Dagur - 07.01.1983, Side 3
MYNDLIST
Ólafur H. Torfason
... einhver nýr og
óþekktur Ragnar Lár
Ragnar Lár er þjóðkunnur
teiknari og hafa skopmyndir
hans og bókaskreytingar birst
víða um árabil. Fyrstu sjálf-
stæðu myndlistarsýningu sína
hélt hann í Reykjavík 1956 og
hefur alltaf annað veifið rifið sig
upp úr daglegu léttmetinu og
spreytt sig á viðureigninni við
alvarlegri myndverk. En því
miður skirrðist Ragnar alltof
lengi við að segja sig afdráttar-
laust úr lögum við hroðvirkni-
lögmál fjölmiðlamarkaðarins. í
10-15 ár hefur hann verið óopin-
bert dæmi um staðnaðan mynd-
listarmann. Hornóttur teikni-
stíllinn hefur viljað undirstrika
vafasöm hlutföll og óþróskað
formskyn. Of sjaldan birtist
nostur og úrvinnsla.
Ég viðurkenni hreinskilnis-
lega, að fordómar af þessum
sökum ollu því að það var með
hálfum huga sem ég læddi mér
inn á sýningu hans í Reykjavík.
Lesendur geta vart ímyndað
mér undrun mína er ég skyggnd-
ist um í Galleríinu. Þar blasti við
einhver nýr og áður óþekktur
Ragnar Lár. Parna var ekkert
klunnalegt og kæft í lit. Engu
hrækt upp í flýti. Á drifhvítum
veggjunum ómaði vorsöngur
litaglaðs náttúrubarns sem hyllti
bjúgform og milda skugga. Hví-
lík leysing í einum listamanni!
Hvílíkar falsanir eru verk þau
sem hann hefur áður fóðrað al-
menning á!
Ragnar Lár hefur að þessu
leyti söðlað um. Hann hefursagt
skilið við truflandi þætti sem
lögðust yfir einkalíf hans og
uppsker nú árngurinn, leysingu,
endurfæðingu. I litnum er heið-
ríkja, í teikningunni spenna.
Myndefni hans eru ýmisskonar
tarvegir og skorningar, eða þá
krossfiskættuð sprengiform sem
teygja sig burt frá köggli í miðju.
Á sýningunni voru bæði klippi-
myndir, pennateikningar, go-
uache-myndir og olíuverk. Enn
þá er Ragnar dálítið flæktur í net
harðrar teikningar og lokaðra
heilda, sem er arfur frá brauð-
striti pennans. Framtíð hans
gæti legið í andhverfingunni:
Mýkt dempaðra blæbrigða sem
renna saman eða mætast á ið-
andi samskeytum.
Þetta fannst fleirum en mér
gleðilegur atburður framan við
Stjórnarráðið: 30 myndirseldust
og lofleg ummæli birtust í
Reykjavíkurmálgögnum. Akur-
eyringar eru að ríkari
Brand-
arar
Greifi einn hafði þaðfyrirfastavenju
að koma daglega á sama barinn til
að fá sér kvöldhressinguna. í fylgd
með honum voru tveir risavaxnir úlf-
hundar sem hann hafði í bandi.
Þennan sið, að mæta daglega
klukkan sjö á barnum, hafði greifinn
haldið óslitið í fjölmörg ár og var
bareigandanum farið að finnast
þessi venja nánast ómissandi þátt-
ur í rekstrinum.
Svona gekk þetta fyrir sig dag eftir
dag og ár eftir ár. Greifinn mætti
með hundana tvo, keypti sér viskí-
sjúss og hundarnirfengu sína bjór-
kolluna hvor.
Dag nokkurn brá heldur betur út af
venjunni. Hundarnirkomueinir. Þeir
settust á rassin fyrir framan bar-
borðið og mændu vonaraugum á
bareigandann.
„Vesalingarnir," hugsaði bareig-
andinn með sér. „Best að ég gefi
þeim bjórinn, greifinn hlýtur að
standa mér skil á því, þótt síðar
verði."
Hundarnir fengu bjórinn sinn, löptu
hann af bestu lyst og fóru síðan að
því búnu.
Allt fór á sömu leið daginn eftir.
Hundarnir komu einir, fengu bjórinn
sinn og fóru síðan.
En þriðja daginn var greifinn aftur í
för með þeim. Hann gekk inn á
barinn, virðulegur í fasi og með lít-
inn kassa undir handleggnum.
Hann ávarpaði bareigandann og
sagði:
„Voruð það þér, sem voru svo vin-
samlegur að gefa hundunum mín-
um bjórinn sinn, þegar þeir komu
einir?“
„Jú vissulega, var það ég,“ sagði
bareigandinn stimamjúkur. „Hins
vegar er það ekkert til að hafa orð á,
aðeins sjálfsagður greiði við fastan
viðskiptavin."
„Ég er hér með dálitla gjöf, til að
launa þér greiðann," sagði greifinn
og setti litla kass ann á borðið.
Bareigandinn varð að vonum glaður
við tók kassann og opnaði hann.
Kom þá í Ijós, að í kassanum var
kjúklingur, rétt mátulega gamall til
slátrunar. „Þakka yður kærlega
fyrir,“ sagði bareigandinn. „Ég tek
hann með mér heim í kvöldmatinn
strax í kvöld."
„Nei,“ sagði greifinn. „Það er hrein-
asti óþarfi. Hins vegar þætti honum
mjög vænt um það, ef þú skryppir
með hann í bíó, svona stöku
sinnum, hann er svo mikið fyrir kvik-
Sjáðu alla
vnnmqana
eru í boðL
$r. ^
"kX.4
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
HEFUR VINNINCINN