Dagur - 27.05.1983, Síða 5

Dagur - 27.05.1983, Síða 5
Radarmælingar fyrir utan Lögregiustöðina. A innfelldu myndinni eru þeir Guðmundur Svanlaugsson og Björn Víkingsson í lögreglubifreiðinni. Mynd: ESE. „Margir teknir fyrir hraðakstur fyrir fram- an Iögreglustöðina“ — Dagur fylgist með lögregluþjónunum Quðmundi Svanlaugssyni og Bimi Vfldngssyni við radarmælingar - Það er ómögulegt að tiltaka einn einstakan flokk manna sem ekur hraðar en aðrir. Þetta er ekki bundið við aldur né kyn og jafnvel ekki bifreiða- tegundir og það kemur fyrir að bestu menn aka of hratt. Þetta sögðu lögreglumennirnir Guðmundur Svanlaugsson og Björn Víkingsson í samtali við blaðamann Dags en undirritaður átti þess kost að fylgjast með þeim félögum að störfum við hraðamælingar sl. miðvikudag. Lagt var upp frá Lögreglustöð- inni um kl. 13 og fyrst var haldið að Glerárgötu og var lögreglu- bifreiðinni lagt í námunda Ráð- hússins og radarnum beint norður götuna. Til að allar mæl- ingar væru löglegar þurfti að stilla radarinn en það er í fyrsta lagi gert með að þrýsta á tvo takka og á radarinn þá að sýna ákveðnar tölur. Komi þessar töl- ur í ljós á radarnum er þriðja mælingin gerð en hún er í því fólgin að tónkvísl er slegið við og sett framan við radarinn. Ef rad- arinn er í lagi kemur talan 81 í ljós á skermi og eftir að þessar þrjár mælingartölur hafa verið færðar inn í dagbókina geta hraðamælingar hafist. Það var talsverð umferð í Gler- árgötunni en aðeins einum bíl var ekið of hratt. Var þar kona á ferð í fólksbifreið og tók hún þessu með mesta jafnaðargeði og sagð- ist í engu vilja rengja lögreglu- mennina. Fyrst radarinn segði þetta þá hlyti það að vera rétt. Næst var stefnan sett á Þing- vallastræti og lögreglubifreiðinni lagt við nyrðri akreinina skammt frá Hrísalundi. Þarna var lítil umferð að því undanskildu að talsvert var um vörubifreiðar. Allir óku á löglegum hraða og til að hafa eitthvað til að dunda við brá undirritaður á það ráð að telja hve margir þeirra sem óku fólksbifreiðum höfðu spennt beltin í samræmi við landslög. Af 33 bílum sem þarna óku um göt- una á ca. 20 mínútna tímabili, voru átta ökumenn spenntir í sætin en hinir voru allir bílbelta- lausir. Sem sagt um 25% öku- manna með beltin spennt sem varla er hægt að telja nógu gott. Á þriðja viðkomustaðnum á Hörgárbraut til móts við Vega- nesti reyndust ökumenn einnig löghlýðnir og enginn ók of hratt og eftir u.þ.b. hálftíma stopp var brugðið á það ráð að halda að Lögreglustöðinni við Þórunnar- stræti og mæla ökuhraðann þar. Á þessum stað var ökuhraðinn einna hæstur af þeim stöðum sem mælt var á en aðeins einn öku- maður, kona á fólksbíl reyndist brotleg. - Það er alveg merkilegt að menn skuli keyra þetta hratt fyrir framan sjálfa Lögreglustöðina, sögðu þeir Guðmundur og Björn en bættu því við að þetta væri lík- lega sá staður í bænum þar sem ökumenn ættu síst von á því að radarmælingar væru í gangi. ESE. í viðbragðsstöðu í Glerárgötu. Bjöm er búinn að stilla radarbyssuna og síðan er beðið átekta í gær voru liöin nákvæmlega 15 ár frá hinúm svokallaða H-degi en það var þann 26. maí 1968 að hægri umferð var tekin upp á ís- landi. Fram að þeim degi höfðu menn ekið á vinstri kanti og margir voru því vantrúaðir á „hægri-byltingin" myndi takast vel. Mikil áróðursherferð var í gangi löngu áður en þessi mesta umferðarbreyting á ísiandi var gerð og mættu áróðurskóngar nútfmans vera fullsæmdir ef þeir næðu nú svipuðum árangri og náðist í maímánuöi 1968. „Hægribeygjan" tókst líka með miklum ágætum um land allt og fyrst eftir breytinguna dró mikið úr umferðarslysum og ökumcnn virtust aðgætnari í umferðinni. En lítum nú á hvað Dagur hafði að segja um gildis- töku hægriumferðar á Akur- eyri. Á forsíðu Dags 29. maí 1968 er frétt um H-daginn undir fyrirsögninni „Verurn samtaka og aukum umferðarmenning- úna“ en í fréttinni segir nt.a.: „Einhver mun nú orðinn leið- ur á hægri umferðar-áróðri en hans mun þó túll þörf enn unt sinn. Ef líkja má því viö eins konar próf, sem Akureyringar þreyttu á sunnudaginn verður að viðurkenna það, að þeir stóðust þaö með ágætum. En stundum gleymist það fljótt, sem nuntið er. Umferðarbreyt- ingin til hægri er bylting í um- ferðarmálum. Fyrst um sinn veltur mjög á þvt að menn beini athygli sinni meira aö akstri og umferð en áður var er umferðin krafðist ekki sérstakrar athygli og var vanabundin, jafnvel hin einstöku viðbrögð við óvæntum tilvikum. Breyting umferöar á Akur- eyri hvíldi mest á herðum þeirra Gísla Ólafssonar, yfiriögreglu- þjóns og Stefáns Stcfánssonar bæjarverkfræðings. Hinn 26. maí hvíldi ábyrgðin á almenn- ingi, lögreglu og umferðarvörð- um. Hinn merki umferðardagur sem jafnframt var hinn mesti á Akureyri til þessa varð slysa- og árekstralaus að öðru en því að deilt var unt hvort rispa sæist á einum bíl eða ekki . . . “ Allt gekk sem sagt sem smurt umræddan rnaídag en þó var vitað aö margir hættu sér ckki út í umferðina þcnnan dag og hina næstu og einstaka rnenn, aðallega fullorðið fólk, lagði bílum sínum til frambúöar. En hvað sem því líður varð hægri umferðin staðreynd fyrrgreind- an ntaídag og í dag er fátt eöli- legra en aö aka á hægri kanti - a.m.k. finnst flestum umferðar- menning Breta, þar sem vinstri umferð er við líði, ósköp kjána- leg og forneskjuleg. En spurn- ingin er bara sú hvort það borgi sig ekki að hafa svona umferð- arbreytingu á t.d. 10-15 ára fresti og sveigja þá til skiptis til hægri eða vinstri. Ef litið er á umferðarslysin og reynsluna af umferðarbreytingunni 1968 er víst aö þaö myndi borga sig. 27. maí 1983-ÖAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.