Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ
Atti ekkí að
loka 1. mars?
„Einn reiöur“ skrifar:
Ég er einn þeirra sem eiga börn
er sækja í það að eyða frístund-
um sínum á stað hér í bæ sem
heitir Las Vegas. Sennilega
kannast margir uppalendur við
það að þessi salur er svokallaður
leiktækjasalur, en er að mínu
mati ekkert annað en staður þar
sem vasapeningar unglinganna
eru hirtir af þeim gegn því að
þeir fái að hrista einhver leik-
tæki.
Ég man ekki betur en ég hafi
séð það í Degi skömmu eftir að
þessi staður opnaði að hann væri
starfandi í hálfgerðri óþökk
bæjaryfirvalda sem lýstu því
hinsvegar yfir að þau myndu láta
reksturinn afskiptalausan til 1.
mars. Þá yrði staðnum lokað.
Nú er komið fram í miðjan
marsmánuð og enn er Las Vegas
opinn þeim unglingum sem hafa
vasapeninga undir höndum. Er
það ofverk bæjaryfirvaldanna
að efna loforð sitt?
Ég hefði haldið að ef leyfa eigi
slíkan stað sem þennan þar sem
krakkarnir geta skemmt sér við
peningaspil þá ættti slík starf-
semi að fara fram undir ströngu
eftirliti, og helst á vegum
ábyrgra félagasamtaka sem jafn-
framt myndu ekki láta gróða-
sjónarmiðið eitt ráða ferðinni.
En burtséð frá því vil ég nota
þetta tækifæri og skora á yfir-
völd á Akureyri að efna ioforð
sitt og loka þessum stað hið snar-
asta.
Skovinnustofa Akureyrar
auglysir:
Akureyringar-Nærsveitamenn
Athugið að láta gera við skóna
tímanlega. Það borgar sig.
Skóvinnustofa Akureyrar
Hafnarstræti 88, sími 23450.
Úrvalið er í
ESSO Nestunum:
Nýkomið:
Úrval af sólgleraugum á herra, dömur og
börn. Skíðagleraugu. Margar tegundir af
kartöfluflögum og partývörum. Páskaegg
í öllum stærðum frá Mónu og Nóa.
Sætaáklæði - margir litir.
Allskonar þokuljós og kastarar, Ijós með
svörtum grindum fyrir. Torfærutjakkar,
hjólatjakkar. Lakk og grunnur á spray-
brúsum, margir litir. Spil á jeppa. Breiðir
gúmmílistará hliðar. Rafgeymar án sýru -
ekkert sull. Skíðabogar í úrvali, einnig
stakar teygjur og klossar.
Á Range Rover: Merktir listar á hliðar.
grindur fyrir Ijós.
Gúmmístuðarahorn.
Orginal sætaáklæði
og margt fleira.
Colt: Skíðabogar.
Toppgrindur.
Spoilerar
og margt fleira.
£sso
Tryggvabraut 14, sími 21715
Veganesti Hörgárbraut sími 22880
Krókeyrarstöð Innbænum sími 21440
Mynd: H.Sv.
Lou Bennet, Paul Weeden og Sigurður Karlsson á fullri ferð.
Stórkostleg heimsókn
ástæðum ekki spilað með þeim, að framhald verði á. Og þá ættu
en slapp furðuvel frá sínu. fleiri að líta inn því enginn má
Allt varð til þess að gera þessa missa af svona stórkostlegum
hljómleika að miklum og áhrifa- jazzistum þegar þeir leggja
ríkum listviðburði sem ég vona saman.
Hvað er hvað?
„Jazzari“ skrifar:
Ég er einn þeirra heppnu sem
fór á jazztónleikana í Borgar-
bíói á dögunum og sá þá snill-
inga Lou Bennett, Paul Weeden
og Sigurð Karlsson taka þar til
hendi við hljóðfærin sín.
Og þvílík tilþrif. Það eina sem
mér þótti miður við þessa tón-
leika var það að ekki skyldu vera
fleiri áhorfendur (heyrendur)
viðstaddir þennan frábæra
konsert. Snilli Weeden þekkja
allir frá því hann var hér á sl. ári,
en Bennett hefur ekki komið
hingað áður. Ég hreinlega gapti
af undrun yfir leikni hans á
hljómborðið, og ekki voru takt-
arnir síðri er hann fór fótum um
bassapedalana. Sigurður Karls-
son hafði ekki hitt þessa kappa
áður og því af skiljanlegum
„Þorpari“ skrifar:
Mig langar til að koma með
fyrirspurn varðandi jafnréttis-
mál. Þann 19. febrúar sl. var
haldinn athyglisverður fundur á
KEA um áfengisvandamál
kvenna og stóð Jafnréttishreyf-
ingin fyrir fundinum.
Um áramót kom ábending frá
jafnréttisnefnd Akureyrar um
misháa álagningu á kvenfatnaði
og öðrum fatnaði. í sjónvarpinu
kom þann 19. febrúar viðtal við
formann Jafnréttisráðs vegna
ráðstefnu sem haldin var um
stjórnmálaþátttöku kvenna.
Nú langar mig að vita hvort
þetta eru allt sömu aðilarnir og
ef svo er ekki, hver er þá munur-
inn?
PIUSIAN
ÞÚ SAFNAR QG BANKINN BÆTIR VIÐ
Þú getur haft þrefalt til fjórfalt fé
í höndum eftir umsaminn sparnaö.
Öllum er frjálst að opna
Plúslánsreikning,
hvort sem þeir hafa skipt við
Útvegsbankann hingað til eða ekki.
Er ekki Útvegsbankinn
einmitt bankinn fyrir þig.
ÚTVEGSBANKINN
HAFNARSTR/ETI 107
600 AKUREYRI
2 rr DAGUR -18. mars 1989,,