Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 12
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 117., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hafnarstræti 41, kjallari, Akureyri, þingl. eign Herdísar S. Eyþórsdóttur, fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. apríl nk. kl. Bæjarfógetinn á Akureyri. 13.00. Minning: Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104., 107. og 111. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 áfasteigninni Frostagötu 3b, A-hluta, Akureyri, þingl. eign Ýr hf., fer fram eftir kröfu Byggðasjóðs, innheimtumanns ríkis- sjóðs, Gunnars Sólnes hrl. og Framkvæmdastofnunar ríkisins á eigninni sjáifri föstudaginn 15. apríl nk. kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. T Ragna Frímann Fædd 15. desember 1911 - Dáin 27. mars 1983 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hvammshlíð 6, Akureyri, þingl. eign Sigmars Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. apríl nk. kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri, þingl. eign Magn- úsar Tryggvasonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag- inn 15. apríl nk. kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 82. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Furulundi 15a, Akureyri, þingl. eign Halldórs Bald- urssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 15. apríl nk. kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 117., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Aðalstræti 20b, Akureyri, þingl. eign Sig- urðar Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ólafs B. Árnasonar hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Veð- deildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 15. apríl nk. kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Langholti 16, Akureyri, þinglesin eign Jóns Gíslasonar, ferfram eftirkröfu Hreins Pálssonar, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, innheimtumanns ríkissjóðs, Axels Kristjáns- sonar hrl., Björns J. Arnviðarsonar hdl. og Veðdeildar Lands- banka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 15. apríl nk. kl. 16.30.Bæjarfógetinn á Akureyrl. Að morgni 27. mars síðastliðinn, andaðist Ragna Frímann að heimili sínu Hamarstíg 14 á Akur- eyri, þar sem hún bjó með eigin- manni sínum, Guðmundi Frí- mann, skáldi og rithöfundi. Hún hafði átt við hjartasjúkdóm að stríða um nokkurt skeið, en þó oftast haft fótavist og annast heimilisstörf og sýnt kjark og æðruleysi, sem henni var eiginlegt í hverri raun. Hún hét fullu nafni Ragna Sig- urlín, fædd 15. desember 1911. Foreldrar hennar voru Jónas Hallgrímsson, skipstjóri og kona hans, Valgerður Albertsdóttir. Hann var ættaður af Árskógs- strönd, ólst upp í Hrafnagili í Þorvaldsdal, var vinsæll og viður- kenndur sjósóknarmaður. Valgerður var ættuð úr Þing- eyjarsýslu, af góðu og merku fólki komin. Síðustu ár ævinnar áttu þau hjónin athvarf í húsi þeirra Guðmundar og Rögnu við Ham- arstíginn. Guðmundur og Ragna giftust árið 1930. Ég var svo lánsamur að kynnast Guðmundi Frímann mjög stuttu eftir að ég fluttist til Ákureyrar árið 1946. Fljótlega fékk ég að heimsækja hann á Hamarstígnum og fannst þá þegar að heimili þeirra hjóna væri eitt hið hlýleg- asta og geðfelldasta, sem ég hefði augum litið. Garðurinn umhverfis húsið bar vott um ríkulega vinnusemi, smekkvísi og alúð þeirra, sem höfðu skipulagt hann og annast. Innanhúss var ríkjandi einstök snyrtimennska og listrænn heimil- isþokki, og þar mátti sjá marga haglega gerða muni og listaverk, og mest af því höfðu hjónin gert með eigin höndum, enda heimilis- faðirinn gæddur fjölbreyttum hæfileikum listamanns og hús- móðirin átti þá bætandi hönd, sem var fundvís á það, sem til prýði mátti verða. Veggir stofu, ganga og herbergja voru þaktir bókum í forkunnar fallegu og vönduðu skinnbandi og ég var viss um að þarna var til staðar fegursta og merkilegasta bókasafn hér- lendis. Og þetta bókasafn var ekki þama komið vegna hégóm- legrar sýndarmennsku, það var fróðleiks- og menntaþrá eigend- anna, sem hafði gert það að heim- ilisvini og eftirlætisgoði, um það farið hlýjum höndum og það naut umhyggju hinna sönnu bókaunn- enda, sem til þess leituðu marga stund þegar tóm var til. Ég sá bregða fyrir dætrum þeirra hjóna, sem voru myndar- legar upprennandi dömur. Ekki hafði ég oft komið á þetta heimili þegar mér varð ljóst að mesta heimilisprýðin var raunar hús- móðirin sjálf - Ragna. Hún var verulega glæsileg í sjón, fallega vaxin, með höfðing- lega reisn í fasi, andlitsfríð, greindarleg í yfirbragði, stillileg og yfirlætislaus. En hvernig var hún í sambúð og við nánari kynni? Það vissi ég ekki lengi vel. Hún var myndarleg í verki, það sá ég á þeim góðgerðum, sem hún bar fyrir gesti sína. En hún var hlé- VOLVO BM ámokstursvélar gröfur. oglyftarar BM 622 BM 642 BM 4200 BM 4300 BM 4400 BM 4500 BM 4600 Loader án skóflu Loader án skóflu Loader án skóflu Loader án skóflu Loader án skóflu Loader án skóflu Loader án skóflu BM grafa 616 B BM grafa 646 kr. 1.300.000,- kr. 1.400.000.- kr. 1.500.000.- kr. 1.900.000,- kr. 2.000.000,- kr. 2.400.000,- kr. 3.600.000.- kr. 1.850.000,- áU; kr. 2.000.000,- Hafið samband við sölumanninn Sigurstein Jósefsson, sem veitir allar upplýsingar. SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200 Miðað er við gengi 14/2 '83. dræg í meira lagi, og langt frá því að vera allra viðhlæjandi. Þó að ég væri ekki tíður gestur þeirra hjóna, furðar mig núna á því hvað mörg ár liðu þar til ég hafði eignast vináttu Rögnu og kynnst henni verulega. Sumarið 1973 höfðum við Guðrún kona mín samfylgd Rögnu og Guð- mundar í skemmtiferð til ltalíu og dvöldum með þeim nokkra yndis- lega daga á Hótel Alpi í Baveno við Lago Maggiore. Þar tengdumst við þessi fjögur órjúfandi vináttuböndum, og það fannst okkur hjónunum mikill ávinningur. Ragna var þannig manneskja að hún var alltaf að vaxa við nánari kynni. Og vinátta hennar varð enn dýrmætari vegna þess að hún var sérlega vönd að vinum. Hún var vönd að gleði- efni, til dæmis las hún ekki aðrar bækur en þær, sem höfðu menn- ingarlegt og bókmenntalegt gildi. Hún var umhyggjusöm og nær- gætinn móðir og manni sínum reyndist hún traustur og ástríkur lífsförunautur, skilningsrík og umburðarlynd, og vegna þess eru það ekki aðeins ástvinir hennar, sem eru í umtalsverðri þakkar- skuld við hana, heldur einnig unnendur fagurra ljóða og þjóðin öll. Dætur þeirra hjóna eru hver annarri gerðarlegri, vinsælli og mætari. Valgerður er elst, gift Karli Jör- undssyni, skrifstofustjóra launa- deildar Akureyrarbæjar, næst er Gunnhildur, eiginmaður hennar er Sverrir Gunnlaugsson, þau eru búsett á Syðra-Lóni á Langanesi. Yngst er Hrefna, kennari við Lundarskólann á Akureyri. Maður hennar er Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson frá Möðrudal. Allt eru þetta mannkostamenn og vel metnir af þeim, sem til þekkja. Við hjónin áttum nokkrar stundir með Rögnu eftir að hún var farin að kenna þeirrar van- heilsu, sem leiddi til dauða. Sjúk- dóminn bar hún með rósemi og æðruleysi, sem var meðal hennar mörgu og ríkulegu mannkosta. Enn brást ekki hennar hlýja glaðværð og enn var auðvelt að vekja hennar létta, þíða hlátur. Hún var manneskja, sem aldrei brást. Við fráfall hennar er það eftir- sjáin og þakklætið, sem bærist með ástvinum hennar og öllum, sem hana þekktu. Blessuð sé hennar kæra minning. Einar Kristjánsson. Smíða innréttingar ínýtt frystihús Vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga er nú að sntíða- innréttingar í nýtt frystihús Fiskiðju Sauðárkróks hf. Inn- réttingar þessar eru allar úr ryðfríu stáli en það mun vera nýlunda hér á landi, en er talið mun betra en ál en nokkru dýr- ara. Að sögn forráðamanna verk- stæðisins hefur verið fjárfest í full- komnum vélum til að annast smíðar á svona innréttingum í frystihús og hyggjast þeir sérhæfa starfsliðið í þessari framleiðslu og vonast til að fá verkefni víðar að við smíði innréttinganna. ^ •12 - D AGUR -1 apr.il <1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.