Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 16
Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 Unglingameistaramóti íslands á skíðum lauk í Hlíðarfjalli í gærdag. Hér má sjá einum keppenda „mistakast“ en nánar verður fjallað um mótið í næsta blaði. Mynd: H.Sv. Akureyringar fá öryggisgæslu „Ég er ekki ■ nokkrum vafa um að það er þörf á þessari þjón- ustu hér á Akureyri, enda er sú þörf ástæðan fyrir því að ég ræðst í þetta,“ sagði Hörður Karlsson sem innan skamms mun hefja öryggisgæslu á næt- urnar á Akureyri. Munu hann og annar öryggisvörður starfa sem deild innan fyrirtækisins „Securitas“ í Reykjavík. Pað fyrirtæki hefur séð um ör- yggisgæslu á næturnar í höfuð- borginni í um 4 ár og eru í dag hátt í 200 fyrirtæki sem gæslan nær til. Hörður sagði í samtali við Dag að þegar hefðu það mörg fyrirtæki á Akureyri sýnt þessu máli áhuga að starfsemi yrði hafin hér 15. apríl. „Við verðum á ferðinni á nóttinni allan ársins hring og fyigjumst með þeim fyrirtækjum sem þessa þjónustu þiggja. Fólk gerir sér e.t.v. reyfarakenndar hugmyndir um þetta starf, en hér er einungis um það að ræða að við lítum eftir fyrirtækjum með fyrir- byggjandi aðgerðir í huga s.s. varðandi eldsvoða, skemmdir af völdum vatns og einnig með inn- brotum að sjáifsögðu.“ Hörður sagði að „Securitas" deildin á Akureyri muni starfa í fuilu samráði við lögreglu og eld- varnareftirlit og geta þeir sem hafa áhuga á að notfæra sér þessa bjónustu haft samband við Hörð í síma 25140. Plasteinangrun hf. á Akureyri framleiðir eins og kunnugt er fiskkassa í stærðunum 70 til 90 lítrar og undanfarið hefur verið talsverður útflutningur á þeim til allmargra landa. Til Kanada seldi fyrirtækið þannig um sex þúsund kassa á síð- asta ári og í ár er búið að semja um sölu á þúsund kössum til við- bótar. Til Grænlands er búið að selja talsvert en í fyrra og nú í ár verður salan þangað samtals um 7500 kassar. Þá erfrágegnin sala á 1-2 þúsund kössum til Spánar og framundan er einnig sala á um 6 þúsund kössum sem fara alla leið- ina til Nýja-Sjálands. Þá er einnig framundan að selja fiskkassa til Norður-Noregs og eru horfur á að þangað fari 5-6 þúsund kassar. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri Plasteinangrunar hf. sagði að þeir gerðu sér vonir um að á- framhald yrði á þessum útflutn- ingi, enda réru þeir að því öllum árum að finna markaði fyrir kass- ana í hinum ýmsu heimshornum. Sl. laugardag færði Gísli Ólafsson þeim hjónum Ólafi Rafni Jónssyni og Dani- elle Somers að Þingvallastræti 22 á Akureyri dóm Hæstaréttar, en þeim hefur verið gert að flytja úr íbúð sinni í því húsi innan þriggja mánaða frá birtingu dómsins. Ljósm. Friðrik Westmann. f „Húsgagnaiðnaður á Akureyri að líða undir lok“ — segir Birgir Stefánsson, hjá Eikinni á Akureyri „Ef þessi kaup Verkmennta- skólans á erlendum húsgögnum veröa til þess að koma af stað umræðu um þessi mál og stöðu húsgagnaiðnaðarins hérlendis þá er vel. Hinsvegar þurfa þeir sem að þeirri ákvörðun stóðu að verja hana á annan og betri hátt en að segja að þeir séu að spara almannafé,“ sagði Birgir Stefánsson hjá Trésmiðjunni lEikin á Akureyri í samtali við Dag, en í blaðinu sl. fimmtudag var skýrt frá kaupum á innflutt- um húsgögnum fyrir Verk- menntaskólann á Akureyri. „Dæmið er ekki svona einfalt. Framleiðsla á húsgögnum hér- lendis skapar að sjálfsögðu atvinnu og ekki má gleyma því sem opinberir aðilar fá í sinn vasa s.s. aðstöðugjöld, útsvör og fleira. Þessu má ekki gleyma þeg- ar það er fullyrt að vel sé farið fé almennings með því að kaupa er- ient fremur en innlent. Þá vekur það einnig furðu að ís- lendingum skuli ekki vera gefinn kostur á að gera tilboð í verk sem þetta. Það var ekki látið á það reyna hvort innlendir aðilar gætu boðið í þessi húsgögn og verið sambærilegir hvað gæði og verð snertir. Staða húsgagnaiðnaðar hér á landi hefur farið hríðversnandi undanfarin ár og markaðshlutfall okkar sem framleiðum húsgögn í þessu landi var ekki nema 30- 40% á sl. ári. Það hljóta allir að sjá að þetta er orðið alvarlegt mál, enda erum við í samkeppni við fyrirtæki erlendis sem njóta opin- berrar fyrirgreiðslu þegar um út- flutning er að ræða. Þetta er opin- bert leyndarmál en brot á sam- komulagi EFTA-landa. Ef við lítum á ástandið í hús- gagnaiðnaði hér á Akureyri þá má benda á að fyrir nokkrum árum höfðu um 150 manns lífsviðurværi sitt af þessari iðngrein. í dag eru þeir 15-20 og sumir þeirra starfa ekki einungis að framleiðslu hús- gagna heldur einnig við smíði á stigum, stigahandriðum, milli- veggjum og fleiru. Húsgagnaiðn- aður okkar er hreinlega að líða undir lok, það er best að segja það eins og það er og því er sorglegt að sjá opinbera aðila haga sér á þann hátt sem kaupin á innfluttu hús- gögnunum fyrir Verkmennta- skólann lýsa og afsaka þau síðan á þann hátt sem gert hefur verið,“ sagði Birgir. # „Það er ég sem spyr hér“ Það átti heldur betur að sauma að nýskipuðum flug- málastjóra „Á hraðbergi" sjónvarpsins á dögunum. Sérstaklega ætlaði annar spyrillinn að taka hann á bein- ið varðandi ráðningu hans í embættið en ekki varð svo lít- ið fjaðrafok út af henni á dög- unum. En fiugmálastjóri varð- ist fimlega. „Hvað finnst þér“ sagði hann við undrandi spyr- ilinn sem spurt hafði: „Fékk sá hæfasti starfið?“ - „Það er ég sem spyr hér“ sagði þá spyrillinn „hárbeitti" valds- mannslega og beitti um leið þeim hroka sem einkennir svo oft háttsetta embættis- menn, en flugmálastjóri er laus við. # Það er vandlifað Nýjasta náttúruverndarmálið hefur nú skotið upp kollinum. í Þjóðviljanum á dögunum rit- ar Jóhann J.E. Kúld langa grein sem ber heitið „Trjá- kvoðuverksmiðja á Húsavík og Iffríkið í Skjálfandaflóa“. í grein sinni segir Jóhann m.a.: Eins og ég hef bent á hér að framan þá er Skjálfandaflói slfk gullkista fyrir Húsvíkinga að ekki má tefla framtíð hans í neina tvísýnu ... - Það sem Jóhann hafði bent á „að framan" var að um Skjálf- andaflóann færu laxar á leið sinni upp í Laxá. Þá vita Hús- víkingar það. # Birgir í framboð? Birgir á Öngulsstöðum hefur vakið athygli fyrir kunnáttu sína í spurningaþætti út- varpsins á sunnudagskvöld- um „Veistu svarið". Á undan honum felldi Málmfríður hvern keppinaut á fætur öðr- um allt þartil Birgir varð henni að falli. Þó oft sé mjótt á mun- um tekst Birgi betur en keppi- nautunum, sem margir standa sig frábærlega vel engu að sfður. Nú velta menn því fyrir sér hvort Birgir muni ekki í framhatdi af þessari kynningu sem hann fær í út- varpinu fara f einhvers konar sérframboð í næstu kosning- um, sem gætu orðið fljótlega að loknum þeim sem nú fara f hönd. # Allir í „verndina“ Segja má að ekki megi snúa sér við í þessu landi án þess að einhverjir „áhugamenn" snúist til varnar með mótmæl- um. Það má ekki veiða hval, ekki reisa álver, ekki byggja virkjanir, ekki byggja flug- stöðvar og áfram mætti telja. Nú er greinilegt að það á að berjast gegn trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík. Náttúru- vernd er sjálfsögð, um það geta flestir verið sammála. En ætli það sé ekki staðreynd samt sem áður að við lifum ekki á henni?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.