Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAV(K) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÖRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kosningabaráttan hafin Segja má að kosningabaráttan sé hafin. Hún hófst með eldhúsdagsumræðum sl. mánu- dagskvöld sem var sjónvarpað og útvarpað. Ekki er hægt að segja að mikil reisn hafi ver- ið yfir talsmönnum stjórnarandstöðunnar í þessum umræðum. Ef til vill er þess ekki held- ur að vænta miðað við ástandið í þeim herbúð- um. Flokkar þeirra margklofnir og flestir for- ingjar þeirra fallnir og það áður en út í sjálfan bardagann er komið. Ég hygg að ekki sé hægt að benda á neina hliðstæðu í okkar stjórnmálasögu að forysta stjórnarandstöðunnar hafi fengið aðra eins ráðningu hjá eigin flokksmönnum fyrir frammistöðuna eins og nú hefur átt sér stað. — Og ekki nóg með það. Innbyrðis illdeilur virð- ast vaxandi í báðum flokkunum þó ekki skorti yfirlýsingar þeirra um einhug og eindrægni. Allt frá kosningasigri Alþýðuflokksins 1978 hafa forustumenn hans eytt mest allri orku sinni í innbyrðis átök og valdastreitu og á þessari stundu má sjá ýmis merki þess að hon- um takist að eyða sjálfum sér ef fram fer sem nú horfir. Einn af aðaltalsmönnum hans keppti um það að verða varaformaður flokks- ins og skorti til þess sjö atkvæði að ná því tak- marki. Þessi úrslit urðu til þess að hann sagði sig úr flokknum og er nú að reyna að stofna utan um sig ný samtök. Þessi nýi sjálfskipaði stjórnmálaforingi eyðir allri orku sinni til að sýna fram á að hann sjálfur og hans gömlu fé- lagar hafi verið á villigötum í stefnu og starfi. Hinn særði metnaður hefur gert hann að hálf- gerðum umskiptingi í íslenskum stjórnmálum því fyrir liggur að ef hann hefði borið sigurorð af Magnúsi H. Magnússyni væri allt í lagi með stefnu og starf Alþýðuflokksins að dómi Vil- mundar Gylfasonar. Það sem skiptir máli að hans dómi er hvorki stefna né starf eins eða neins heldur einungis frami Vilmundar Gylfa- sonar. í sjónvarpsumræðunum frá Alþingi talaði forsætisráðherra til flokksbræðra sinna nokkr- um vel völdum orðum. Hann lýsti því á glögg- an og skilmerkilegan hátt hver væri orsaka- valdur þess ágreinings sem nú um sinn þjak- aði Sjálfstæðisflokkinn. Hann lýsti því hvernig áhrifaöfl í flokknum hefðu fjarlægst fjálslyndi og víðsýni er hann taldi hafa verið aðal ein- kenni flokksins undir forustu Ólafs Thors. Hann benti á að frjálslyndari menn flokksins hefðu fengið annan og betri dóm í prófkjörum en hægri mennirnir. í máli hans kom vel fram það hyldýpi sem er á milli þessara fylkinga. Hinn nýi foringi, Albert Guðmundsson, svar- aði forsætisráðherra á fremur ósmekklegan hátt. Yfirvegað yfirbragð og virðuleiki, sem hefur einkennt hann, var horfinn eftir að hann yfirgaf forsætisráðherra. - Þar sannast hið fornkveðna að hver dregur dám af sínum sessunaut. ,,Þetta erhálf- mein- lætaIíF‘ - Við búumst við geysilega skemmtilegri og jafnri keppni á þessu móti og það er öruggt að það verður hvergi gefinn millimetri eftir, sögðu þeir Sigurður Gestsson og Gísli Rafnsson hjá Vaxtarrækt LRA í sam- Einn keppendanna í kvennaflokki á ísiandsmótinu. Mynd: Flosi Jónsson. Sigurður Gestsson íslandsmeistari í 70 - 80 kg. flokki á íslandsmótinu í vaxtarrækt. Myndin er tekin á íslandsmótinu fyrra en þá bar Sigurður einnig sigur úr býtum. 4 - DAGÚR -18. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.