Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 12.04.1983, Blaðsíða 7
Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: Ur sögu Verkmennta- skólans á AJkureyri Undanfarin 4-5 ár hafa staðið yfir umræður, undirbúningur og verklegar framkvæmdir varð- andi skipulag framhaldsskóla- halds og byggingu verkmennta- skóla á Akureyri. Má með réttu segja að þetta mál skiptist í af- markaða áfanga eða stig, sem nefna mætti umræðustig, undir- búningsstig og framkvæmdastig. Umræðustig Umræðustigið markast af því að 11. júlí 1978, eftir bæjarstjórn- arkosningar það ár, kaus bæjar- stjórn sérstaka framhaldsskóla- nefnd, sem í áttu sæti fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn. Formaður nefndarinnar var Tryggvi Gíslason skólameistari. Þessi nefnd skilaði samhljóða áliti í ársbyrjun 1979 og hafði þá unnið umfangsmikið starf og haldið marga fundi um málið. Niðurstaða nefndarinnar var sú að leggja til við bæjarstjorn og menntamálaráðuneyti að á framhaldsskólastigi störfuðu tveir „meginskólar“ eins og segir í álitinu, þ.e. Menntaskólinn á Akureyri og nýr verkmennta- skóli, sem tæki við hlutverki Iðnskóla Akureyrar, Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Hús- mæðraskóla Akureyrar. Eins og áður er sagt var niðurstaða nefndarinnar samhljóða. Nefndarálit þetta var kynnt menntamálaráðuneytinu á þeirri tíð, en fyrst og fremst beint til bæjarstjórnar að taka afstöðu til þeirra hugmynda, sem þar komu fram. Eðlilega tók það bæjarstjórn nokkurn tfma að ræða þetta mikilvæga mál, og vafalaust hefur ýmsum þótt sem þessi hugmynd um nýtt skólaskipulag væri róttæk og því yrði að vanda málsmeðferð áður en bæjarstjórn samþykkti tillög- ur nefndarinnar. Hins vegar kom það nokkuð snemma í ljós að hugmynd nefndarinnar um verkmenntaskóla átti fylgi að fagna í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa. Enda fór svo að lok- um að bæjarstjórn samþykkti þessa skólaskipun. Það gerðist 25. nóvember 1980. Voru þá lið- in hátt í 2 ár frá því að nefndin skilaði áliti sínu. Ég varð menntamálaráðherra í febrúarmánuði 1980. Skýrsla framhaldsskólanefndar lá þá fyrir í ráðuneytinu, en fyrirrenn- arar mínir í ráðherraembætti höfðu lítið sem ekkert um hana fjallað, enda e.t.v. ekki við að búast, eins og málið stóð þá heima fyrir, þ.e. að bæjarstjórn hafði ekki enn samþykkt tillög- urnar og ekki fylgt þeim eftir. Ég var þessum tillögum að sjálf- sögðu vel kunnugur, þegar ég tók við ráðherraembætti, þekkti bæði störf og álit framhalds- skólanefndarinnar og fylgdist með viðtökum bæjarstjórnar og bæjarbúa við hugmyndinni um tvo meginskóla á framhalds- skólastigi á Akureyri, þ.e. gamla M.A. og nýjan verk- menntaskóla. Ég var við því búinn, hvenær sem bæjarstjórn Akureyrar óskaði eftir því, að staðfesta slíkt skólaskipulag og vinna að fjárframlögum til bygg- ingar verkmenntaskóla. Ég hvatti einnig til þess að bæjar- stjórn samþykkti hið nýja skóla- skipulag og léti það ekki dragast. Eins og fyrr segir kom að því að bæjarstjórn samþykkti hugmyndina um verkmennta- skóla, sem starfaði við hlið Menntaskólans og væri honum jafngildur að virðingu og stöðu í skólakerfinu. Undirbúningsstig Eftir að samþykkt bæjarstjórnar lá fyrir í árslok 1980 hefst annað stig þessa máls, undirbúnings- stigið. Þá hefst samstarf bæjar- stjórnar og menntamálaráðu- neytisins um að samningsbinda hið nýja skipulag og undirbúa byggingarf ramkvæmdir. Það kom í minn hlut sem ráð- herra að vinna að þessum undir- búningi í samstarfi við bæjar- stjórn og bæjarstjóra, Helga M. Bergs. Eftir að undirbúnings- starfið hófst og formleg samn- ingsgerð fór af stað vorið 1981, var reynt að hraða málinu sem unnt væri, bæði af minni hálfu og af hálfu bæjarstjórnar Akureyr- ar. 2. júní 1981 samþykkti bæjarstjórn að veita Verk- menntaskólanum lóð á gamla golfvellinum vestan Þórunnar- strætis og sunnan Suðurbyggð- ar. Tveir samningar voru undir- ritaðir milli bæjarstjórnar og ríkisins 19. ágúst 1981. Annar samningurinn hljóðaði um skólaskipulagið, þar sem ákveð- ið var að stofna sérstakan verk- menntaskóla á Akureyri, hinn samningurinn var bygginga- samningur, þ.e. um byggingu skólahúss fyrir Verkmennta- skólann. Þar með var undirbún- ingsstigi málsins lokið og við tók stig verklegra framkvæmda. Skólab he 'ygging fst Síðar í þessum sama mánuði hófust byggingarframkvæmdir. Byggingarnefnd skólans mæltist til þess við mig að ég tæki „fyrstu skóflustunguna". Gerði ég það, mér til mikillar ánægju, við há- tíðlega athöfn 29. ágúst 1981. Ég hélt stutt ávarp við þetta tækifæri og lagði áherslu á, að þó að margt hefði verið vel gert í skólamálum á Akureyri og ekki ástæða til að metast á um það, hvaða áfangi varðaði mestu í skólasögu bæjarins, þá færi ekki milli mála, að ákvörðunin um að stofna Verkmenntaskólinn á Akureyri og hefja byggingar- framkvæmdir í því sambandi, væri merkasti atburður í sögu skólamála hér í bæ um áratuga skeið. Þessi orð standa í fullu gildi. Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri er einn af merkustu áföngum í skólamálum bæjarins fyrr og síðar. Verkinu miðar vel Það tók sinn tíma að ræða fram- tíðarskipulag framhaldsskóla- kerfisins á Akureyri og taka loka- ákvörðun um málið. Greinilegt var að bæjarstjórn vildi vanda undirbúning málsins sem mest. Þess vegna liðu um 2xh ár frá því að framhaldsskólanefndin var skipuð þar til stefnan var full- mótuð í þessu efni um áramót 1980-81. Ég tel að byggingu Verkmenntaskólans hafi miðað vel eftir að byggingarfram- kvæmdir gátu loks hafist haustið 1981, en síðan eru aðeins liðnir 18 mánuðir. í Verkmenntaskól- anum á Akureyri sér góðra verka stað. Ég vil þakka bæjar- stjórn Akureyrar samstarf við mig um að koma þessum skóla upp, og þá sérstaklega bygging- arnefnd skólans undir forystu Hauks Árnasonar og Magnúsar Garðarssonar, sem hafa látið sér mjög annt um þetta verk. Samkvæmt samningi um stofnun Verkmenntaskólans átti að kjósa skólanefnd til þess að fara með málefni skólans. Nokkur dráttur varð á af hálfu bæjarstjórnar að kjósa skóla- nefnd, en það var gert í jan- úarmánuði síðastliðnum. Skóla- nefndin hefur síðan fjallað nán- ar um undirbúning þess að skól- inn taki formlega til starfa og haft um það full samráð við mig. Yfirleitt hallast menn að því að Verkmenntaskólinn taki form- lega til starfa haustið 1984. Það hefur orðið að ráði, fyrir tillögu skólanefndar og að beiðni bæjarstjórnar, að ráðuneytið auglýsti stöðu skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri lausa til umsóknar. Stöðu þessa hef ég hugsað mér að veita, þeg- ar fyrir liggja umsagnir skóla- nefndar um væntanlega umsækj- endur. Þegar skólameistari hef- ur verið skipaður, mun hann Ingvar Gíslason tekiir fyrstu skóflustungu við upphaf framkvæmda við Verkmenntaskólann. snúa sér að því að undirbúa formlegt starf skólans, og fær hann til þess 1 ár eða ríflega það. Grundvöllur framtíðarstarfs Af því sem ég hef sagt er ljóst, að Verkmenntaskólinn á Akur- eyri hefur verið í mótun og upp- byggingu undanfarin ár. Bæjar- stjórn Akureyrar og nefndir á hennar vegum hafa staðið fyrir stofnun Verkmenntaskólans og haft forgöngu um málið af hálfu heimaaðila eins og lög og venjur gera ráð fyrir. Af hálfu ríkisins hefur málið hvílt á mínum herð- um og samverkamanna minna í menntamálaráðuneytinu, eink- um deildarstjóranna Stefáns Ól. Jónssonar og Hákonar Torfa- sonar. Á ég þeim mikið upp að inna fyrir áhuga þeirra, reynslu og góð ráð. Von mín er sú, að Verkmenntaskólinn sé nú kom- inn það vel á veg og grundvöllur skólans svo vel lagður, að það verði engum teljandi vandkvæð- um háð að halda áfram á næstu árum því verki, sem unnið hefur verið að til þessa. Skólanum er ætlað mikið hlutverk í skóla- starfi Akureyrarbæjar og alls Norðurlands. Hann verður mið- stöð hvers konar iðnmenntunar og annars verklegs náms hverju nafni sem nefnist. Honum er æt- lað að efla verkmenntun á Akur- eyri og hefja sh'ka menntun til vegs og virðingar. Nafn skólans - verkmenntaskóli - og staða hans í skólakerfinu, felur það í sér að skólanum er ætlað að halda til jafns við Menntaskólann á Akureyri, sem lengi hefur notið mikillar virð- ingar og aukið hróður Akureyr- arbæjar heima fyrir og út í frá. Verkmenntaskólinn er ný stofnun, þótt hann byggi á göml- um grunni um margt, og hann á framtíðina fyrir sér. Ingvar Gíslason. Veljum vandaöar vélar Eigum nokkrar dráttarvélar á alveg sérstöku verði! DEUTZ dráttarvélarnar eru sterkar og endingargóðar einnig sparnevtnar og hagkvæmar í rekstri. Viðgerða- og varahlutaþjónustan hefur verið endurskipulögð, markmiðið er auðvitað „allir ánægðir"! Athugaðu möguleika deutz dráttarvélanna (SvHAMAR HF véladeild Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík. IKHDH DEUTZ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.