Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 9
STÆLT OG STOLIÐ ■'Ewn^- Aumingja kyrkislangan var með 6 metra langan magaverk og þurfti meðal. Starfsfólk dýragarðsins kom og hjálpaði slöngunni og það var um að gera að halda fast annars hefðu allir getað lent í kirkjugarðin- um. Hinvígi Enn er ekki öll rómantík úr þessum heimi skekin. Enn gera menn út um ágreiningsmálin eins og menn - þó að það sé raunveruiega bannað með lögum. Hér er átt við einvígi með pístólum en nýiega bárust okkur þrjár sögur um slíka hildar- leiki. í heimaborg JR, Dallas mættust tveir af kú- rekum nútímans og til þess að öllu réttlæti væri fullnægt höfðu þeir kallað tii einvígisvott. Mennirnir stilltu sér upp með bökin saman, gengu tíu skref hvor í sína áttina sneru sér við og skutu. Hvorugan sakaði en einvígisvotturinn hné niður með bvssukúlu i hvorum fæti. í Marseilles í Frakklandi hittust einnig tveir kumpánar sem höfðu orðið saupsáttir. Þeir ákváðu að gera upp sakirnar í eitt skipti fyrir öli og tii að forðast afskipti lögreglunnar reru þeir á tveim bátum langt út á Miðjarðarhafið. Skotin riðu svo af og eins og í fyrra dæminu varð hvor- ugur fyrir skoti en svo óheppilega vildi til að kúla úr byssu annarar hetjunnar lenti í bát hins neðan sjólínu með þeim afieiðingum að bátur- inn sökk. Skipti þá engum togum að skotmaður- inn stökk í sjóinn og bjargaði „félaganum" frá drukknun. Tveir menn hittust einnig á Ítalíu staðráðnir í að skjóta hvor á annan. Þegar á hólminn var- komið uppgötvuðu þeir (líklega til mikillar ánægju) að þeirra betri helmingar höfðu fyllt byssurnar af sykurleðju - þannig að ekkert var skotið í það skiptið. Pessi hestur hefur fulla ástæðu til að hlæja hrossahlátri. Myndin er nefnilega tekin skömmu eftir að hesturinn hafði unnið hin- ar rniklu kappreiðar sem kenndar eru við Ameríku en keppnin fór fram í Frakklandi í nágrenni Parísarborgar. Rán- dýrt heims- met Heimsmetið í lengsta sam- fellda leigubílaakstri tilheyrir frú í Bandaríkjunum sem nefnist Brewnda Godsmark. Frúin var að flytja frá Los Angeles á vesturströndinni til New York á austurströndinni og hún þorði ekki fyrir sitt litla Iff að fljúga eða nota önnur opinber samgöngutæki. Ekki kunni hún að aka bíl og þvt var brugðið á það ráð að hringja í „taxa“. Bflstjórinn brást vel við og ók frúnni hina tæplega sex þúsund kílómetra leið og rejkningurinn hann hljóðaði aðeins upp á sem svarar rúmum citt hundrað þúsund íslenskum krónum. Beint í mark Þessi texti gæti best borið titilinn „Beint í marku en myndin er tekin hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Verið var að sýna borgarbörnum sveitalífið og snáðinn á myndinni koinst að því á áþreifanlegan hátt að mjólkin kemur ekki úr fernum, heldur beljum. Til sölu einbýlishús í Gerðahverfi II á Akureyri Nýlegt rúmgott einbýlishús á mjög góðum stað á Akureyri. Heildailermetrafj. um 250 með bílskúr. Laust eftir samkomulagi. Upplýsingar gefnar í símum 91-16235 í Rvík. 96- 21717 á Akureyri. Beta-leigan sf. Opnum á laugardag 4. júní í Kaupangi vesturálmu. Verðum með til leigu myndbönd og myndsnældur fyrir Beta-kerfíð. Einnig íöIyu og leiktölvu. Opið frá kl. 17-21. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Karlsrauðatorgi 20, Dalvík, talin eign Bergs Höskuldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. júní 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eign Ránar hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Garðars Garðars- sonar hdl., Hreins Pálssonar hdl. og Einars Viðar hrl. á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 8. júní 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Skíðabraut 11, Dalvik, þingl. eign Svavars Marin- óssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Trygginga- stofnunar ríkisins og veðdeildar Landsbanka Islands á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 8. júní 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. it Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR JÓHANNSSON, frá Hólsgerði, Eyrarvegi 29, Akureyri, er lést að heimili sínu 28. maí verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju mánudaginn 6. júní kl. 13.30. Jónína Hermannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Framsóknarmenn Akureyri__________________ Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 6. júní kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR 3. júní 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.