Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 3
Bygginganefnd Verkmenntaskólans: Engum dyrum verið lokað Vegna blaðaskrifa að undanförnu um húsgagnakaup til Verk- menntaskólans á Akureyri vil ég upplýsa eftirfarandi: Ákvörðun um húsgagnakaup í 1. áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri voru tekin af Geirharði Þorsteinssyni, arkitekt, Hauki Árnasyni, formanni byggingarn. Vmsk. ogundirrituðum, Magnúsi Garðarssyni, fulltrúa byggingarn. Vmsk. á Ak. (í júlí - ágúst ’82). Aðdragandi þessarar ákvörð- unar var sá að fyrst var gert upp á milli hvort velja skyldi tré, stál eða plasthúsgögn. Að niðurstöðu fenginni tók Geirharður að sér að kanna hvað til væri á Reykjavík- urmarkaðnum en undirritaður tók að sér Akureyrarmarkaðinn. Ég fór í þrjár stærstu húsgagna- verslanir okkar hér og lét forráða- menn þeirra vita hvað til stæði og óskaði eftir að fá að sjá hvað þeir hefðu upp á að bjóða. Af ein- hverjum ástæðum nefndi enginn þeirra að hér væru rekin hús- gagnaverkstæði sem hugsanlega gætu selt skólanum húsgögn í þennan áfanga. Áður en ákvörðun um hús- gagnakaupin voru tekin fóru ég og Geirharður og skoðuðum hús- gögn sem keypt voru í mötuneyti heimavistar Menntaskólans á Ak- ureyri. Einnig hafa verið keypt húsgögn í félagsaðstöðu nemenda Menntaskólans í kjallara Möðru- valla. Þetta eru dönsk húsgögn og má sjá aðra gerðina í Vmsk. á Ak. Einnig má nefna að á sama tíma og við Geirharður gerðum okkar könnun var könnun í gangi hjá húsameistara Ak.bæjar v/hús- gagnakaupa til Tónlistarskólans, niðurstaða þeirrar könnunar var sú að keypt voru dönsk húsgögn. Fleiri dæmi mætti nefna en læt ég duga að beina þeirri fyrirspurn til Dags hvað hafi ráðið því hjá þeim að þeir völdu danskar inn- réttingar í létta innveggi fram yfir innlendar. Þrengingar húsgagnaframleið- enda er auðvitað mikið víðtækara mál en að opinberir aðilar kaupi ekki íslensk húsgögn. Við komum aftur og aftur að því að það eru verð og gæði serri skipta máli í vali manna á vörum. í mínum huga á framleiðsla á íslenskum húsgögnum ekki að verða nein atvinnubótavinna sem hún í raun verður ef það opinbera verður af þegnskyldu að kaupa innlend húsgögn burt séð frá verði og gæðúm. Sú aðstoð sem ég tel að gagni húsgagnaframleiðendum mest er að hið opinbera aðstoði hús- gagnaframleiðendur við tækni og útlitshönnun svo þeir verði betur samkeppnishæfir á almennum markaði. Þetta er gert í nágranna- löndum okkar. Að lokum vil ég segja það um húsgagnakaupin til Vmsk. á Ak. að valdar voru tvær gerðir af stól- um og borðum sem nota á í vetur. Að vetri liðnum er meiningin að gera sér grein fyrir hvernig til hafi tekist. Ef mat manna verður að vel hafi til tekist í vali á húsgögn- um þá eru líkur til að önnur gerð- in verði valin, en ég tek það fram hér að ennþá hefur engum dyrum verið lokað í þessu máli og geta húsgagnaframleiðendur vissulega ennþá komið sinni framleiðslu á framfæri. Húsgögnin sem keypt voru eru eftirfarandi: Dönsku húsgögnin, 22 stólar og 7 borð. Finnsku hús- gögnin, 18 stólar og 4 borð. Þessi húsgögn kostuðu rúmar 100 þús- und krónur (ca. 0,8% af kostn. 1. áfanga) og er þetta ca 5% af því magni sem kaupa þarf endanlega til skólans. Magnús Garðarsson, fulltrúi byggingarn. Vcrkmenntaskólans á Akureyri Aths. ritstjóra: Þótt gengi Dags sé mikið sýnist mér það ofrausn í garð blaðsins að líkja því við opinbera stofnun á borð við Verkmenntaskólann, hvað þá allar þær opinberu stofnanir sem kaupa erlenda framleiðslu. Kótó-menn höfðu reyndar mikla vinnu við að setja veggina okkar upp og sambæri- legar innréttingar voru hér ekki á boðstólum. Með kveðju og von um öflugan framgang íslenskra verk- mennta, s.s. húsgagnaiðnaðar. Kæliskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á kæli- eða frystiskápum, frysti- kistum og öðrum kælitækjum. Breytum gömlum kæli- skápum í frystiskápa. Varahlutir í allar gerðir kælitækja. Góð þjónusta. Vönduð vlnna. Vélsmiðjan Oddi hf., Kælideild, Strandgötu 49, sfml 21244. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Vegna eftirspurnar endurtökum við til- boðá svínahamborgarahryggjum á miðvikudag. Verð kr. 248 kg. * Grillaðir kjúklingar verða einnig til á miðvikudag. Aðeins kr. 125 stykkið. Munið lága verðið í Hrísalundi. Kjörmarkaður KEA VörjJ hv!1tPepptir °g e!r!hÓr°na- yar9erðirafh -a^§§^ZbTik,a- ‘»19. apríl 1983-DAGUR -3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.