Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 4
Aöalfundur NAR á Húsavík: ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRlKSSON, GYL Fl KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. ILL NAUÐSYN Þrátt fyrir fámenni okkar íslendinga og þar af leið- andi takmörkuð áhrif meðal þjóða heimsins, höfum við á síðari árum gerst sífellt virkari þátttakendur í margs konar keppni á alþjóðavettvangi, ber þar að sjálfsögðu mest á keppni í mörgum greinum íþrótta. En hina síðustu mánuði hefur litið svo út, sem við ætluðum okkur að komast langt í keppninni um heimsmeistaratitihnn í verðbólgu, enda þótt við stöndum enn langt að baki frægum meisturum á þessu sviði, svo sem Argentínumönnum og ísrael- um. En nú hefur ný ríkisstjórn sest að völdum og segir þjóðina ekki hafa efni á að taka þátt í þessari keppni. Þetta vissu að vísu margir áður, kannski flestir, og mörg ljót orð hafa fallið um bölvun verð- bólgunnar. Ekki skal hér farið út í það að skilgreina frumorsakir hennar, enda eru þær margslungnar, og menn verða sjaldnast að fullu sammála, þegar á að rekja þær. Hitt vita allir, að þegar svo er komið, að farið er að vísitölutryggja nánast allar fjárskuld- bindingar, laun, bæði há og lág, verðlag á helstu neysluvörum, húsaleigu, vexti o.s.frv., þá er búið að setja af stað það hjól, sem snýst og snýst með stöð- ugt meiri hraða, magnar verðbólguna við hvern hring og hækkar allar vísitölur, þar til í algert óefni er komið. Það varð fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar að höggva skarð í þetta verðbólguhjól, svo að dregur úr snúningshraða þess. Þetta var gert með því að afnema svonefnda verðbótavísátölu launa. Þetta var rétt og nauðsynlegt, enda þótt æskilegra hefði verið að það hefði ekki þurft að gerast með laga- boði. Það sem sjálfsagt er að gera, á ekki að þurfa að framkvæma með lagasetningum, en stundum verður þó ekki hjá því komist. Raunar er furðulegt, að verkalýðssamtökin skuli ekki fyrir löngu hafa krafist þess að þessari vísitölu- vitleysu væri hætt, því að hún hefur verið þeim, sem lágu launin hafa, til mestrar bölvunar. í hvert skipti sem ný vísitöluhækkun launa hefur tekið gildi síðustu árin, hafa láglaunamenn aðeins fengið bættan hluta þeirrar útgjaldaaukningar, sem verð- hækkanir hafa lagt á herðar þeirra, en á sama tíma hafa hálaunamenn fengið í sinn hlut miklu meira en nægt hefur til að bæta verðhækkanirnar. En verka- lýðssamtökin hafa ekki borið gæfu til að hafa for- göngu um að ráðast gegn þessari ófreskju, og því er það afsakanlegt, að sú leið skuli hafa verið farin, sem nú varð raunin á. Það er hins vegar alltaf alvarlegt mál, að valdhaf- ar í landinu breyti eða ógildi kjarasamninga, sem launþegar og vinnuveitendur hafa gert sín í milli, en nú um áratugabil hafa flestar ríkisstjórnir hér- lendis gert þetta í meiri eða minni mæh. Það er því næsta hæpið að tala um frjáls verkalýðsfélög og frjálsa samninga milli þeirra og vinnuveitenda. Þetta ættu bæði háir og lágir að hafa í huga áður en þeir fordæma með miklum fyrirgangi takmarkað frelsi félaga í ýmsum öðrum löndum. Það er svo, bæði hér á landi og víðar, að stundum verður að gera fleira en gott þykir. „Norræn goða- fræði í brenni- depli á fundinum“ — segir Einar Njálsson, formaður Bandalags íslenskra leikara Nú stendur yfir á Húsavík aðal- fundur Samtaka norrænna áhugaleikara, NAR, en fund- urinn er haldinn á Hótel Húsa- vík. Jafnframt þessum fundi verður haldin ráðstefna svo sem venja er til á aðalfundum samtakanna. Þessir fundir NAR eru haldnir til skiptis á Norðuriöndunum, sá síðasti hér á íslandi 1978 í Nesja- skóla við Hornafjörð. Fulltrúi ís- lands í stjórn samtakanna er Ein- ar Njálsson, bankaútibússtjóri á Húsavík og formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Til að for- vitnast svolítið um ráðstefnuna og þessi norrænu samtök tókum við Einar tali og spurðum hann fyrst: Hvað er NAR? „Það er samband norrænna áhugaleikfélaga, stofnað í Gauta- borg árið 1967. Aðilar að NAR eru landssambönd áhugaleikara á Norðurlöndum, þar með taldir Færeyingar. Aðild Finna er að vísu svolítið frábrugðin, því þar eru fjögur landssambönd sem hafa með sér fulltrúaráð sem síð- an er aðili að NAR. Stjórn sam- bandsins skipa fimm menn, einn frá hverju landi og auk þess for- maður sem kosinn er beinni kosn- ingu.“ - Hver er tilgangur sambands- ins og markmið? „Að efla samvinnu og koma á kynnum meðal norrænna áhuga- leikara. Skiptast á skoðunum, t.d. um leikhúsið, aðferðum innan þess, stefnum og straumum. Til að ná þessu markmiði sínu styrkir NAR gestaleiki milli Norðurland- anna, heldur leiklistarnámskeið og svona ráðstefnur í tengslum við sinn aðalfund. Þriðja hvert ár er svo haldin samnorræn leiklist- arhátíð. Einnig má nefna að sam- bandið styrkir landssambönd til þess að fá erlenda kennara til sín.“ - Hafa íslendingar notið góðs af þátttöku sinni í NAR? „Já, vissulega. Sérstaklega í sambandi við námskeiðin og að- gang að norrænum bókaforlög- um, hvaðan við getum fengið leik- rit og kennslubækur. Þessi nor- rænu námskeið hafa opnað okkur víðari sjóndeildarhring og meiri möguleika til þroska í leikstarf- seminni. En viðleitni til að afla sér eins mikillar þekkingar og mögu- legt er, er lykillinn að því að ná bærilegum árangri. Þessi nám- skeið hafa alltaf verið í mjög háum gæðaflokki og verið vel sótt af okkar hálfu. Núna í sumar verður t.d. námskeið í Norður- landahúsinu í Færeyjum fyrir unglinga 16-20 ára. A það að fara sjö unglingar héðan." - Hafa íslensk áhugaleikfélög BRÚÐKAUP Kristj áns og Dorriét Söngvararnir Dorriét Kavanna og Kristján Jó- hannsson voru gefín saman í hjónaband í Grenjað- arstaðarkirkju sunnudaginn 29. maí sl. af sr. Sig- urði Guðmundssyni, vígslubiskupi. Viðstaddir brúðkaupið voru nánustu vinir og ættingjar brúð- hjónanna. Það var skemmtileg tilviljun, að sama mánaðardag árið 1939 voru foreldrar Kristjáns, Fanney Oddgeirsdóttir og Jóhann Kon- ráðsson, gefin saman í hjóna- band í Grenivíkurkirkju. Já, það var tilviljun, því hvorki Kristján eða Dorriét vissu um brúðkaups- dag Fanneyjar og Jóhanns þegar þau ákváðu sinn brúðkaupsdag. Og í rauninni var það flutningur- inn á Toscu á Akureyri á laugar- daginn sem réði dagsetningunni. Dorriét er fædd í Barcelona á Spáni, en hún er spænsk í móð- urættina en amerísk í föðurætt- ina. Svaramaður hennar við brúðkaupið var Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri, en svara- maður Kristjáns var Egill Jónsson, tannlæknir. Brúðhjónin þarf ekki að kynna frekar; það hafa þau bæði gert svo rækilega með söng sínum, sem hefur hrifið þá er á hafa hlýtt. Blaðið sendir þeim bestu árnaðaróskir með þessum myndum, sem teknar voru við brúðkaupið. Hér dansar Kristján valsspor við Fanneyju Oddgeirsdóttur móður sína, sem átti fjörutíu og fjögurra ára brúðkaupsafmæli. Hér eru brúðhjónin ásamt Vali Arnþórssyni, svaramanni Dorriét; Agli Jónssyni, svaramanni Kristjáns; Hörpu Hauksdóttur, sem var brúðarmær og sr. Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi. 4-DAGUR-3. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.