Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 6
—Ja, núerþað ódýrt!!!— Dömugallabuxur Verö aöeins kr. 340. Níels Á. Lund: Framsóknarflokkurinn: Herragallabuxur Verö aöeins kr. 360. Athugið, opið á laugardögum frá kl. 10.00-12.00. Sendum í póstkröfu. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími25222 Komið og heyrið boð- skap gospelsöngvara Björnars Heimstads í söng og orðum: Miðv.d. 20. apr. kl. 20.30 í sal Hjálpræðishersins. Fimmtud. 21. apr. kl.. 20.30 í Dynheimum. Föstud. 22. apr. kl. 20.30 í kirkjunni og kl. 23 miðnætur- samkoma í Menntaskólanum (Möðruvöllum). Sunnud. 24. apr. kl. 17.00 í Fíladelfíu og kl. 20.30 í Menntaskólanum (Möðruvöllum). Aðalfundur Mjólkursamlags KEA verður haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri mánudaginn 25. apríl 1983. Fundurinn hefst kl. 13.00 en há- degisverður er framreiddur fyrir fundarmenn á Hótel KEA kl. 11.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á reglugerð Mjólkursamlags KEA. 3. Önnurmál. Stjórnin. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miövikudaginn 20. apríi kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Margrét Kristinsdóttir og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Stuðningsmenn B-listans Kosningaskrifstofa framsóknarmanna á Akureyri er í Strandgötu 31 og er opin alla virka daga frá kl. 9.00 og fram eftir kvöldi. Stuðningsmenn B-listans eru hvattirtil að líta inn. Kaffi á könnunni - sjónvarp á staðnujrim. Á kjör- dag verður skrifstofan að Hótel KEA. Athygli skal vakin á því að B-listinn mun ekki fylgjast með kosningu í kjördeildum á Akureyri. Framsóknarfélag Akureyrar. Útvörður lands- byggðarinnar Það hefur vakið almenna athygli hve mikillar svartsýni á hag þjóð- arinnar og framtíðina gætir í mál- flutningi Sjálfstæðismanna í þess- ari kosningabaráttu. Þeir hamra stöðugt á því hvað þjóðarbúið standi illa, erlendar lántökur séu háar og mikið atvinnuleysi sé framundan. Það má öllum vera ljóst, að með þessum málflutningi eru þeir að undirbúa það sem koma skal, nái þeir völdum. Þeirra stefna, leiftursóknin með því heims- þekkta atvinnuleysi sem henni fylgir er því mjður geymd en ekki gieymd. Ég vara við þeirrí holskeflu af niðurskurði, atvinnuleysi og fólksflótta sem henni fylgir. Sér- staklega miðar leiftursóknaráætl- unin að því að slíkur samdráttur bitni á landsbyggðinni - „óarð- bæru“ héruðum þessa lands. Þrátt fyrir eflaust góðan vilja þeirra þingmanna Lárusar Jónssonar og Halldórs Blöndal í garð þessa kjördæmis, er það staðreynd að þeirra skoðun er einfaldlega í miklum, og sem verra er vaxandi minnihluta innan Sjálfstæðis- flokksins, þar sem sá flokkur er að langmestum hluta skipaður mönnum sem hafa hagsmuni þétt- býlisins við Faxaflóa að leiðar- Ijósi. Þeirri skipulögðu herferð gegn landsbyggðinni sem felst í Leiftursókn Sjálfstæðismanna verða kjósendur þessa kjördæmis að hafna með öllu, nú sem í síðustu kosningum. Þetta úrtölutal þeirra Sjálfstæðismanna hæfir ekki ís- lendingum, sem eru í eðli sínu bjartsýn og dugleg þjóð. Við búum við fullkomið frelsi og lýðræði. Þjóðartekjur okkar eru meðal þeirra hæstu í heimin- um. Félagsleg þjónusta og mennt- un er með því besta sem þekkist. Við lifum í fögru og óspilltu landi sem okkur ber að varðveita og skila betra í hendur okkar afkom- enda. Sú allsherjar uppbygging sem átt hefur sér stað í þessu landi undanfarna áratugi og náði há- marki sínu á margnefndum áratug Framsóknarflokksins, hefur kost- að fjármagn og mikla vinnu. Þessi uppbygging hefur kallað á erlend- ar lántökur og leitt af sér verð- bólgu. En við megum ekki gleyma því að þau mannvirki, ásamt öðr- um verkum sem þessi kynslóð skilur eftir sig, eiga eftir að standa og vera notuð um ókomin ár og endurgreiða núverandi skuldir sínar með fullum vöxtum til kom- andi kynslóða. Þessi sífelldi jarm- ur um skuldir sem stafa af upp- byggingu landsins frá því að vera fjársvelt nýlenda til þess að vera nú meðal mestu velmegunar- þjóða, er Sjálfstæðisflokknum ekki sæmandi. Auðvitað verðum við bæði einstaklingar sem þjóðin í heild að gæta hófs í hvers konar skuldasöfnun og meta hverju sinni hvernig fjármagninu er best varið, en ég hafna því algerlega að aðalorsök erlendra skulda séu rangar fjárfestingar i þessu kjör- Jæmi. Atvinnuleysi er böl sem drepur þjóðfélagið innan frá. Ahrif þess síast út í allar rætur þess og gætir á hvern einstakling sem þjóðina í heild. Við megum aldrei gleyma þeirri hættu sem atvinnuleysið hefur í för með sér og verðum að hafna þeirri stefnu og þeim mönn- um sem telja það réttlætanlegt. Forsenda nægrar atvinnu er að atvinnufyrirtækin séu rekin með hagnaði. Rekstrargrundvöll þeirra verður að treysta. Dug- miklum einstaklingum verður að gefa tækifæri í atvinnurekstri. Þeir eru eitt það dýrmætasta sem hver þjóð á. Stærri verk.efni þarf að leysa með samvinnu og á fé- lagslegum grundvelli. Framsókn- Níels Á. Lund arflokkurinn hafnar algjörum ríkisrekstri sem Alþýðubandalag- ið berst mjög fyrir. Stefna þeirra undir forystu Svavars Gestssonar, félagsmáíaráðherra og Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra, miðar að því að gera fyrir- tækin háð ríkisstyrkjum. Það er leið þeirra að frekara markmiði. Þessi afturhaldsstefna er stór- hættuleg sjálfstæðri þjóð á fram- farabraut og samrýmist engan veginn hugsunarhætti íslendinga. Slagorðapólitík þeirra Alþýðu- bandalagsmanna sem einkennist af upphrópunum og útásetningi út á allt og alla er sér til húðar gengin. Ábyrgðarleysi þeirra er með eindæmum og miðar að því að skapa óánægju og ala á tor- tryggni meðal almennings. Ég vil í þessu sambandi sérstak- lega minnast á vísitölumálið, en í því opinberast hræsni þeirra hvað mest. Þeir verja 20 ára gamalt kerfi sem allar aðrar þjóðir hafa fallið frá. Kerfi sem miðar að því að viðhalda launamisrétti og eyk- ur launabilið. Vegna þessa kerfis njóta ekki allir landsmenn sömu réttinda þarsem vísitölufjölskyld- an býr í Reykjavík, og kemur m.a. í veg fyrir að unnt sé að hækka hitaveitu og strætisvagna- fargjöld þar, vegna þess að við það myndu öll laun í landinu hækka. Afstaða Alþýðubanda- lagsmanna í þessu óréttlætismáli sem bitnar verst á þeim lægst launuðu er flokki sem kennir sig við alþýðu til skammar. Þá vil ég minnast í fullri alvöru á það varhugaverða fyrirbæri sem kennir sig við Bandalag jafnaðar- manna og þó öllu fremur Vilmund Gylfason. Okkur hlýtur að renna blóðið til skyldunnar og íhuga hvað fyrir þessum manni raun- verulega vakir. Ég veit að allir þeir sem fylgst hafa með þjóð- málaumræðu undanfarin ár vita betur en svo að fyrir þeim manni vaki einhver hugsjón um að frelsa þessa þjóð frá verðbólgu eða bæta á annan hátt lífskjör hennar. Hann sem með fullyrðingum og áróðri fékk hluta þjóðarinnar til að trúa því að sumir af stjórn- málaforingjum þessa lands væru ótíndir glæpamenn. Vilmundur Gylfason hefur verið dómsmála- ráðherra þessa lands, án þess þó að gera nokkuð til að bæta það spillta kerfi sem hann telur vera við lýði nema hvað hann setti einn af sínum stuðningsmönnum í gott embætti þar innan veggja. Nú ríður þessi maður fram íklæddur skikkju réttlætis, bræðralags og friðar. Til þess að undirbúa jarðveginn hef- ur hann á undanförnum mánuð- um beitt öllum sínum áróðri til að sverta stjórnkerfi þessa lands, út- hrópa Alþingi og það frjálsa lýð- ræði sem við viljum búa við. Aðferðirnar eru ódrengilegar að mínu mati, en tilgangurinn helgar meðalið, sá tilgangur einn að hann nái völdum og fái að sitja áfram á Alþingi. Ekki til að stjórna, heldur til að vinna áfram að upplausn og ala á tortryggni. Ég lýsi yfir fullrí ábyrgð á hendur þeim mönnum sem þannig vinna. Lýðveldinu íslandi stafar hætta af þeim. Ég veit að íbúar þessa kjör- dæmis sjá í gegn um þennan blekkingarvef. Ég vil að síðustu leggja á það áherslu að forsenda þess að hægt sé að ná verðbólgunni niður er að menn og konur þori. Þori að horf- ast í augu við raunveruleikann - þori að segja sannleikann - þori að grípa til ráðstafana og hafi vilja og getu til að sækja fram af einurð og festu. Þetta mun Framsóknar- flokkurinn gera en reynslan sýnir að ef árangur á að nást, verður Framsóknarflokkurinn að fá til þess aukið fylgi. í þeim efnum væntir hann ekki síst stuðnings landsbyggðarinnar þar sem Fram- sóknarflokkurinn er útvörður hennar á Alþingi sem annars staðar. í þeim skoðanakönnunum sem birtar hafa verið að undan- förnu, kemur fram að Framsókn- arflokkurinn muni tapa fylgi á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa. Skýring þessa er einföld, þótt ég í annan stað vari við þessum skoð- anakönnunum vegna skoðana- myndana sem þær hafa í för með sér. Þar sem þéttbýlissjónarmiðin á suðvesturhorninu eru alsráðandi geldur Framsóknarflokkurinn fyrir yfirlýstan stuðning sinn við landsbyggöina. Ég hvet kjósendur til að vera minnugir þess á kjördag. Níels Árni Lund. 6 - DAGUR - 19. apríl 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.