Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? „Það var í fyrsta skipti sem ég fékk krítik fyrir það sem ég var að gera. Þessi krítik birtist m.a. í Degi og var mjög vinsam- leg. Það er að hluta til þess vegna sem mér þykir vænt um Akureyri og Norðurland. Þetta var í kringum 1950, sagði Sigfús Hall- dórson tónskáld og list- málari sem nú er að opna málverkasýningu hér á Akureyri. Af gömlum húsum og af góðu fólki hér í bæ. Ég var beðinn að koma til Grenivíkur og mála þar myndir á staðnum og þar hélt ég sýningu. Einnig hef ég verið beðinn að koma við á Húsavík. Ég kom við hér á Akureyri og safnaði að mér mótífum og hef svo verið að vinna úr því að undanförnu og árang- urinn er sú sýning sem ég er að opna nú um helgina í Iðnskólanum.“ - Hvað um músíkina? „Ég er alltaf að, semja. Síðasta lagið mitt er við texta eftir Heiðrek Guð- mundsson," sagði Sigfús Halldórsson og gekk létt- ur í spori út af ritstjórn Dags. Sýning Sigfúsar verður opnuð laugardaginn 4. júní og stendur til 12. júní. Hún er opin frá kl. 14-22 um helgar og 18-22 virka daga. Yngri flokkar KA Fyrst um sinn verða æf- ingar yngri flokka KA í knattspyrnu á malarvelli félagsins við Lundar- skóla. Þegar hægt verður að hefja æfingar á grasi verður endanleg æfinga- tafla birt, en í byrjun verða æfingar á eftirfar- andi tímum: 3. fl. þriðjud. og fimmtud. kl. 19.30- 21.00. 4. fl. mánud. og miðvikud. kl. 19.00- 20.30. 5. fl. Piltar 11-12 ára mæti miðvikud. 1. júní kl. 17.00. 6. fl. Drengir 9-10 ára mæti mánud. 6. júní kl. 15.00. 7. fl. Drengir 8 ára og yngri mæti mánud. 6. júní kl. 13.00. Æfingar yngri flokks kvenna og leikja- og íþróttanámskeið byrja væntanlega um 10. júní og verður það nánar til- kynnt síðar. íþróttir Tvö fyrstu golfmótin hjá Golfklúbbi Akureyrar verða um helgina. Á morgun kl. 13 hefst þar „flaggakeppni“ og verða leiknar 18 holur. Keppni þessi er með fullri forgjöf. Á sunnudag kl. 13 verður svo keppt um Sjóvá-bikarinn og er það 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Heil umferð verður í B-riðli 3. deildar í knatt- spyrnu um helgina. í kvöld kl. 20 leika Valur og Austri á Reyðarfirði og á morgun eru þrír leikir á dagskrá. Magni og Þróttur N. leika á Grenivík kl. 14 og á sama tíma leika einnig Sindri og HSÞ á Hornafirði og Tindastóll og Huginn á Sauðárkróki. Þá hefst keppni í 4. deild á Norðurlandi og verður leikin heil umferð í bæði d- og e-riðli. Leik- irnir eru þessir: Árroðinn - Leiftur kl. 20 í kvöld, Hvöt - Glóðafeykir og HSS - Skytturnar kl. 14 á morgun, Vaskur - Reynir Á. kl. 17 á morg- un og Vorboðinn - Svarf- dælir kl. 14 á morgun. Þá er heil umferð í 2. deild í kvöld og m.a. leika KS og KA á Siglu- firði og Völsungar gegn Fram á Húsavík. Aðalfundur Hjálparstofn- unar kirkjunnar á Akureyri Hjálparstofnun kirkjunn- ar heldur aðalfund sinn að þessu sinni á Akureyri dagana 3. og 4. júní. Fundurinn verður hald- inn á Hótel KEA og í kapellu Akureyrarkirkju og lýkur með opnum fundi þar sem öllu áhuga- fólki gefst kostur á að kynna sér hið mikla hjálparstarf sem fram fer á vegum kirkjunnar. Sá fundur verður í kapell- unni nk. laugardag og hefst kl. 14. Þar mun Jan Erichsen, framkvæmda- stjóra Kirkens Nödhjelp í Noregi, flytja erindi sem hann nefnir: Stefnu- mótun og viðhorf í al- þjóðlegu hjálparstarfi kirkjunnar. Að loknu er- indinu mun hann svara fyrirspurnum. Vor- markaður Hinn árlegi vormarkaður Kvenfélagsins Hjálpin í Saurbæjarhreppi verður haldinn í Sólgarði nk. sunnudag. Vormarkaðurinn hefst kl. 14 og auk flóamarkað- ar verður þar dýrasýning, hestaleiga og kaffisala á vegum kvenfélagsins. Plöntusala Opnum í Fróðasundi laugardaginn 4. júní. Opið frá kl. 13.00-19.00 alla daga nema sunnudaga. Garðyrkjustöðin Laugarbrekka. Skrifstofa Framsóknarflokksins Strandgötu 31, verður opin á eftirtöld- um dögum í júní: Mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 15-17. Síminn á skrifstofunni er 21180. Einnig er tekið við skilaboðum á afgreiðslu Dags, sími 24222. Skrifstofustarf Stúlka vön skrifstofustörfum óskast í hálfsdags- starf, fyrir hádegi. Þarf að geta hafið starf sem fyrst. Umsóknir skal senda á afgreiðslu blaðsins fyrir 10. júní merkt: „Skrifstofa". Erum- fluttir N.T. umboðiö h.f. (áður Norðlensk trygging h.f.É Ráðhústorgi 1 erflutti Verslunarmiðstöð ina Sunnuhlið. Við bjóðum. (1) Vátryggingar. Umboð: TRYGGING H.F. Veitum fyrirtækjum og einstaklingum al- hliða vátryggingaþjónustu. Enn fremur: (2) Ljósritunarþjónustu. Ljósritum i stærðunum A-4 og A-3 auk smækkunar. Ljósritum á venjulegan pappír, löggiltan skjalapappir eða glærur. (3) Skattskilaþjónustu fyrir einstaklinga. REYNIÐ OKKAR ÞJÓNUSTU. GMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð Pósthólí 383 602 Akureyri Sími 2 18 44 Nafnnr. 6594-5312 _ 3. júní 1983-DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.