Dagur - 18.03.1983, Side 8

Dagur - 18.03.1983, Side 8
Sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar hefst 22. mars kl. 20.00 í Félagsborg. Stjórnin. Bílaklúbbur Akureyrar Aðalfundur verður haldinn að Hótel Varðborg sunnudaginn 20. mars kl. 2 e.h. Kaffiveitingar. , . Til fermingargjafa Sálmabækur-Biblíur-Atlasar og allar aðrar fáanlegar bækur. Fermingarkort ir Pennar iF Pennasett ir Hnattlíkön ir Skjalatöskur ir Feröa- töskur ir Ritvélar * Skrifborösstólar sími 22734 & 21713, Kaupvangsstræti 4, Akureyri Dynheimar Kvöldskemmtun laugardagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Skemmtunin hefst meö sýningu Leik- klúbbsins Sögu á rokksöngleiknum „Lísu í Undralandi“. (Sýningum fernú óöum aö fækka). Síöanheldurhljómsveitin 1/27tón- leika og loks verður diskótek ’69 til kl. 01.00. Miðaverð á alla skemmtunina aðeins 150 kr. Dynheimar. Frá Yfirkjörstjóm Norðurlandskjördæmis eystra Framboðslistum vegna Alþingiskosninganna 23. apríl 1983 ber að skila til formanns Yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis eystra, Ragnars Stein- bergssonar, hrl., Espilundi 2, Akureyri, fyrir kl. 24.00 þriðjudaginn 22. mars 1983. Framboðslist- um skulu fylgja tilskilin gögn svo og nöfn umboðs- manna listans. Yfirkjörstjórnin kemur saman að Gránufélagsgötu 4, Akureyri, miðvikudaginn 23. mars 1983 kl. 13.00 til þess að fjalla um listana. í Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra 17. mars 1983, Ragnar Steinbergsson Jóhann Sigurjónsson Jóhannes Jósepsson Guðmundur Þór Benediktsson Freyr Ófeigsson UREINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir Réttlætíð er afstætt Þessum pistli er ætlað að bera nafn með rentu því ég hef hugs- að mér að láta vaða á súðum um ýmsa hluti, fara úr einu í annað. Símatími útvarpsins á mánu- dagsmorgnum er mjög þarfur þáttur, þangað geta allir hringt og fengið útrás fyrir það sem þeim liggur á hjarta. Þeir sem bara hlusta eiga eflaust líka sín hjartans mál en oft á tíðum heyra þeir einmitt í þessum þætti að á því máli geta verið aðrar hliðar. Það getur meira að segja verið hjartans mál einhvers ann- ars að með þveröfugri aðferð náist mesta réttlætið. Áberandi er nefnilega í þessum þætti hversu margir benda á einhvers konar ranglæti sem þeim finnst viðgangast í daglegu lífi. Réttiæti er bara svo skelfilega afstætt hugtak, það sem einum finnst fullkomið réttlæti getur öðrum þótt hróplegt ranglæti. Sumt af því sem ég tek hér fyrir hefur borið á góma í þessum mánudagssímatíma annað ekki. Þá er hundahaldið í Reykja- vík enn einu sinni orðið hitamál. Vissulega finnst hundaeigend- um réttlátt að þeir fái að hafa sína hunda. Hinum finnst rang- læti í þessu, annaðhvort gagn- vart hundunum sjálf- um eða þá að þeir skíta á götur og gangstéttar, gelta og fara í taugarnar á sumum. En hvaða hlutur getur ekki farið í taugarn- ar á manni ef maður lofar hon- um að gera það? í blöðum hef ég lesið að mæð- ur í Reykjavík séu svo illa stadd- ar að þær verði að hætta við að hafa börn sín á gæsluvöllum borgarinnar þar sem slík þjón- usta sé ekki lengur ókeypis held- ur kostar 10 krónur á dag fyrir barn. Sumum finnst þetta hróp- legt ranglæti, öðrum ekki og benda til dæmis á að það sé rang- læti að hinir sem ekki eiga börn eigi að standa undir kostnaði við barnagæslu í borginni. Því má svo bæta við að hér á Dalvík kostaði þegar í fyrrasumar 10 krónur að hafa barn á gæsluvelli í fjóra tíma og hef ég ekki heyrt nokkra manneskju tala um að það sé of mikið. Eflaust verður það hærra í sumar ef að líkum lætur. Eitt er það þó sem ég held að fáum finnist réttlæti, þó það sé bundið í lögum, en það er vísi- töluhækkun launa. Bara hækk- unin hjá þeim sem hæst hafa launin jafngildir stundum öllu mánaðarkaupinu hja þeim lægstlaunuðu. Ef til vill hafa þeir hálaunuðu svo dýrar venjur að þeim veiti ekkert af þessu, það gæti kannski nægt fyrir einum símareikningi sem þeir fá ofan á kaupið sitt. Þeir lægstlaunuðu sleppa við svoleiðis útgjöld því þeir hafa ekki efni á að hafa síma yfirleitt, eða hvað? Nú er hiti í bíleigendum, þ.e.a.s. næstum allri þjóðinni, vegna fyrirhugaðs vegaskatts á bíla „krónu á kíló“- skattsins. Má nærri geta hvort þeim á stóru bílunum finnst hann ekki rang- látur. Einhver ágætismaður benti á í símatíma sl. mánudag að samkvæmt eðlisfræðilögmál- um um þunga, hraða og viðnám, komi stóru bílarnir mörgum sinnum fastar niður á vegina, hlutfallslega, en þeir minni. Væri þess vegna réttlæti í að vörubílstjórar greiddu fleiri en eina og iafnvel fleiri en tvær á kílóið. Á öndverðum meiði var hins vegar kona sem greinilega þekkti til kjara vörubílstjóra. Þeir lifðu sko engu sældarlífi og ættu þess vegna helst að sleppa við þennan skatt. Hitt er svo annað mál að hin gengdarlausa, íslenska skatt- heimta af bílum og öllu sem þeim við kemur, til dæmis bens- íni, á hvergi sinn líka í heimin- um og sjálfsagt þó víðar væri leitað. Miðað við hana og miðað við þjðartekjur á mann á íslandi ættum við fyrir löngu að vera farin að aka á hverjum einasta vegarspotta vel slitlögðum. Ástæðan fyrir því að svo er ekki er meðal annars sú að bíleigend- ur hafa verið gróflega sviknir áratugum saman. Þessi og hinn skatturinn og prósenturnar af hinu og þessu hafa átt að fara f vegina en ekki komist þangað. Landsfeðurnir hafa eytt í óþarfa í staðinn, æ, þá langaði bara svo í þetta, eins og börnin segja og fyrst peningarnir voru þarna því þá ekki að nota þá? Það er líka lögmál á íslandi að skattur sem einhverntíma hefur verið lagður á, kannski til eins árs, kannski til bráðabirgða, hverfur aldrei aftur, í mesta lagi er skipt um nafn á honum. Fram kom í símatímanum margnefnda að styrkja ætti vörubílstjórana, til dæmis með því að greiða hluta af eldsneyti bílsins, líkt og gert væri fyrir sjómenn!!! Nú segir maðurbara HA? Það er nefnilega þannig hjá sjómönnum að áhöfn togar- anna borgar olíuna að hluta. Sá hluti er tekinn af aflaverðmæti áður en hlutaskipti fara fram. Þetta samsvarar því að skrif- stofufólk borgi til dæmis raf- magnsreikninga þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Ætli þá kæmi ekki hljóð úr horni? Að lokum langar mig til að minnast á það flóð af sníkjum og betli sem rignir inn á hvert heim- ili landsins mörgum sinnum á ári. Ég get hreint ekki liðið að sífellt bætist við fyrirtæki og stofnanir í þessu landi sem sjá þarna tekjulind og leyfa sér að senda almenningi „sníkjusnep- il“ af einhverju tagi, jafnvel með ákveðinni upphæð. Mér er alveg sama hvort fólk vill kalla þetta nísku í mér eða hreina mann- vonsku, mér finnst þetta frekja og áskil mér rétt til að láta heim- ili mitt ganga fyrir uppihaldi stofnana á suðvesturhorninu. Ríkið fær víst nóg af manni samt sem þessar stofnanir fá svo líka þaðan. Ef endilega þarf að gera þetta svona ætti einungis að stíla þessa sníkjusnepla á fólk sem hefur yfir 400 þúsund eða svo í árstekj- ur, það ætti að vera aflögufært, gæti að minnsta kosti látið lág- launabæturnar renna í svona „góðgerðarstarfsemi". Gamlarmyndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljósmyndaplötusafni Hallgríms Einars- sonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Minjasafn- sins á Akureyri, Aðalstræti 58, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir" sem þar munu einnig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: V ■ 8l'-~ DAG U R íriáfs-1983

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.