Dagur - 18.03.1983, Page 11

Dagur - 18.03.1983, Page 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Páska- eggja- sala Kiwanis- manna Félagar í Kiwanisklúbbn- um Kaldbak eru nú að hefja hina árlegu páska- eggjasölu sína. Þeir munu ganga í hús næstu daga og bjóða bæjarbúum páska- egg til kaups. Aðalstyrktarstarfsemi Kiwanismanna á Akur- eyri undanfarin ár hefur verið stuðningur við Sjálfsbjörg, félaglamaðra og fatlaðra. Af öðrum verkefnum klúbbsins má nefna að á síðasta ári voru skátum gefnar talstöðvar, hugsaðar til notkunar fyrir leitar- og þjálfunar- flokka. Fjár til styrktarstarf- seminnar hefur aðallega verið aflað með sölu páskaeggja og með kart- öflurækt. Eitt meginmarkmið Kiwanismanna er að stuðla að framgangi þeirra mála sem til heilla horfa fyrir samfélagið og hafa milligöngu um stuðning bæjarbúa við þau. Viðtökur þeirra hafa ávallt verið mjög góðar og eru þeim færðar þakkir fyrir það um leið og von- ast er til að svo verði einn- ignú. Rauða húsið: Málverka- sýningog upplestur Á morgun (laugardag) kl. 16 opnar Jón L. Halldórs- son sýningu á verkum sín- um í Rauða húsinu. Sýn- ingin stendur til fimmtu- dagsins 24. mars og verð- ur opin daglega frá kl. 16- 20. Nk. þriðjudag mun Jón L. Halldórsson lesa nokk- ur ævintýri eftir Oscar Wilde í Rauða húsinu. Sjálfur hefur Jón þýtt verkin og hefst lesturinn kl. 21. Opið hús hjá Bimbó Það verður opið hús í Bimbó um helgina, þann- ig að nú er um að gera Allra meina bót Leikfélag Raufarhafnar æfir um þessar mundir leikritið Allra meina bót eftir Patrek og Pál en tónlistin í þessu verki er eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Ámasyni. Elinborg Sigurgeirs- dóttir sér um undirleik en Elinborg er jafnframt tónlistarkennari á Rauf- arhöfn. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson frá Neskaupsstað en stefnt er að því að frum- sýna verkið 24. mars á Raufarhöfn. GH Skemmtun í Freyvangi Kennaraháskólanemar syngja á Sal MA Um næstu helgi kemur kór Kennaraháskóla ís- lands í tónleikaferð til Akureyrar. Tónleikarnir verða á Sal Menntaskól- ans á Akureyri laugardag- inn 19. mars og hefjast kl. 17. Verkefnaskrá kórsins er fjölbreytt. Má þar nefna þjóðiög frá íslandi og Norðurlöndum og auk þess sönglög eftir íslensk og skandinavísk seinni tíma tónskáld. Stjórnandi kórsins er Herdís Odds- dóttir. í kór Kennaraháskóla Íslands eru um 30 manns, nemendur í Kennara- háskólanum og Tón- menntadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Kvenfélagið Aldan í Öngulsstaðahreppi gengst á sunnudaginn kl. 14 fyrir síðdegisskemmt- un og verður hún í Frey- vangi. Allur ágóði af skemmt- unni rennur til kaupa á sónartæki sem afhent var FSA á sl. ári, en það gáfu kvenfélög í Eyjafirði sjúkrahúsinu. Á skemmt- uninni á sunnudag verða góð skemmtiatriði. Aðgangseyrir verður 120 krónur fyrir fullorð- na, en 80 krónur fyrir 7- 12 ára. Veislukaffi er inni- falið í verðinu. liði kvöldskemmtunar- ekkert aldurstakmark á innar en að sjálfsögðu er leiksýninguna. íþróttir um helgina fyrir alla þá sem áhuga hafa á tökkum og tólum að drífa sig á staðinn og fikta sig sadda. - Mig langar með þess- ari nýbreytni að gefa fólki tækifæri til að kynnast þeirri starfsemi sem hér fer fram og það má gjarn- an koma fram að gestir geta fengið að spreyta sig í stúdíóinu og tekið upp smá efni ef þeim býður svo við að horfa, sagði Pálmi „Bimbó“ Guð- mundsson í samtali við Dag, en samkvæmt upp- lýsingum Pálma verður stúdíóið opið gestum, laugardag og sunnudag frá klukkan 14-19. Stúdí- óið sem er 16 rása er til húsa að Óseyri 6 og ekki er að efa að fólk mun hafa gaman af að líta þar við og sjá hverning hlutirnir ger- ast í raun og veru. Lísa og Þursar í kvöld, föstudagskvöld, heldur Þursaflokkurinn tónleika í Dynheimum og hefjast þeir klukkan 21.00. Aldurstakmark á hljómleikana er f. 1969 og fyrr. Annað kvöld, laugar- dagskvöld, verður svo haldin gríðarmikil kvöld- skemmtun í Dynheimum. Skemmtunin hefst með sýningu Leikklúbbsins Sögu á „Lísu í Undra- landi.“ Að henni lokinni hljómnsveitin Vil um stund og síðan verður diskótek til klukkan 01.00. Miðaverðið á alla skemmtunina er aðeins 150 krónur en einnig er hægt að kaupa miða á hvern lið skemmtunar- innar fyrir sig. Miðasalan opnar klukkan 16.00, en skemmtunin sjálf hefst kl. 20.30. Aldurstakmark er f. 1969 og fyrr á tvo síðari Fermur rólegt verður á íþróttasviðinu um helgina hér á Akureyri. Hinsveg- ar virðist veðrið ætla að verða gott (a.m.k. er svo þegar þetta er skrifað) og því tilvalið að skella sér í trimmið. íþróttafélag fatlaðra er með opið mót í íþrótta- höllinni á morgun (laugardag). Það hefst kl. 9.30 og stendur yfir allan daginn. Keppt verður í boccia, borðtennis, bog- fimi og lyftingum og er aðgangur ókeypis fyrir þá sem vilja eftir hádegi. í Hlíðarfjalli verður svigmót fyrir 12 ára og yngri. í fjallinu er af- bragðs skíðafæri og tilval- ið fyrir áhugafólk sem ekki hefur fengið of mörg tækifæri í vetur að skella sér á skíðin. Fjölskyldu- trimmið er í fullum gangi og sérstakar göngubrautir troðnar um allt fjall. Á mánudagskvöldið er „stórleikur" í höllinni í handknattleik kl. 10.30. Þar keppa KA og Þór í „öldungafokki“ og er ekki að efa að gömlu stjörnurnar munu taka þar hraustlega til hend- inni ef að líkum lætur. 18. mars 1983 -r DAGUR-11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.