Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 2
Lauganemar halda nemendamót Nemendur Laugaskóla í Reykja- dal veturinn 1932-1933 hafa ákveðið að halda nemendamót á Laugum 12. júní nk. Fyrir skömmu skaut þeirri hug- mynd upp hjá nokkrum hálfrar aldar Lauganemum, að þeirra tímamóta yrði minnst með því að heimsækja gamla skólann okkar 12. júní og miða heim- sóknina við það að vera komin í skólann fyrir klukkan 12 á hádegi nefndan dag. Þá kom okkur einn- ig saman um að útvega 100 falleg- ar „garðplöntur" og setja þær niður á fögrum stað á Laugum þennan sama dag til minningar um dvöl okkar og nám í Lauga- skóla fyrir hálfri öld, veturinn 1932-1933 og sem lítinn þakklæt- isvott við skólasetrið. Kostnaðinum við plönturnar jöfnum við niður þegar þar að kemur. Hinum gömlu nemend- um er hjartanlega velkomið að taka með sér gesti. En allir þurfa að tilkynna þátttöku sína fyrir 5. júní nk. Erlingi Davíðssyni, Ak- ureyri í síma 23856 eða til undir- ritaðs. Einarsstöðum í Reykjadal 18. maí 1983 Sigfús Jónsson Þessi grein átti að birtast í síð- asta blaði en því miður féll hún út fyrir misgáning. Blaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á þeim mistökum. VIÐ---- FLYTJUM N.T. umboðið h.f. (áður Norðlensk trygging h.f.), Ráðhústorgi 1 (2. hæð), er flutt og opnar föstudaginn 27. maí n.k. í Verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð. Við bjóðum: (1) Vátryggingar. Umboð: ÍP2Slf(G<GSÍNl<3" Veitum fyrirtækjum og einstaklingum al- hliða vátryggingaþjónustu. REYNIÐ OKKAR ÞJÓNUSTU. Enn fremur: (2) Ljósritunarþjónustu. Ljósritum í stærðunum A-4 og A-3 auk smækkunar. Ljósritum á venjulegan pappír, löggiltan skjalapappír eða glærur. (3) Skattskilaþjónustu fyrir einstaklinga. ÖMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð Pósthólf 383 602 Akureyri Sími 2 18 44 Nafnnr. 6594-5312 _ Garðyrkjustöðin Laugarbrekka Eyjafirði Plöntulisti 1983 SUMARBLÓM: Stjúpur blandaðar “ bláar “ hvítar “ gular “ rauðar “ dökkbláar “ appelsínugular gularm.dökkamiðju hvítar með dökka miðju Stjúpurstórb!. rauðar “ gularmeðauga “ hvítarmeðauga Ljónsmunni blandaður “ rauður “ hvítur Fiðrildablóm (nemesía)blandað Morgunfrú appelsínugul “ lág blönduð Hádegisblóm blandað “ guit Nellika blönduð “ rauð Flauelsblóm gult “ rautt llmskúfur (levkoj)blandaður “ rauður “ hvítur “ gulur “ bleikur “ fjólublár Eilífðarblóm blandað “ rautt hvítt “ guit Sumarstjarna (aster) blandaður Skrautnál (alyssum) hvít Skrautnál rauð Skrautnál Tóbakshorn Fingurbjargarbl Fagurf ífill Kornblóm Silfurkambur Lóbelía Hengilóbelía Meyjarblómi Prestakragi Regnboði Sveip kragi Snækragi Daggarbrá Paradísarblóm Eilífðarblóm blá (petunia) blandað fyllt blandað blandað (bellis) rauður hvítur blátt silfurgrá blöö blá hvít blámeðhvítu auga blandaður bleikur blandaður blandaður blandaður hvitur gul hvít blandað (acroclinium) FJÖLÆR BLÓM: Sporasóley blönduð Fjaðurnellika bleik Dvergnellika rauð Riddaraspori blandaður Hjartaklukka blá Skarlatsfífill rauður Lúpínur blandaðar “ rauðar Bergnál gul Iberis hvítur Risavalmúi rauður Valmúi blandaður Höfuðklukka grá Hjartaf ífill gulur POTTABLÓM: Aster Nellika Petunia Flauelsblóm Salvia Skrautkambur Áralía Philodendron Schefflera Skógarhár MATJURTIR: Hvítkál Blómkál Grænkál Rauðkál Rófur Höfuðsalat íssalat Rauðrófur Spergilkál Rósakál Hnúðkál VERÐ: Sumarblóm (4 st. í búnti) kr. 38. Fjölær blóm frá kr. 20. Pottablóm frá kr. 35. Kál kr. 6. Aðrar matjurtir kr. 5 Opið mánud. til föstud. kl. 9-12 og 13-21. Laugardaga og sunnudaga kl. 9-12 og 13-18. Sölustaðui' á Akureyri auglýstur síðar. Kalaar Kveojur Egill Jónasson, skáld á Húsa- vík, sendir mér talsvert kalda kveðju í blaðinu Degi á Akur- eyri föstudaginn 20. maí þ.á. Ber hann mér þar á brýn að ég hafi breytt vísu eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi er birtist í vfsnaþætti Dags þann 6. maí. Þetta er alrangt og skal ég nú finna þessu stóryrði mínu stað. Á síðastliðnum vetri skrifaði ég Pétri Steingrímssyni, frá Nesi, er nú býr að Laxárnesi. Vissi ég að hann er hagorður vel og bað ég hann að senda mér nokkrar vísur til birtingar í vísnaþættinum. Brást Pétur vel við og hef ég þegar birt þrjár vísur hans. Hinar koma síðar. í leiðinni sendi hann mér eina vfsu er faðir hann hafði ort og fylgdu henni eftirfarandi orð: - Stundum kemur fyrir að vfs- ur brcytast í meðförum oggetur þetta breytt merkingu þeirra. Sem dæmi er hér ein vísa eftir Steingrím, föður minn. Margir hafa vísuna svona: Hefst nú skeid hins skamma dags, skuggar leiðir fíakka. Vindur greidir t'anna fax fram af heiðar makka. Sern barn heyrði ég föður minn hafa þessa vísu nokkuð á annan veg. Þá var hún þannig: Styttist skeið hins skamma dags, skuggar i leiðum fíakka. Vindur greiðir fanna fax fram af heiðar makka. í ljóða bók Steingríms Bald- vinssonar, Heiðmyrkri, er enn ein „útgáfan“ af fyrstu hend- ingu nefndrar vísu, eins og Egill Jónasson bendir réttilega á. Ekki bað Pétur mig að birta vís- una en mér fannst sem hann ætlaðist til þess fyrst hann sendi hana ásamt sínum eigin vísum er áttu að fara í þáttinn. Það er sannfæring mín að Pétur hefur lært vísuna ná- kvæmlega rétta af vörum föður sfns og því birti ég hana í hinni upprunalegu mynd. Hverjir hafa svo orðið til þess að umturna vísunni síðar eftir sínu höfði skiptir mig engu máli. Skæting Egils í minn garð tel ég tæpast svaraverðan. Þó skal á það bent að hafi mér ver- ið tjáð með réttu að mér hafi orðið á í messunni í einhverri bók minni, hef ég leiðrétt það í næstu bók. Að lokum lætur Egill að því liggja að ég leitist við að gera umbætur á vísum Steingríms Baldvinssonar. Þetta er ijótur áburður og ekki samboðinn Agli Jónassyni. Jón Bjarnason. heldur víst að hann vlti allt og lioiium sé allt leyfilegt Fyrirsögnin á athugasemd Egils Jónassonar. Plastgróðurhús frá Plastprent hf. frá 4,8 fm til 39 fm og jafnvel enn stærri. Umboðsmenn: Valdemar Baldvinsson sf. Tryggvabraut 22, sími 21344 Akureyri. 2 - DAGUR - 27. maí.1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.