Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 2
Bilamalun . . . skófludekkin á jeppanum ryðja upp sandinum og dekkin gryQunni þeytast sitt á hvað . . . Sigurvegarinn í torfærukeppninni, Halldór Jóhannesson, frá Akureyri, leggur af stað í „dekkjatorfæruna“ . . . Þaö var samankominn múgur og margmenni í malargryíjunum fyrir ofan Akureyrarbæ er flautað var til leiks í fyrstu torfærukeppni sumarsins um síðustu helgi. Sex sprækustu jeppar landsins og jafnmargir af bestu ökumönnum þjööarinnar voru skráðir til leiks en svo hörð var keppnin, jafnvel áöur en hún byrjaöi. aö aöeins fjórir ökumenn komust á bílum sínum aö fyrstu torfærunni. Bensín- tregöa hindraöi Guömund ..Dunda" Gunnars- son og fák hans en bremsukerfið setti strik í reikninginn hjá Siguröi Sigurössyni úr Reyk ja- \ík. Guömundur smevgöi sér þó i keppnina áöur en vlir lauk en Siguröur mátti snúa aftur suður án jiess aö hafa hreyft keppnisbílinn. Dagur fylgist með fyrstu torfærukeppni ársins Talið er að á milli 800 og 1000 manns hafi fylgst með keppninni og það var því oft þröng á þingi. Torfæra 1: Sigurður Vilhjálms- son, upphaflega frá Akureyri reið hér á vaðið og bróðir hans Ari krosslagði fingurna. Það dugði Sigurði þó ekki nema upp í miðja brekkuna og þar við sat. íslands- neistarinn frá því í fyrra Bergþór Guðjónsson úr Fljótshlíðinni rann skeiðið létt og sömu sögu er að segja um helstu von Akureyr- inga, Halldór Jóhannesson og skiptu þeir 1. verðlaununum fyrir þessa torfæru á milli sín og komu 1250 krónur í hlut hvors kepp- anda. Fjórði ökumaðurinn Bjarni Sigurgarðarsson komst vel upp fyrir miðja brekku. Torfæra 2: Hér var ekið niður brekku, yfir gil og upp bratta malarbrekku og hér skiptu þeir Halldór og Bjarni verðlaununum. Bergþóri mistókst atlagan á frem- ur klaufalegan hátt og var talað um að jeppinn hefði verið of hátt gíraður eða að hin fræga túrbína hefði brugðist. Hér hóf Guð- mundur Gunnarsson keppni en árangur var ekki í samræmi við erfiði. Torfæra 3: Nú tóku við risastór- ar þúfur sem sómt hefðu sér vel í Texas eða nágrenni. Hér ók Sigurður Vijhjálmsson af lipurð varfærni og útsjónarsemi og hirti 2500 krónurnar en aðrir komu nokkuð á eftir. í þessari torfæru mölvaði „Dundi“ framdrifið og ók því á „afturfótunum“ það sem eftirvar keppni. Torfæra 4: Tveggja metra djúpur skurður var torfæran að þessu sinni og var ökumönnum uppálagt að aka þar yfir. Bergþóri gekk vel að brjóta bakkann og „rann“ nokkuð greiðlega yfir og vann því 2500 krónurnar. Halldór komst einnig yfir en aðrir kepp- endur áttu í miklum erfiðleikum. Siggi Vilhjálms ók á bakkann af svo miklum krafti að viftuspaðinn réðist á vatnskassann hjá honum og skar hann í sundur. Var Sigurður þar með úr leik. Ekki tókst Bjarna þó betur upp því millikassinn brotnaði í jeppanum en áður hafði Bjarni snúið drif- skaftið í sundur og þar með var kappinn úr leik. Torfæra 5: Dekkjatorfæran góða. Dundi sneri við, Halldór mjakaðist yfir og rauf skarð í bakkann og Bergþór ók þarna eins og hann væri í sunnudagsbíl- túr á Drottningarbrautinni. Enn bætti Bergþór því fimm rauðum í safnið. Torfæra 6: Nú var það sjálf „Brattabrekka“ sem allir kepp- endur voru dauðhræddir við Myndir og texti: ESE Bergþór Guðjónsson, íslandsmeistari í torfæruakstrí 1982. Þama er Bergþór búinn að festa jeppann í „þúfutorfær- unum“ og því ekki um annað að ræða en að fá örlitla hjálp. 2 - DAGUR - 3. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.