Dagur - 17.12.1982, Síða 9

Dagur - 17.12.1982, Síða 9
MATUR Margrét Kristinsdóttir skorpni né kólni. Setjið nú anda- kjötið í bitum, helst dálítið af- löngum á disk inn á borð, pönnukökustaflann hjá, helst dálítið af klipptum graslauk eða steinselju í lítilli skál og svo bragðmikla sósu. Hoi-sin sósa er frábær með, hún fæst t.d. í Heilsuhorninu. Helst á svo að borða þennan rétt með guðs- göfflunum. Setja fyrst svolitla sósu (með teskeið, það er leyfi- legt!) á pönnukökurnar, svo kryddjurtir, loks bita af kjöti, vefja pönnukökunum saman og bíta í. í lokin get ég ómögulega stillt mig um að gefa uppskrift af reglulegum sælkerarétti, hann er að vísu bæði dýr og tímafrekt að búa hann til, en hvað um það, ég læt hann fljóta með. Kjúklinga „terrine“ 1-2 kjötkjúklingar (samt. l‘/2kg) 200 gskinka 3 dl vermouth (helst Noilly Prat) 175gsmjör 500 g kjúklingalifur 1 dl koníak 200 góreykt beikon (spekk) 4 egg 2 dl rjómi allrahanda, timian, merian, salt, pipar 250góreykt beikon íþunnum sneiðum 1. dagur: Skerið kjötið frá beinunum. Skerið bringukjötið og skinkuna í teninga, saltið aðeins og piprið og hellið vermouth yfir. Látið standa yfir nótt. 2. dagur: Hitið smjörið á pönnu, snögg- brúnið lifrina, ath. hún má ekki ofsteikjast því þá verður hún þurr. Hellið koníakinu yfir pönnuna og berið logandi eld- spýtu strax að. Hakkað 200 g af beikoninu og það sem eftir var af kjúk- íingakjötinu. Blandið eggjum og rjóma saman við og kryddið. Hrærið nú bringu- og skinkubit- unum og lifrinni ásamt smjörinu saman við og dálitlu af vermouth án þess að gera deigið of þunnt. Takið tveggja lítra mót og klæð- ið það að innan með beikon- sneiðunum, látið endana standa út af beggja vegna. Hellið deig- inu í mótið og leggið endana yfir. Setjið mótið í kæli. 3. dagur: Bakið í vatnsbaði við 180°C í 1 V2 klst. Takið mótið út og látið kólna til hálfs. Þá er létt farg sett yfir og mótið sett í kæli. 4. dagur: Nú er „terrinið“ eða kæfan til- búin til átu. Með henni á að bera edikssultaðar plómur, þær hef ég ekki fengið hér en nota í stað- inn sæt-súra græna tómata. Kjúklingalifur hef ég ekki fengið öðruvísi en að semja við Jónas í Sveinbjarnargerði og óreykt beikon má fá pantað í gegnum útibséæuin frá Kjöt- iðnaðarstöðinni. Þetta er þó nokkuð mikið verk, en árangur- inn er mjög sérstæður og ljúf- fengur réttur, sem geyma má í nokkra daga í kæli ef vill. J ólamatur Það hafa komið fram tvær óskir umn efni í þennan þátt, önnur um nýtingu afganga af jólamatnum, hin um uppskrift af steiktri gæs. Þetta eru ágætar hugmyndir, því flestir hafa sínar gömlu góðu uppskriftir af jólamatnum og þarf þar litlu við að bæta, en kannski geta einhverjir notfært sér hug- myndir um afgangana. Steikt gæs 1 gæs 3-4 kg 3 tsk. salt 1 tsk. pipar, e.t.v. nokkur mulin einiber 400 gsveskjur 200 gepli smjör til að pensla með 1-2 dl soð Sósa: 75 gsmjör 75 ghveiti u.þ.b. 6 dlgæsasoð (munið að fleyta fituna frá) tæpl. V2 tsk. sinnep u.þ.b. l-2dlrauðvín 1-2 dl rjómi Blandið salti og pipar og nuddið gæsina að utan og innan með blöndunni. Setjið soðnar og steinlausar sveskjur og afhýdd og bituð epli innan í og saumið fyrir. Setjið fuglinn á rist, látið bringuna snúa upp og steikið þar til hann er meyr. Meðan á steik- ingu stendur þarf að pensla bringuna öðru hverju með bræddu smjöri, setja svolítið vatn eða soð í skúffuna svo að fitan sem rennur úr gæsinni brenni þar ekki föst og þegar ykkur finnst fuglinn mátulega brúnn þarf að setja álþynnu yfir bringuna. Ofnhiti: 180°C. Tími: 3-4 klst. Síðan er ágætt að skola ofn- skúffuna vel að innan til að ná öllum kraftinum með smá vatns- sopa og fleyta svo vel fituna frá. Gæsir eru mjög misfeitar og er því ágætt að taka tillit til þess með hitastigið og hafa ofnhitann aðeins minni á mjög feitar gæsir og tímann þá aðeins lengri. Annars er ekki gott að gefa nákvæman tíma upp, því það stendur sjaldnast fæðingardagur og ár á fuglinum og treysta þá gamla góða ráðinu að stinga bandprjóni í þykkasta vöðvann þegar tíminn er orðinn líklegur. Sósan er síðan bökuð upp með smjöri, hveiti og soði og bætt með rauðvíni, rjóma og ögn af sinnepi. Fallegast er að bera fuglinn fram heilan, skera þá bringuna frá, sneiða hann og raða svo upp á bringubeinið aftur. Afgangar af gæs Upplagt er að brytja afgangskjöt sem plokkað er af beinunum, setja saman við sósu, afgangur- inn af fyllingunni má vera með, setja svo allt í tartalettur eða brauðbotn og hita í ofni. Bera svo gott hrásalat með. Kjúklinga- afgangar Kjúklingar eru mjög góðir kald- ir og er því mjög auðvelt að búa til fínan rétt úr þeim: Kjúklingasalat Um óOOgkalt kjúklingakjöt, skorið íbita 8 sneiðar af ristuðu beikoni 1 stórt saláthöfuð, skorið gróft Kínverskar pönnukökur: 4 bollar hveiti IV2 bolli tæpl. sjóðandi vatn 4 msk. olía Vætið í hveitinu með vatninu og hnoðið þar til deigið er nokkuð stíft. E.t.v. þurfið þið ekki að nota allt hveitið. Mótið stöngul úr deiginu og skiptið því í 32 bita. Breiðið hvern bita út í litla kringlótta köku ca. 5 cm í þvermál. Penslið yfirborðið á hverri með 1 tsk. af olíu og legg- ið tvær og tvær saman. Breiðið þær út í kringlótta köku 12-15 cm í þvermál. Bakið eða steikið á pönnu, sem áður er smurð með svolítilli olíu, við fremur vægan hita í ca. IV2 mín. á hvorri hlið. Staflið þeim á volgt fat og leggið rakan klút yfir svo þær hvorki 200ghrátt blómkál, eða soðið og kælt 4 tómatar í bátum 150 g helst nýir sveppir, notaðir hráir í sneiðum l/2gúrka í bitum 200 gmaískom 100 g gráðostur í bitum Þessu er öllu blandað létt saman og síðan er sósa borin með og í hana er notað: V2 ds. sýrður rjómi, 1 dl majones, 1 msk. edik, 3-4 tsk. Worchestershire- sósa, V2 saxað hvítlaukshólf, 1 tsk. sellerísalt, pipar og 150 g af rifnum gráðosti. Veislumatur úr afgangi af Pekingönd, önd, gæs eöa kalkún Afgangur af rjúpum Best er að plokka allt kjötið af beinunum, hita það við vægan hita í sósuafgangnum, e.t.v. dá- lítið af rauðkáli með, setja síðan í tartalettur eða á brauðbotn og velgja í ofni. Afgangur af hangikjöti Hangikjötið stendur fyrir sínu ofan á brauð eða sneitt með kartöflum og jafningi. Það er líka gott í eggjakökur. 6egg 3-6 msk. rjómi eða vatn salt, pipar 100-150g hangikjöt 2-3 kartöflur eða grænar baunir Sláið saman eggjum og rjóma eða vatni, kryddið. Hitið 2-3 msk. af smjörlíki á pönnu, notið vægan hita. Hellið eggjunum á pönnuna og setjið smátt brytjað hangikjötið og baunirnar út í eftir smástund. Látið stífna á pönnunni. Ofnbakaður réttur með hangikjöti 4-6 brauðsneiðar smurðar með smjöri, settarí eldfast mót og þaktar með ostsneiðum 100-150g hangikjöt í smábitum stráðyfir 4 egg 3 dl rjómi ögn afsalti, pipar og karrý slegið saman og hellt yfir. Rifnum osti stráð yfir og bakað í u.þ.b. 30 mínútur í 180°C heitum ofni. Afgangur af jólagrautnum Hann er nú býsna góður kaldur með kanelsykri og rjóma. En svo má búa til annarskonar ábæti úr honum. Þeytið 2-3 dl af rjóma og bland- ið saman við veí fullan disk af graut. Bragðbætið með vanillu- sykri. Berið kalda karamellu- sósu með. Bræðið 2 dl af sykri á pönnu, passið að sykurinn verði ekki of brúnn. Hellið 2 dl af sjóðandi vatni yfir og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur. Kælið og blandið IV2 dl. af þeyttum rjóma lauslega saman við. 17. desember 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.