Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 12
Minning: cjfa Sigfríð Einarsdóttir “ Fædd16. nóvember 1913 - Dáin 29. mars 1983 „Hin langa þraut er liðin“ 13. apríl sl. var til moldar borin frá Akureyrarkirkju Sigfríð Ein- arsdóttir, fyrrum kaupkona á Ak- ureyri. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 29. mars eftir margra ára bar- áttu við þjáningarfullan sjúkdóm. Sigfríð var fædd á Seyðisfirði 16. nóvember 1913, dóttir þeirra hjóna Guðnýjar Jónasdóttur frá Kjarna við Akureyri og Einars Methúsalemssonar frá Bustarfelli í Vopnafirði, en þau áttu heima á Seyðisfirði 1905-1924 að þau fluttu til Akureyrar og átti fjöl- skyldan þar heima upp frá því. Börn þeirra voru þrjú. Elst var Elín Einarsdóttir, kona Jónasar Thordarsonar á Akureyri, dáin 1975, þá Sigfrfð, en yngst þeirra systkina var Jónas Einarsson, sem var flugumferðarstjóri á Akureyri frá byrjun þeirrar þjónustu til dánardægurs 1972, kvæntur Báru Gestsdóttur á Akureyri. Einar faðir Sigfríðar var sonur þeirra Elínar Ólafsdóttur frá Sveins- stöðum í Þingi, Húnavatnssýslu og Methúsalems Einarssonar óð- alsbónda á Bustarfelli í Vopna- firði, er þar bjuggu stórbúi á árun- um 1876-1911. Einar var fyrst bankagjaldkeri á Seyðisfirði, en gerðist síðar forstjóri Nathan & Olsen heildverslunarinnar á Seyðisfirði. Hann varð forstjóri útibús sama fyrirtækis á Akureyri 1924 og gegndi því starfi til ævi- loka 1934. Guðný kona hans var dóttir hjónanna Kristjönu Jóns- dóttur og Jónasar Jónssonar, bónda á Kjarna við Akureyri, þar sem nú er hið þekkta skógræktar- svæði Kjarnaskógur. Sigfríð vann á yngri árum í verslunum á Akureyri, lengst af í Bókaverslun Þorsteins Thorla- ciusar uns hún giftist Ottó Páls- syni 1941. Þau keyptu nokkru síðar Prjónastofuna Drífu - seinna vefnaðarvöruverslunina Drífu við Hafnarstræti og ráku þá verslun í sameiningu í áratugi af miklum dugnaði og árvekni. Var Sigfríð þar á réttri hillu, því henni var eðlislægt að greiða fyrir fólki og verða að liði þar sem hún mátti því við koma. Þegar hun missti heilsuna með svo skjótum hætti 1977 varð það fangaráð þeirra hjóna að selja búðina, þótt þeim hafi ekki verið það sársaukalaust. Átti Sigfríð eftir það heima á Dvalarheimilinu Hlíð hér á Akur- eyri og naut hinnar bestu að- hlynningar starfsfólksins þar. Það varð henni svo nýtt áfall og harmsefni er Ottó maður hennar missti heilsuna og þurfti að vera mánuðum saman á sjúkrahúsinu núna fyrir jólin í vetur, en hann andaðist þar 27. desember sl. Þótt hún bæri harm sinn í hljóði var sýnt að mælirinn var fullur, nú yrði ekki meira á hana lagt. Og það urðu ekki nema þrír mánuðir á milli þeirra. Nú eru þau samein- uð á ný, laus við þær þjáningar er á þeim hafa dunið síðustu árin. Kjördóttir þeirra er Þóra Ottós- dóttir, sem þau tóku nýfædda og ólu upp sem sína einkadóttur. Maður hennar er Örn Hauksson frá Grímsstöðum í Mývatnssveit, starfsmaður Kísiliðjunnar þar, eiga þau einn son Ottó Pál. Þau hafa reist sér nýbýlið Stiklur úr landi Grímsstaða og búa þar. Þóra hefur reynst þeim hin ástrík- asta dóttir og gert allt sem í henn- ar valdi hefir verið til að gera þeim lífið ánægjulegra. Og síðustu árin hefir það verið þeirra mesta gleði og tilhlökkun að geta dvalist hjá þeim Þóru og Erni um hátíðir og einnig oft á sumrin í hinni fögru Mývatnssveit. Sigfríð var félagslynd og starf- aði mikið að málefnum kvenna í bænum, meðan hún hafði heilsu. Hún var í kvenfélaginu Framtíðin og vann þar mikið um langt skeið. Einnig var hún í Rebekkustúku Oddfellowa og yfirmaður þeirrar reglu á Akureyri þegar hún veikt- ist. Hún var einnig mjög virkur félagi í Sjálfstæðiskvennafélaginu Vöm og víðar lét hún til sín taka ef um var að ræða að veita góðum málum liðsinni. Hún var mjög geð- góð og glöð í lund og því gott að starfa með henni. Við leiðarlok sem þessi vill hug- urinn oft sfaldra við og fá mann til að líta yfir farinn veg. Og þegar ég kveð Sigfríð og Ottó hinstu kveðju með svo stuttu millibili finnst mér sem minn gamli vina- hópur hér á Akureyri sé að mestu horfinn yfir móðuna miklu. Okk- ar kynni upphófust á kreppu- ámnum er við Elín systir hennar hófum búskap hér í bæ, en þær systur voru mjög samrýmdar og mikill samgangur á milli heimil- Hin árlega fræðslu- og skemmtívika Ungmennasam- bands A.-Húnvetninga verður haldin á Blönduósi 16.-23. aprfl. Eins og áður verður efni fjölbreytt og víða komið við. Myndlistinni verður gert hátt undir höfði á þessari Húnavöku. Myndlistarsýning er fyrirhuguð en auk þess heldur samband a.- húnvetnskra kvenna heimilisiðn- aðarsýningu í félagsheimilinu á Blönduósi. Sýndir verða ýmsir munir sem unnir eru í tómstund- um fólks í A.-Húnavatnssýslu fyrr og nú. í Héraðsbókasafninu verð- ur opin grafíksýning frá Færeyj- um á vegum norræna félagsins í A. -Húnavatnssýslu. í kvöld frumsýnir Leikfélag Blönduóss leikritið Tangó eftir Pólverjann Slavomir Brosjac. Leikstjóri er Jón Jóel Einarsson. Tvær aðrar sýningar verða á leik- ritinu á Húnavöku en jafnframt er ráðgert að ferðast með leikritið til nágrannabyggða. A síðasta vetrardag verður hús- bændavaka og meðal gesta þar er hr. Sigurbjörn Einarsson biskup sem mun rabba við samkomu- gesti. Úrslit verða í spurninga- keppninni Sveitarstjórnirnar anna. Og gestrisni þeirra, gleði og hjálpsemi var slík að alltaf var gott með þeim að vera. Ég kveð þau bæði með söknuði, þakka þeim hina góðu samfylgd og fé- lagsskap og bið þeim blessunar Guðs á þeirra nýju vegferð. Jónas Thordarson. svara og margt fleira verður til skemmtunar. Sumardaginn fyrsta verður sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi og verður þar margt á dagskrá. Lúðrasveit Blönduóss leikur nokkur lög áður en skemmtunin hefst og í anddyri félagsheimilisins verður sýning á dúfum. Eftir skemmtun skólans verður Hjálparsveit skáta á Blönduósi með ýmsa útileiki. Á kosningadaginn 23. apríl, lokadegi Húnavöku verður skemmtun á vegum UFAH fyrir börn og unglinga. Barnaball verð- ur haldið um miðjan dag og um kvöldið kosningadansleikur fram á rauða nótt, þar sem meðal ann- ars verður haldið glæsilegt bingó með vinningum frá Ferðaskrif- stofunni Útsýni. Hljómsveitin Upplyfting leikur á þrem almenn- um dansleikjum á Húnavökunni og auk þess á unglingadansleik á sumardaginn fyrsta. Margar kvik- myndasýningar verða á Húnavök- unni og má þar nefna myndina „Húsið“. 23. árgangur Húna- vökuritsins er kominn út en í því er að venju mikill fróðleikur um menn og atburði í Húnaþingi. B.S. Mikið um að vera á Húnavökunni IDNKYNMNGI I FROSTAGÖTUNM L JL- Hörgárbraut Húsgögn, skilveggir, EllfIII 11 c sti9ar°9 CllVlll Tlili handriðc sérsmíði. og ymis BARÐ sf. Öll jarðvinna, sprengingar og borun. Vélaleiga. Tilboð. hf. - trésmíðaverkstæði Húsbyggingar. Mannvirkjagerð. Verktakaþjónusta. Tilboð. Baugsbrot sf. BIFREIÐAVERKSTÆÐI Allar almennar bílaviðgerðir. VALSMÍOL p AKUREYRIse Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, fataskápar. Sérsmíði. Tilboð. Hellusteypan sf. Hellur í sélpallinn, gangstéttina, bílastæðið og hleðslur í veggi, blómakassa og margt fleira. Vélsmiðja Steindórs hf. Sérverslun fyrir vélhjólamenn. Garðhúsgögn, stálgrindur og steypumót, ásamt allri almennri málmsmíði. Tilboð. \s\e' frá kl. 13.00-17.00 Þetta verður á staðnum auk allra fyrirtækjanna: Leiktæki og varsla fyrir börnin. Pepsi frá Sana, meðlæti frá Brauðgerð Kr. Jónssonar og teríunni Sunnuhlíð. Fallhl ífastökk og karamelludreifing úr lofti. Getraunir, myndasýningar, videósýningar frá starfi fyrirtækjanna. Pioneer sér um hljómflutninginn. itthvað fvrir alla fiölskvlduna 12—DAGUR -19. apiríl l 983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.