Dagur - 07.01.1983, Page 12
Akureyri, föstudagur 7. janúar 1983
Það hefur snjóað í Reykjavík!
31. janúar. Síðastliðinn sunnudag gerði stórhríð í
Reykjavík og næsta nágrenni - fyrstu stórhríð vetrarins -
og hefur ekkert náttúrufyrirbrigði hér á landi fengið
nákvæmari né orðfleiri lýsingar í útvarpinu en þessi
stórhríð, (minnir þetta ekki á eitthvað sem hefur verið að
gerast síðustu daga?) Um Norðurland og Austurland hef-
ur snjóað í allan vetur, þar hafa gengið stórhríðar dögum
saman, samgöngur allar teppast. . . en fátt hefur verið
sagt frá þessum atburðum í „ríkisútvarpinu". Má af þessu
sjá að það eru engar smáfréttir þegar snjóar í Reykjavík.
Óskilamenn á vinnuhæli
7. febrúar. Á fundi bæjarráðs 2. þ.m. var enn rætt um
vangoaldin barnsmeðlög og fjárútlát bæjarins af þeim
sökum svo og ráðstafanir til þess að koma óskilamönnum
á vinnuhæli. Samþykkt var að reyna að tryggja bænum
vist fyrir tvo menn á vinnuhæli sem fyrirhugað er að koma
á fót í Reykjavík. Mun þessi samþykkt þýða að bærinn ger-
ist aðili að stofnun heimilis af þessu tagi.
Bandaríkjamenn hræddir
7. mars. Eitt víðlesnasta blað veraldar, ameríska tímarit-
ið Life, birtir hinn 12. febrúar grein um loftvarnir Banda-
ríkjanna og hugsanlegar loftárásir á helstu borgir þar í
landi. í greininni kemur skýrt fram að af teikningum og
skýringamyndum óttast Bandaríkjamenn fallhlífarliðsár-
ás Rússa á íslandi og Alaska og bendir ritið á að frá þess-
um stöðum megi ná til allra Bandaríkjanna á flugvélum.
Þessi grein hins ameríska tímarits sýnir Ijóslega að vestan
hafs óttast menn meira um öryggi íslands en íslenskir
valdamenn sem virðast una því allvel að landið er óvarið
með öllu og opið hvaða landræningja sem er ef hann hefur
nokkrum liðsstyrk á að skipa . . .
Dalvíkingar vondaufir
14. mars. Dalvíkingum hafði enn ekki borist endanlegt
svar frá ríkisstjórninni um það hvort hún vilji selja þeim
einn togara (ásamt Ólafsfirðingum), er síðast fréttist, en
líkur fyrir því að svarið yrði jákvætt voru taldar heldur litl-
ar á mánudaginn. Dalvikingar höfðu tryggt nægilegt fjár-
magn til þess að leggja fram til kaupanna og ríkti almenn-
ur áhugi á málinu. Munu þessi málalok valda miklum von-
brigðum á Dalvík og Ólafsfirði sem eiga við erfitt
atvinnuástand að búa og vildu gera þetta stóra átak til
þess að efla atvinnulífið á þessum stöðum.
Hætt að skammta
14. mars. Skömmtun á sykri verður afnumin næstu daga
segir í fregn frá Reykjavík. -Fara skömmtunarvörurnar þá
að týna tölunni og munu fáir harma það. Eftir er þá aðeins
smjörlíki og smjör á hinum venjulega matvælaseðli.
Ríðandi inn í skólann!
14. mars. Aðfaramótt sl. sunnudags var hringt til lög-
reglunnar úr Menntaskólanum og sagt að maður á hest-
baki væri kominn upp á útidyratröppur skólans og virtist
ætla að ríða inn í húsið! Lögreglan brá við og sótti mann-
inn og er mál hans í rannsókn. Skólameistari mun sjálfur
hafa tekið á móti riddaranum í anddyrinu.
Bautinn - Smiðjan
Erum farnirað taka á móti pöntunum
í árshátíðir og þorrablót
bæði í Smiðju og úti í bæ
„Ég er búln
að sauma ansi
44
marga búninga
- SpjaUað við Freygerði Magnúsdóttur búmngahönniið L.A.
Fyrir mörgum árum var mér
sagt að leikhúslífi fylgdi
spenna, glens og gaman. Það
fylgdi sögunni að annar eins
letingi og ég í tiltekt ætti
heima á slíkum stað - leikhús-
fólk væri nefnilega ekki stöð-
ugt að laga til og setja hlutina
á sinn stað. Svei mér ef þessi
gamla kenning var ekki stað-
fest á dögunum þegar ég
hnaut um Freygerði Magnús-
dóttur, búningahönnuð LA, í
Samkomuhúsinu. í herberg-
inu sem hún hefur aðsetur í
var allt á hvolfi, kassar hér og
kassar þar, hattar uppá hillu
og peysur á gólfinu. I einum
kassanum voru sallafípir
svartir hattar. Þeir voru
merktir með gylltum stimpli:
KEA. Auðvitað var ég svolít-
ið imponeraður að sjá merki
kaupfélagsins míns á þessum
stað og innan í svörtum hatti.
Raunar hef ég ekki enn séð
þann flöt sem KEA-merkið
fer ekki vel á.
Annars var ég kominn tölu-
vert útfyrir efnið. Freygerður
var þarna fyrir framan mig og
auðvitað spurði ég hana fyrst
hvernig stæði á öllu þessu dóti.
Hún Freygerður var ekki lengi
að upplýsa það. Leikarar LA
voru fyrir sunnan á dögunum,
sýndu Atómstöðina í Þjóðleik-
húsinu og það hafði ekki gefist
tími til að taka upp úr kössunum
og látið dótið á rétta staði. Með
öðrum orðum þá var þetta ekki
eðlilegt ástand. Þvert á móti.
Hún Freygerður er búin að
vera fastráðin hjá LA í sex ár.
„Jú, ég er búin að sauma ansi
marga búninga. Ég hef ekki tölu
á þeim.“
- Er til spjaldskrá yfir þá
muni sem eru í eigu Leikfélags-
ins?
- Við erum ekki búin að gera
slíka skrá, en ég er búin að fá
sæmilega aðstöðu fyrir búning-
ana og það sem þeim tilheyrir.
Það kostar óskaplega mikla
vinnu að halda þessu öllu í röð
og reglu, það tekst eiginlega
aldrei að halda þessu í nógu
góðu lagi. Plássið er ekki nógu
gott en samt miklu betra en ég
hef haft áður, en ég fékk heilt
herbergi hérna norðurí.
- Teiknarþúogsaumarlíka?
- Ég geri það nú ekki oft en
það kemur fyrir.
- Hvernig gengur að fá efni í
búningana?
- Það er svolítið erfitt en ein-
hvern veginn gengur það nú
samt.
- Takk fyrir spjallið Frey-
gerður.
-áþ.
Freygerður Magnúsdóttir.
;
'
Roadrunner (nylon)
Waffle Trainer (nylon)
Dynasty Lo (leather & mesh)
ÆE^
Það besta er ódýrast
Merkið sem tryggirgæðin
.. .r.'l.’ l'‘ A 1 . .
Centre Court (leather)
Lady Killshot (nylon mesh) Player (leather & mesh)