Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 12
imrn Akureyri, föstudagur 3. júní 1983 ■BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa. Það er vissara að panta fljótlega borð í Smiðju v/dagana 14.-17. júní, því það er að fullbókast. ★ ★ Bautinn er opinn alla daga til kl. 23.30 í sumar. Mlldð um að vera á sj óinamiadaginn — hátíðahöldfn við sundlaugina og kappróður á Pollinum Dagskrá sjómannadagsins þetta árið verður með hefð- bundnum hætti. Sjómenn rísa árla úr rekkju á sunnudag og klukkan átta ætla þeir að draga fána að húni á skipum sínum við höfnina. Klukkan ellefu verður síðan sjómannamessa í Akureyrar- kirkju, séra Þórhallur Höskulds- son messar og sjómenn aðstoða við messuna. Eftir hádegið, nán- ar tiltekið klukkan hálf tvö, verð- ur mikið um að vera við sund- laugina. Þar mun Lúðrasveit Ak- ureyrar leika, flutt verða ávörp og aldraðir sjómenn heiðraðir. Síðan verður tekið til við hinar ýmsu keppnir, stakkasund, björgunarsund, reiptog og fleira. Að lokum verðr verðlaunaaf- hending. Kappróðurinn hefst við Torfunefsbryggju klukkan 16; keppa bæði karla- og kvenna- sveitir. í Sjallanum verður dans- að bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Laugardagskvöldið leikur hljómsveitin Dixan, en það verða Gautar frá Siglufirði sem sjá um fjörið á sunnudags- kvöld. Og veðurfræðingar hafa lofað góðu veðri á sunnudaginn þannig að útlit er fyrir ágætan sjómannadag. Sumarfríin eru að byrja. Viðlegubúnaðurinn fæst hjá okkur. Aðalfundur ÚA: 29 milljóna króna tap á útgerðinni Á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf. sem haldinn var ■ vikunni kom fram að halli á rekstri fyrirtækisins á sl. ári nam rúmlega 21 milljón króna. Einar rúmliggjandi á sjúkrahúsinu í gær. Mynd: gk - „Gleymi þessum degi ekki alveg á næstuniii“ - segir Einar L. Arason, sem útskrifaðist sem húsasmiður í fyrradag og slasaðist í knattspymuleik um kvöldið „Ég kem ekki til með að gleyma þessum degi alveg á næstunni því það gerðist ýmis- legt,“ sagði Einar L. Arason, húsasmiður og knattspyrnu- maður með Þór á Akureyri er við litum við hjá honum í gær. Einar lá þá á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, en þangað var hann fluttur í fyrrakvöld, eftir að hann slasaðist í leik með Þór gegn ísfirðingum. „Dagurinn verður mér auðvit- að minnisstæður fyrir það að þá fékk ég afhent sveinsbréfið mitt í húsasmíði og svo fór ég beint frá þeirri athöfn í leikinn. En mig grunaði aldrei að ég myndi vakna á sjúkrahúsinu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist. Þorsteinn Olafsson markvörður okkar sparkaði út og ég man að ég ætlaði að skalla boltann. Það næsta sem ég vissi af mér var á slysavarðstofunni.“ Það sem gerðist var að einn leikmanna ÍBÍ stökk upp með Einari og á hann. Lenti hann á baki Einars auk þess sem höfuð þeirra skullu saman og Einar lá meðvitundarlaus eftir. Þegar á slysavarðstofuna kom var hann settur í myndatöku og kom þá í ljós að hann var með sprungu í hryggjarlið. „Þeir mynduðu mig svo aftur morguninn eftir og þá kom ekk- ert í ljós,“ sagði Einar í gær. „Ég var samt settur í „strekk“ um hálsinn og spelkur settar á mig einnig. Það á svo að mynda mig aftur eftir viku og þá kemur í ljós hvort ég þarf að liggja hér margar vikur til viðbótar.“ Einar virtist taka þessu furðu létt. Sennilega fer hann þó að fá fiðring í fæturna bráðlega þegar félagar hans halda áfram baráttu sinni í 1. deild íslandsmótsins og vonandi kemst hann sem fyrst í þeirra hóp aftur. Heildarvelta ÚA nam 312 milljónum. Aflaverðmæti var 102 milijónir en útgjöld vegna út- gerðarinnar um 90 milljónir. Þeg- ar fjármagnsko.stnaður hefur ver- ið tekinn með er tap á útgerðinni tæpar 30 milljónir. Á móti því kemur 8,5 m.kr. ágóði af fisk- verkuninni, þannig að tap Út- gerðarfélagsins á árinu varð rúm- lega 21 m.kr. Á fyrra ári varð tæplega 3 m.kr. ágóði af rekstri félagsins. Framleiðsluverðmæti afurða frystihússins, saltfiskverkunar og skreiðarverkunar var 210 millj- ónir en framleiðslukostnaður 165 milljónir. Helstu liðir sem stuðla að rekstrartapi á sl. ári eru gengistap af langtímalánum upp á 51 millj- ón og vextir eru rúmlega 25 millj- ónir. Á aðalfundinum var samþykkt að tvöfalda hlutafé fyrirtækisins. Þar var kosin ný stjórn og skipa hana Sigurður Öli Brynjólfsson, Jakob Frímannsson, Þorgerður Hauksdóttir, Kristján P. Guð- mundsson og Sverrir Leósson. Þau Þorgerður og Kristján eru ný í stjórn og koma í stað Jóns Helgasonar og Soffíu Guðmunds- dóttur. í varastjórn eru Þóra Hjaltadóttir, Bjarni Jóhannes- son, Gunnhildur Bragadóttir, Kristinn Karlsson og Pétur Antonsson og eru allir vara- mennirnir nýir nema Bjarni Jó- hannesson. Hótel Akureyri: Pemngum stolið „Það voru að sjálfsögðu allir yfirheyrðir sem hér voru, en grunurinn beinist aðallega að mönnum sem voru í næsta her- bergi við það sem peningamir hurfu úr,“ sagði Haraldur Sig- urðsson hótelstjóri á Hótel Akureyri. Þar var brotist inn á mánudags- kvöld eða skömmu eftir miðnætti og stolið 12-14 þúsund krónum í peningum úr herbergi starfsfólks. Peningar þessir höfðu komið inn í nætursölunni sem hótelið rekur. Haraldur sagði að rannsókn- arlögreglan hefði þetta mál til rannsóknar, en þar var engar fréttir að hafa af gangi þess í gær. Haraldur sagði að gestirnir í næsta herbergi við það sem pen- ingarnir hurfu úr væru sterklega grunaðir, en einnig beindist grun- ur að öðrum ákveðnum gestum sem voru á hótelinu. „Elns og að plssa i skoinn að hætta núna“ - segir Jón Hlöðver, sem verður áfram í leyfl frá Tónlistarskólanum „Ég hef óskað eftir áframhald- andi leyfi frá störfum næsta ár. Ég reikna með að það sé komið á hreint og þá verð ég eitt ár til viðbótar hér í Reykjavík," sagði Jón Hlöðver Áskelsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri, er blaðið hafði samband við hann í menntamálaráðuneytinu fyrir stuttu. Jón hefur verið í stöðu námsstjóra tónlistarskóla fyrir landið. „Þetta starf er þess eðlis að eitt ár er of skammur tími til að koma málum í það horf sem æskilegt er. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn að hætta núna,“ sagði Jón Hlöðver hress að vanda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.