Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 19.04.1983, Blaðsíða 13
Frá setningarathöfn Andrésar andar leikanna sl. ár. Andrésar Andar leik- arnir settir á morgun — við Akureyrarkirkju Andrésar andar leikarnir, fjölmennasta skíðamót sem haldið er hér á landi ár hvert verður sett við hátíðlega at- höfn í Akureyrarkirkju annað kvöld kl. 20. Fyrir setningarathöfnina ganga keppendur fylktu liði frá Lundarskóla og má reikna með að þar verði um mikla göngu að ræða því reiknað er með hátt í 400 keppendum á mótið. Að lokinni andakt í Akureyr- arkirkju mun Hermann Sig- tryggsson æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi setja mótið og mótseld- urinn verður kveiktur. Kepp- endur halda síðan í Lundarskóla þar sem skemmtun verður fyrir þá. Keppnin sjálf hefst síðan á fimmtudagsmorgun og verður keppt alveg fram á laugardags- eftirmiðdag en þá verður verð- launaafhending og mótsslit við Skíðastaði. Hér er um geysilega umfangs- mikið mót að ræða og væntan- lega munu einhverjir taka þátt í sinni fyrstu keppni í þessu móti sem síðar eiga eftir að láta að sér kveða í skíðabrekkunum í fram- tíðinni. En lítum þá á dagskrá mótsins: Miðvikudagur 20. apríl: Kl. 19.30: Skrúðganga frá Lundarskóla að Akurey rarkirk j u. Kl. 20.00: Andakt í Akureyrarkirkju. Prestur séra Birgir Snæbjörnsson. Kl. 20.10: Mótssetning. Hermann Sigtryggs- son æskulýðs- og íþróttafulltrúi. Kl. 20.20: Mótseldurinn kveiktur. Kl. 21.30: Skemmtun í Lundarskóla. Tommi og Jenni f video. Kl. 22.00: Fararstjórafundur í Lundarskóla. Fimmtudagur 21. aprfl: í Hjallabraut: Kl. 10.00: Stórsvig 7-8-9 ára. Við Strýtu: Kl. 10.00: Svig 11 ára. Kl. 12.00: Svig 12 ára. Kl. 15.00: Stökk allirfl. Kl. 20.00: Verðlaunaafhending og skemmtun í íþróttahöllinni. Kl. 21.00: Fararstjórafundur í Lundarskóla. Föstudagur 22. apríl: Við Strýtu: Kl. 10.00: Svig 10 ára. Kl. 12.00: Stórsvig 11 ára. Kl. 14.00: Ganga 12 ára stúlkur og yngri 2,5 km, 12 ára drengir 2,5 km, 11 ára drengir 2,0 km, 10 ára drengir 1,5 km, 9 ára drengir 1,0 km. Kl. 18.00: Verðlaunaafhending. Kl. 20.00: Skemmtun í Lundarskóla video, kvikmyndir. Kl. 21.00: Fararstjórahóf að Galtalæk. Laugardagur 23. aprfl: Við Strýtu: Kl. 10.00: Stórsvig 12 ára. I Hjallabraut: Kl. 10.00: Svig 7-8-9 ára. Við Strýtu: Kl. 13.00: Stórsvig 10 ára. Við Skíðastaði: Kl. 18.00: Verðlaunaafhending og mótsslit. Ófærðin sett strik í reikninginn — en Skautafélag Akureyrar og KA sigruðu í blakmóti KA sunnudaginn. í karlaflokki léku til úrslita lið UMSE og lið Skautafélagsins. Skautamennirnir voru sterkari og sigruðu því í karlaflokki. í kvennaflokki léku til úrslita A- lið KA og A-lið Eikar. KA- stúlkurnar sigruðu og urðu því sigurvegarar í kvennaflokki. Opna blakmótið sem var haldið á vegum blakdeildar KA var haldið á laugardag- inn. Alls höfðu 16 lið tilkynnt þátttöku í mótinu, en vegna ófærðar komust ekki nokkur til leiks og þess vegna kláraðist mótið á laugardag, en áður var ætlað að það stæði einnig allan Bragi V. Bergmann: Mótsagna- kenndur mál- flutningur Eftir að hafa horft á framboðs- kynningu Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpinu á mánudagskvöldið flaug mér í hug gamansagan um pólska prófessorinn sem fram- kvæmdi nákvæma rannsókn til þess að athuga hvernig froskar brygðust við ákveðnu áreiti. Prófessornum sagðist svo frá: „Með nákvæmum mælingum komst ég að því að heilbrigður froskur getur stokkið 12 metra í einu stökki. Þessu næst gaf ég froskinum væna deyfingu í einn fótinn og skipaði honum að stökkva. Þá komst ég að því að þrífættur froskur getur einungis stokkið 8 metra. Nú, ég deyfði annan fót og hrópaði: „Stökktu". Ég komst að því að tvífættur froskur getur einungis stokkið 6 metra. Eg fór eins að með þriðja fótinn. Þá komst ég að því að einfættur froskur stekkur ekki nema 4 metra. Loks deyfði ég fjórða fótinn og hrópaði enn: „Stökktu“. Frosk- urinn hreyfði sig ekki. Þar af leiðandi dró ég þá ályktun að fótalaus froskur sé heyrnar- laus.“ Þessi saga lýsir miklu dóm- greindarleysi. Ég velti því fyrir mér á mánudagskvöldið hvort einstaka frambjóðendur „flokks allra stétta" gangi út frá því að hinn almenni kjósandi sé hald- inn álíka dómgreindarleysi og pólski prófessorinn í sögunni. Mótsagnirnar í málflutningi þeirra voru svo margar að flestir hafa líkast til veitt þeim athygli. Eitt aðalbaráttumál sjálf- stæðismanna er að draga úr op- inberum umsvifum („Báknið burt“ kölluðu þeir það fyrir sein- ustu kosningar). Gott og vel, þeir lögðu líka áherslu á það á mánudagskvöldið. En svo komu stutt ávörp frá hinum ýmsu frambjóðendum. Salome Þor- kelsdóttir sagði eitthvað á þá leið að það væri réttlætismál að hægt yrði að fá dagvistun fyrir alla þá sem óskuðu.“ Það hlýtur að kalla á fleiri dagvistunar- Bragi V. Bergmann stofnanir. Er hægt að uppfylla þær óskir en minnka um ieið opinber umsvif? Hókus, pókus, mér þætti gaman að sjá það! Ragnhildur Helgadóttir var enginn eftirbátur stöllu sinnar í mótsögnunum. Hún talaði um að „auka þyrfti heilbrigðis- þjónustuna, t.d. með því að gera áætlanir um ákveðna hagræðingu til þess að ná tímasettum mark- miðum.“ (Var einhver að tala um almennt orðalag?). Eru þær stöllur ekki örugglega í sama Sj álfstæðisflokknum og þeim sem vill minnka ríkisumsvif? Vissulega hljómar það vel að tala um aukið dagvistunarrými og aukna heilbrigðisþjónustu. En hjákátlegt finnst mér að tala í næstu setningu um niðurskurð ríkisumsvifa. Ég var alveg sammála hæst- virtum borgarstjóra þegar hann sagði í lok þáttarins: „Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki algóð- ur, gallalaus flokkur." Mér fannst hann bara ekki taka nógu djúpt í árinni. Bragi Bergmann. 19, aþríl 1983- DAGUR -13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.