Dagur - 07.01.1983, Side 2

Dagur - 07.01.1983, Side 2
LESENDAHORNIÐ Hús Skipaafgreiðslu Jakobs Karlssonar sem hýsir nú Las Vegas. „Ekkert annað en peningaplokkerí4,4 Móðir hringdi: Mig langar til þess að biðja Dag að vekja athygli á einu máli sem mér finnst full ástæða til að veitt sé athygli. Ég á við hinn nýja leiktækjasal eða knattborðs- stofu sem sett hefur verið upp í húsi Skipaafgreiðslu Jakobs Karlssonar við höfnina. Mér skilst að þetta nýja fyrir- tæki gangi undir nafninu Las Vegas og mér er þegar orðið ljóst að þarna er ekki um neitt annað að ræða heldur en pen- ingaplokkerí. Þarna inni munu vera borð til að spila billiard og á önnur Ieiktæki sem greiða þarf fyrir afnot af. Ég var stödd í húsi á milli jóla 300 peruin stolid Starfsmaður Akureyrarbæjar hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á fram- færi. Hann sagðist hafa séð um við- hald á skreytingum þeim sem settar voru upp á vegum bæjar- ins, og hefði það reynst mun meira verk en fólk almennt óraði fyrir. Bærinn kom fyrir þrem jóla- trjám, einu við höfnina, öðru út við Glerárskóla og því þriðja við Hjallalund, einnig var sett upp skreyting á torginu, svo sem ver- ið hefur undanfarin ár. Jólatréð við Hjallalund hefur að mestu verið látið ósnert en sömu sögu er því miður ekki hægt að segja um hin trén. Hafnartréð var búið að gera að umræðu hér í blaðinu fyrir jól ásamt skreyt- ingunni við kirkjuna, eftir það hefur það að mestu verið látið í friði. Jólatréð við Glerárskólann hefur orðið mjög fyrir barðinu á Ijóslausum bæjarbúum sem hafa þurft að ná sér í perur í lampa sína og Ijós, og einnig skreyting- in á torginu. Sérstaklega var orð haft á því að á annan jóladag mátti bæta u.þ.b. 30 perum í skörðin eftir peruþjófa sem farið höfðu á stjá eftir að versta veðr- ið var gengið niður á jóladags- kvöld. Eiginlega væri nú lágmarkstil- litssemi hjá bæjarbúum að láta þessar skreytingar í friði, bæði er þeim ætlað að gleðja augu bæjarbúa og eins er athugandi að þær eru greiddar af bæjar- sjóði, sem er eins og allir vita sameiginlegur baggi á öllum bæjarbúum. Perurnar eru orðn- ar u.þ.b. 300 sem horfið hafa frá því skreytingarnar voru settar upp. og nýárs og þar barst þetta í tal. Voru þeir foreldrar sem þar voru á einu máli um það að til- koma þessa fyrirtækis væri hinn mesti skaðvaldur og sumir vildu tala um plágu. Þeir sem eiga börn og unglinga finna nefnilega fyrir því hvað það er dýrt fyrir þau að sækja þennan stað. Væri ekki hyggilegra ef þörfin fyrir þessi knattborð og þessi leiktæki er svona mikil, að Æskulýðsráð tæki að sér að reka svona stað. Ég efa ekki að gjald- ið sem unglingarnir þyrftu að greiða yrði til muna lægra eða lít- ið sem ekkert, enda yrði mark- miðið þá ekki einungis að græða peninga á spilafíkn ungling- anna. Þetta Las Vegas fyrirtæki er nokkuð sem ég er mjög óá- nægð með og ég veit ég tala fyrir munn fleiri. Þakklæti til Bautans Ellilífeyrisþegi biður fyrir inni- legt þakklæti frá sér og öðrum lífeyrisþegum til Bautans á Ak- ureyri fyrir rausnarlegt boð þeirra í mat og kaffi á síðast- liðnu hausti. Pað var sannarlega rausnarlegt og frábær þjónusta og ég veit að við erum öll mjög þakklát fyrir þetta fallega fram- tak og biðjum þeim Guðs bless- unar og árnum þeim allra heilla í framtíðinni. Við þökkum einnig Starfsmannafélagi S.Í.S. fyrir þeirra framlag við okkur sem áður vorum þar starfandi. Einn- ig viljum við þakka starfsmönn- um Alþýðuflokksins fyrir mjög góðar móttökur og veitingar á síðastliðnu vori og árnum hvor- um tveggja þessum samtökum allra heilla. Að síðustu þökkum við stræt- isvagnabílstjórum Akureyrar lipra og elskulega framkomu þeirra og þolinmæði við okkur aldraða fólkið í bænum og ósk- um þeim velfarnaðar í nútíð og framtíð. Með nýárskveðjum til þessara aðila og allra sem sýnt hafa okkur skilning og velvild á þessu ári aldraðra sem nú er ný- liðið. Fyrir hönd allra aldraðra. Einn úr hópnum. Afram Krlstján óðsins braut. . . Þingeyskur vísnakarl skrifar: Allir eru úti að spá, enginn siturheima. Ég ætla út íglugga að gá, út um heima oggeima. Þetta litla saklausa vísukorn birtist í Helgarblaði Dags ekki fyrir löngu og fór höfundurinn „Kristján frá Húsavík" þess á leit við umsjónarmann Vísna- þátta Dags að hann segði álit sitt á kveðskap sínum. Jón Bjarnason, frá Garðsvík, sem sér um Vísnaþætti Dags brá skjótt við, eins og hans var von og vísa, en Jón olli mér miklum vonbrigðum með svari sínu. Taldi hann vísuna alls ekki fram- bærilega sem rímað mál og ráð- lagði Kristjáni að finna sér ann- að tómstundastarf. Ég er alls ekki sammála Jóni Garðsvíkurbónda. Þótt þessi litla vísa Kristjáns sé e.t.v. ekki meistaraverk er hún ekki alvond og sannast sagna bara nokkuð smellin að mínu mati. Er þessi vísa til að mynda ekki jafn fram- bærileg og það „leirhnoð“ sem margir setja saman nú á dögum og fá útgefið í bókum sem lista- verk? Það gerir svar Garðsvík- urbóndans líka nokkuð stytt- ingslegt að hann segist ekki telja ástæðu til að styðja dóm sinn um vísu Kristjáns með rökum. Jón segist eingöngu styðjast við brageyra sitt enda hafi hann aldrei lært svokallaða bragfræði. Ég tel mig hafa brageyra líka og það ágætt. Mitt brageyra segir mér að Kristján hafi ýmislegt gott til brunns að bera og ætti að halda áfram vísnagerð. Stíll hans rennur ljúft og létt og án alls hávaða, ljóðið sem birtist í Degi er þjált í framsögn og mér segir svo hugur um að Kristján gæti náð langt ef hann fari ekki ráðum Garðsvíkurbóndans. En til að undirstrika það að ég ber enga óvild til Jóns Bjarnasonar, frá Garðsvík, vil ég þakka hon- um kærlega fyrir stórgóðan vísnaþátt í Degi að undanförnu en læt um leið þá ósk í ljósi að hann sýni byrjendum í ljóðlist- inni meira umburðarlyndi. Að lokum: Áfram Kristján, óðsins braut ótrauður skalt þú leita. Gæfan þér fallið gæti í skaut guð mun þér brageyra veita. Mér fannst 55 Jón dónskur“ ÞÞ skrifar: Ég hef aldrei skilið af hverju nútímaskáldum er ekki gert jafn hátt undir höfði og þeim sem yrkja uppá gamla mátann. Ég minnist þess að hafa séð í Helg- ar-Degi bréf frá Kristjáni nokkr- um frá Húsavík - og gott ljóð frá honum - og síðan svar Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík. Verð ég að segja eins og er að mér fannst Jón dónskur í garð Krist- jáns sem án efa hefur ort ágætis ljóð. Það hefur stundum hvarflað að mér að fara þess á leit við blöð að þau byðu nútímaskáld- um upp á álíka dálka og menn eins og t.d. Jón Bjarnason, fær í Degi. Forveri hans í starfi mun hafa verið Hjálmar Jónsson, sóknarprestur fyrir vestan, en mér er til efs að stjórnendum Dags hafi dottið til hugar að leita á vit okkar sem yrkjum eins og nútíminn vill. Tiífellið er að við getum ekki, megum ekki, stöð- ugt halda í úrelt ljóðaform. Rímið hefur gengið sér til húðar, það nennir enginn að pæla í því nema gamlir karlar og gamlar kerlingar. Ég vil leyfa lesendum Dags að fá eitt af mínum ljóðum, en þetta samdi ég í fyrra á ferð um Innbæ Akureyrar. Ljóðið kom upp í huga minn og ég man það eins og það hefði gerst í gær þeg- ar ég stöðvaði bílinn og hripaði ljóðið niður á móts við lágreist hús í Aðalstræti. Innbærinn Gömul hús hvísla upp í vindinn, sögur og ljóð um horfin ár, horfinn tíma. Vindurinn ber orðin um garða, gnauðar á dyr ogglugga, unir sér ekki hvíldar fyrr en allir hafa heyrt. Gamli bær, gömul hús, lágreist og fögur. Saga ykkar er saga okkar, fjara og tré. Komandi kynslóðir munu dást að ilmi trjáa og formfegurð verka horfinna byggingameistara. Með kærri kveðju til Jóns Bjarnasonar, Hjálmars Jóns- sonar og allra hinna sem enn rembast við staurinn rjúpan forðum. ems og Hafa skal það sem sannara reynist í Degi 25. nóvember er sagt frá „andlitslyftingu" Lundar- brekkukirkju. Viðmælandi erúr Bárðardal. Ekki skal um þetta rætt fekar, þess í stað leiðrétt sú villa að það hafi brunnið þar torfkirkja. Sannleikurinn er sá að samkvæmt bestu skráðum heimildum var ekki torf í þeim kirkjum sem getið er um á Lund- arbrekku á þeim tíma sem best er vitað um, samkvæmt bókum. Það væri þá helst frá dögum Auðuns Rauðs um 1380, sem þá mun hafa verið biskup á Hólum samkvæmt bókum. Skráðar heimildir eru um kirkju og kirkjulegt starf á Lundarbrekku 1843. Þar segir: „Kirkja gömul og hrörleg", en eftir athugun „mjög fögur innan og vel búin að öllu sem í kirkju þarf að vera“. Árið 1853 er hún af héraðsprófasti aðeins til niðurrifs og byggja þurfti aðra. Þetta er bændakirkja svokölluð sem þýðir það að bóndinn og jarðeigandinn á kirkjuna og verður að halda henni í nothæfu ástandi. Þetta ár er byggð kirkja út timbri. Aðalsmiður, og sá sem ræður auðsjáanlegu mestu um smíðina, er Jónas Hallgríms- son, sá er til Brasilíu fór 1863. Hann er tengdasonur Jóns Sig- urðssonar á Lundarbrekku. Til er mjög góð úttekt á þessari kirkju og notað var allt sem not- hæft var úr hinni eldri kirkju eða kirkjum. Það hörmulega atvik skeður svo að þessi kirkja brennur með öllu sem í henni var 1878. Það er og var öllum hulin ráðgáta hvernig þetta mátti gerast. Aðeins eitt er til sem minnir á þessa kirkju. Það er kirkjustóllinn, en svo voru gjörðabækur kirknanna nefndar. Rétt er það að bjargast var við tjald þar til sú kirkja sem nú er kom til nota og hún sýnir það að ekki hefur þótt fýsilegt að byggja úr timbri. Þ.J. 2-DÁGUR - 7. janúar'1983

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.