Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1983, Blaðsíða 7
arsdóttir, myn álann á Akure námskeiði einu sinni í viku.“ „Þú ætlar náttúrlega að ljúka þessu námi?“ „Það er allavega hugmyndin. Ég hef hins vegar ekki hugsað svo langt hvernig ég kem til með að nýta mér þetta nám“ „Það hefur komið til tals að taka upp hönnunarnám við skólann, hvernig líst þér á þá hugmynd?“ „Mér líst náttúrlega mjög vel á hana. Þetta er svo mikill iðnað- arbær og mikil vöntun á fólki með slíka menntun. Ég er ekki í vafa um það að mikli meiri áhugi væri fyrir slíku námi hér heldur en t.d. fyrir sunnan. Varðandi spurninguna um það hvernig ég kem til með að nýta þetta nám þá langar mig að sjálfsögðu til að mála og þess vegna er ég í þessu. Hvort ég kem til með að mála fyrir aðra eða aðeins sjálfa mig get ég ekki sagt um. Aðallega er ég að þessu fyrir sjálfa mig,“ sagði Þorgerður að lokum. „Ég er í sjálfu sér ekki dómbær- ari á það hvað er list og hvað ekki list. Hins vegar hættir okkur alltaf til að leggja peningamat á listina, gott dæmi er nýlist og consept- eða hugmyndafræðileg list sem erfitt getur verið að meta til pen- inga. En þó að almenningur sé ekki í takt við margt af því nýja sem gerist í listum þá eru allir ný- ir straumar í listum undirstaða þess sem síðar gerist. Það geta komið byltingar þar sem verkin sjálf eru ekki mikils virði en þau geta opnað nýja hugsun, opnað nýja leið. Oft má svo deila um það hvort áhrifin eru góð eða vond eins og t .d. hefur verið gert varð- andi þau áhrif sem Bítlarnir höfðu á ungt fólk og gætir enn hjá þessu fólki þegar það eldist. Hér er geysilega öflugur tónlist- arskóli og mér er sagt að þetta sé fjölmennasti tónlistarskóli á land- inu. Þetta hefur áhrif langt út fyrir skólann eins og dæmin sanna. Varðandi myndlistarnám finnst mér það spurning um mannrétt- indi hvort Norðlendingar hafi stóran og öflugan myndlistarskóla eða þurfi að sækja allt til Reykja- víkur.“ „En hvað með áhrif lista út fyrir hóp þeirra sem beinlínis vinna að þeim, ef þú getur vikið að því ör- lítið nánar?“ „Ragnar í Smára sagði einu sinni við mig að hann hefði tekið eftir því að það að hafa eitt gott listaverk inni á vegg á heimilum gjörbreytti fólkinu til hins betra og hann sagðist hafa horft upp á þetta oftar en einu sinni. Þess vegna hafi hann farið út í að láta gera eftirprentanir af góðum verkum íslenskra myndlistar- manna. Það er ekkert vafamál að listin getur haft mikil og margvísleg áhrif. Það hafa stundum komið upp listastefnur sem menn hafa talið að gætu frelsað heiminn. Því miður held ég að listin geti það nú ekki eins og hún er í dag. En ef einhverjum getur liðið pínulítið betur fyrir tilstuðlan listaverks þá er til einhvers unnið, en þetta er árangur sem er erfitt að mæla.“ „Nú stendur hcimurinn jafnvel frammi fyrir því að hagvöxtur verði fyrir bí og að kreppi á efna- hagslega sviðinu til frambúðar. Getur þetta orðið til þess að listir öðlist ennþá meiri þýðingu en þær hafa í dag?“ „ Ef ég á að gerast spámaður þá myndi ég nú spá því, já. Bæði að fólki sem stundar listir muni fara mjög fjölgandi, einkum því sem stundar þetta mest fyrir sjálft sig og einnig að verðmætamatið muni breytast. Margir hafa spáð því að Guðrún Svava Svavarsdóttir. skóla“ þörfin fyrir listaskóla muni stór- aukast á næstunni, bæði vegna styttingar vinnutímans og jafnvel vegna atvinnuleysis sem ekki þarf endilega að hafa í för með sér iðjuleysi. Maðurinn brjálast ef hugurinn getur ekki verið upptek- inn af einhverju uppbyggjandi og skapandi. ..spurning um mannréttindi hvort Norðlendingar hafa stóran og öflugan myndlistar- Þetta með aukna þörf fyrir myndlistaskóla er reyndar orðið augljóst í Reykjavík því maður sér hvað það er gífurlegur fjöldi þar sem leggur stund á myndlist á námskeiðum. Fólk leggur á sig heilmikið erfiði og peningaútlát vegna þessa og af hverju gerir fólk þetta? Það virðist fá eitthvað út úr þessu sem t.d. skemmtanir veita því ekki, innri frið og ánægju yfir vel unnu verki. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir hvern ein- stakling að finna sér eitthvað sem veitir lífsfyllingu og með því að skapa eitthvað sjálfur, gefa eitt- hvað af sjálfum sér, veitist mönn- um mikið.“ sem eru í náminu og áhrifin breið- ast út. Fólk fer meira að hugsa um umhverfi sitt og ég held að það sé mannbætandi fyrir hvern og einn.“ „Nú eru ekki allir sammála um það hvað sé list. Sumir telja list eingöngu fallega eftirgerð af landslagi sem fer vel á vegg og þeir hinir sömu verða vitni að ein- hverju allt öðru og finnst lítið til koma. Mér dettur nú t.d. í hug sýningin Gullströndin andar sem nýlega var haldin í Reykjavík og fólk fékk nasasjón af í sjónvarpi og margir hafa hneykslast á. Hvað viltu segja um þetta?,, „Ég held að þarna vanti vissa brú á milli og ég er ansi smeyk um að það náist ekki að brúa þetta bil fyrr en farið verður að leggja mikla áherslu á kennslu sjón- mennta alveg frá grunnskólastigi, svipað og gerist með grunnnám í bókmenntum, sem er mjög gott. Við höfum orðið á eftir í almennri sjónmenntun og þurfum að taka þetta alveg frá grunni.“ „Þú ert með öðrum orðum að ýja að því að almenning vanti skilning? En getur ekki verið að almenningur kæri sig ekkert um að skilja sumt af því sem er að ger- ast á þessu sviði?“ 3n idlist“ stingetur ImiMog isleg áhrif4 18. mars 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.