins styður. Yfir lífsins hála hjarn himnafaðir leiddu mig. Ég er ósjálfbjarga barn, bið í von og trú á þig. Læt ég engan ófögnuð ægja geði mínu. Otal margt á góður guð aðgefa barni sínu. Blessaður Jesú bú hjá mér. Blessaðu litla húsið mitt. Lát mig alltaflifa íþér, lofa og elska nafnið þitt. Eftir því sem ég veit best, er þessi síðasta vísa Rósu Bjarna- dóttur, ort vorið 1931: Vermi mitt hús og hjarta himinsins fagra hvel. Nú þarfei neitt að kvarta. Nú líður mér vel. Lesendum vísnaþáttarins óska ég gleðilegra jóla! Jón Bjarnason. mber 19S2- PA 12- DAGUR -17. desember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.