Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG PORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Atvinnumálin í atvinnumálastefnu Framsóknarflokksins segir m.a. að þróun atvinnuveganna ráði því hver lífskjör þjóðarinnar verði í bráð og lengd. Sé rekstrargrundvöllur atvinnuveganna traustur án nokkurs millifærslukerfis sé vöxt- ur þeirra tryggður án sérstakra afskipta ríkis- valdsins. Þá geti þeir lagt það af mörkum sem nauðsynlegt sé til almenns hagvaxtar. Framsóknarflokkurinn leggur til að allar út- flutningsgreinar njóti jafnræðis, gengisskrán- ing fullnægi öllum mikilvægum greinum út- flutningsframleiðslu, arðvænleg fyrirtæki eigi kost á innlendum verðtryggðum lánum til langs tíma, efld verði ráðgjöf um stjórn, rekstur, hagræðingu og vélvæðingu fyrirtækja með sérstökum lánum og að fyrirtækjum verði heimilað að mynda sérstaka fjárfestingasjóði. í stefnuskrá Framsóknarflokksins segir ennfremur að takist að nýta alla þá möguleika sem tækniþróunin býður upp á og tryggja jafn- framt næga atvinnu muni rauntekjur geta hækkað verulega. Til þess þurfi að nýta alla skynsamlega möguleika sem íslenskt atvinnulíf og auðlindir bjóði. Leggja verður höfuðáherslu á markaðsleit og vöruþróun í landbúnaði, auka hagkvæmi í rekstri aðalbúgreina og nýta jafnframt alla möguleika til að byggja upp nýjar búgreinar, ásamt öðrum atvinnurekstri sem hagkvæmur er í strjálbýli. Nýta ber alla fiskistofna sem við landið finn- ast af hagsýni og áfram verður að vinna að skipulegri stjórn fiskveiða. Gæðakröfur sitji í fyrirrúmi við veiðar og vinnslu og fyrirtækjum gert kleift að nýta þá tækni sem á boðstólum er til aukinna gæða og nýjunga í framleiðslu. Ljóst er að nýta verður alla skynsamlega möguleika til að efla iðnþróun á komandi árum. Tryggja verður aðbúnað iðnaðarins og auka þarf ráðgjafarþjónustu, fræðslu og rann- sóknir ásamt tilraunastarfsemi. Leggja verður áherslu á að orkuiðnaðarmál- um verði tekið af festu og að uppbygging orkuiðnaðar miðist við hagsmuni og þarfir ís- lensku þjóðarinnar. í samningum við erlenda aðila verður að tryggja virka aðild íslendinga að öllum þáttum og varast ber að fórna gæðum sem óbætanleg eru. Þetta eru nokkur höfuðatriði í atvinnumála- stefnu Framsóknarflokksins. Það er ljóst að undirstöðuatvinnuvegirnir hafa ekki búið við nægilega góð skilyrði. Þeir hafa ekki haft úr nægu fjármagni að spila og gengisskráningin ræður þar mestu um þegar um útflutnings- framleiðslu er að ræða. Megnið af undirstöðu- atvinnugreinum þjóðarinnar eru úti á lands- byggðinni og léleg afkoma þeirra hefur bein- línis fært fé úr atvinnurekstrinum úti á landi í uppbyggingu annars staðar. Eitt stærsta réttlætismál landsbyggðarinn- ar er því að skapa undirstöðuatvinnuvegun- um viðunandi afkomu svo þeir geti byggt sig upp og eflst. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður: ORKUMAL I STRJÁLBÝLI Á undanförnum misserum hefur raforkuverð farið upp úr öllu valdi og er nú nánast óbærilegt þeim sem þurfa að hita upp hús sín með rafmagni. Ein meginorsök þess hvernig komið er í því efni er sú að ekki hefur enn tekist að ná samning- um um hækkun orkuverðs til stóriðju. Raforkuverð til hitunar íbúð- arhúsnæðis er nú niðurgreitt úr ríkissjóði um 17 aura á kwst. eða sem svarar 22'/2% og er þá kostnaðurinn samkvæmt upp- lýsingum frá iðnaðarráðuneyt- inu við upphitun íbúðarhúsnæð- is með orku frá RARIK sem svarar 62% af óniðurgreiddri olíu. Til samanburðar má geta þess að sambærilegur kostnaður við upphitun með orku frá Hita- veitu Reykjavíkur er 14%. Hér er um að ræða fjór- til fimmfaldan mismun sem vissu- lega er allt of mikill þó allt væri upp talið, en svo virðist því mið- ur ekki vera. Mismunurinn reynist vera miklu meiri þegar athugaðir eru raforkureikningar fólks úti á landi. Stafar það af því að það orkumagn sem iðnaðarráðu- neytið áætlar að notað sé til upp- hitunar, þ.e. 84 kwst. á hvern m' húss á ári, er of lítið og líklega Guðmundur Bjarnason algengara að það sé um eða yfir 100 kwst. víðast hvar. Orsakir þessa mismunar geta verið ýmsar, t.d. mismunandi veðurfar, byggingarmáti og ein- angrunargildi húsa en hér verð- ur að taka tillit til raunveruleik- ans en ekki einhverra „formúla“ og ljóst að ekki verður lengur unað við það geysilega misrétti sem ríkir í þessum efnum. Það mun að öllu óbreyttu fyrr en síðar leiða til stórfelldrar byggðaröskunar. Það er því mjög brýnt aðná án frekari tafar samningum um hækkun á orkuverði til stóriðju í því skyni að tryggja fjármagn til jöfnunar húshitunarkostnaðar. Meðan ekki næst árangur í þeim efnum verður að auka greiðslur úr ríkissjóði af orkujöfnunar- gjaldi, sem lagt var á 1980 og er l‘/2 söluskattstig, til að Iækka enn frekar raforkuverðið og jafna þetta hróplega misrétti. Guðmundur Bjarnason. Höskuldur Höskuldsson: Látum verkin tala — í stað fagurgala og skrúðmælgi f komandi kosningum verður fyrst og fremst kosið um atvinnu- og efnahagsmál. Kem- ur það glögglega fram í mál- flutningi forystumanna flokk- anna, þar sem þeir keppast við að finna sökudólga og um leið reyna að rökstyðja ágæti eigin tillagna til úrbóta. Þegar maður stendur frammi fyrir því að velja á milli hinna ýmsu leiða, er ekki úr vegi að leiða hugann að því hvaða stjórnmálaflokkur hefur ötulast stuðlað að búsetu- og afkomuör- yggi úti á landsbyggðinni. Ég tel eðlilegt að niðurstaða eftir slíkar vangaveltur vegi þungt þegar kjósendur hér á Norðurlandi gera upp hug sinn fyrir kosning- ar. Ég tel rétt að líta til baka og íhuga hversu trúir flokkarnir Höskuldur Höskuldsson hafa verið stefnumálum sínum og láta verkin tala í stað þess að láta sannfærast af fagurgala og skrúðmælgi í hita kosningabar- áttunnar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður á tímum sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. í honum sameinuðust þau öfl, sem hvað ötulast börðust fyrir hag lands og þjóðar í anda íslenskrar menningar. Stefna flokksins hefur æ síðan miðast við að við- halda og styrkja þjóðarvitund okkar með kjölfestu í þeirri menningararfleifð sem hefur bundið þjóðina saman um alda- raðir. Ég tel mikilvægt að missa ekki sjónar af þessum þáttum. Ekki síst á tímum örra breytinga og breyttra viðhorfa eins og við lif- um á í dag. Með þetta í huga styð ég Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. Höskuldur Höskuldsson. 4 -Í>AGUR -12. apríM 98Ö

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.