Dagur - 21.04.1983, Síða 1
FLORA
DANICA
SKARTGRIPIRNIR
KOMNIR.
MIKIÐ ÚRVAL.
GULLSMIÐIR
l SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66.árgangur
Akureyri, fimmtudagur 21. aprfl 1983
Sumri fagnad.
Mynd: - g
Merkisberi
Viðbún-
aður
hjá út-
varpi og
sjónvarpi
Útvarp og sjónvarp verða með
talsverðan viðbúnað á Akur-
eyri á kjördag og á kosninga-
nóttina og er stefnt að því að
Norðurlandskjördæmi eystra
verði talsvert í sviðsljósinu.
Útvarpið mun er líða tekur á
kvöldið birta fréttir um færð og
hvernig gengur að safna saman
kjörgögnum til Akureyrar. Eftir
að talning hefst verður útvarps-
maður sem fylgist með talning-
unni. Þá verður bein útsending úr
Hljóðhúsinu á Akureyri eftir að
fyrstu tölur koma, þar sem rætt
verður við fulltrúa allra lista er
bjóða fram.
Sjónvarpið mun taka myndir og
viðtöl við kjósendur á Akureyri á
kjördag sem sýndar verða í kosn-
ingasjónvarpi og verður rætt við
þá um útlit og horfur. Þá er fyrir-
hugað að sjónvarpsmenn bregði
sér til Sauðárkróks sömu erinda ef
veður og færð leyfa. Og sjónvarp-
ið verður að sjálfsögðu með full-
trúa við talningu atkvæða á Akur-
eyri.
I ávarpi frambjóðenda Fram-
sóknarflokksins sem birtist á
bls. 5 í dag er lögð megin-
áhersla á undanbragðalausa
niðurtalningu verðbólgu-
stigsins, atvinnuöryggi,
byggðastefnu, eflingu vel-
ferðarþjóðfélags, jafnrétti
kynja og rækt við landið og
menningararf þjóðarinnar.
í ávarpinu segir meðal
annars:
Niðurtalningin er samræmd
verðlækkunarstefna sem miðar
að því að lögfesta verðhjöðnun
stig af stigi. Framsóknarflokk-
urinn telur atvinnuöryggi aðal-
hagsmunamál verkamanna og
ananrra launþega og lítur á
atvinnuleysi sem svik við
vinnufúst fólk. Byggðastefna
hefur lyft Grettistökum í
atvinnu- og félagslífi lands-
byggðarinnar síðastliðin 12 ár.
Við minnum á að Framsókn-
arflokkurinn er viðurkenndur
flokkur landsbyggðarinnar og
merkisberi framsækinnar
landsbyggðarstefnu.
Framsóknarflokkurinn er
pólitísk kjölfesta á Norður-
landi.
Við vörum við framboðum
sem veikja þessa kjölfestu og
leiða til sundurlyndis.
Kvennalistinn sundrar en
sameinar ekki.
Vilmundarliðið er upp-
lausnarafl án allrar stefnu.
Stuðningur við það er pólitísk
uppgjöf.
Alþýðubandalagið þarfnast
viðvörunar og aðhalds um að
vinna raunsætt en ekki með
skrumi og slagorðum.
Sjálfstæðisflokkurinn boðar
leiftursókn og árás á atvinnuör-
yggið.
Sjábls. 5.
44. tölublað
Akstur
á kjördag
Ýmislegt bendir til þess að
veður verði ekki sem best á
Norðurlandi á kjördag og því
gæti svo farið að veður og
ófærð gerði ýmsum erfitt fyrir
með að komast á kjörstað.
Framsóknarflokkurinn hvetur
alla sem á aðstoð gætu þurft að
halda við að komast á kjörstað til
þess að hafa samband við trúnað-
armenn flokksins í hverju sveitar-
félagi og munu þeir fúsir til að
veita alla þá hjálp sem unnt er.
Einnig eru allir þeir sem hafa
góða og vel búna bíla til vetrar-
aksturs og möguleika á að að-
stoða við akstur á kjördag hvattir
til þess að hafa samband við trún-
aðarmenn flokksins.
Það má ekki henda að veður og
ófærð hafi áhrif á kjörsókn. Því er
skorað á alla framsóknarmenn að
koma til starfa á kjördag og vinna
vel að sigri B-listans. Gerist það,
er forustuhlutverk Framsóknar-
flokksins í málefnum Norðlend-
inga tryggt
Á bls. 3 jr listi yfir kosninga-
skrifstofur og trúnaðarmenn
Framsóknarflokksins birtur og
einnig bflasímar í kjördæminu.
Fyrstu tölur
upp ur
miðnætti
„Við verðum að haga seglum
eftir vindi á kjördag, en ef allt
gengur samkvæmt áætlun ættu
fyrstu tölur frá okkur að koma
um hálf eitt leytið,“ sagði
Ragnar Steinbcrgsson, for-
maður yfirkjörstjórnar í
Norðurlandskjördæmi eystra í
samtali við Dag.
Það kom einnig fram í samtal-
inu við Ragnar, að talningarmenn
munu loka sig af í Oddeyrarskóla
um kvöldmatarleytið á kjördag og
hefja talningu. Það verður þó
ekki gert nema tryggt sé að kjör-
fundum í öllum kjördeildum
landsins ljúki á tilsettum tíma, því
verði þeim frestað, t.d. í ein-
hverja daga þá þurfa talningar-
mennirnir að vera innilokaðir í
jafnlangan tíma.
Kjörgögn verða flutt til Akur-
eyrar með ýmsum hætti, t.d. með
flugvél frá Grímsey, Þórshöfn og
Raufarhöfn, en bílum frá Dalvík
og Ólafsfirði. Gangi allt sam-
kvæmt áætlun verða allir at-
kvæðakassarnir kómnir í Oddeyr-
arskólann upp úr miðnætti. Verði
hins vegar ekki flugveðut kemur
babb í bátinn. Það tekur nefnilega
tímann sinn að aka með kjörkass-
ana alla leið frá Þórshöfn og í
versta falli getur þurft að flytja þá
sjóleiðina. Fari svo þarf ekki að
búast við tölum úr Norðurlands-
kjördæmi eystra fyrr en með
sunnudagskaffinu.