Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 03.06.1983, Blaðsíða 6
Þegar ég bað Inga Þór Jó- hannsson, formann blaðstjórn- ar íslendings, að koma hingað í viðtal vissi ég satt að segja sáralítið um manninn. Þar sem það þykir yfirleitt ráðlegt að vera viðræðuhæfur, ekki síst í viðtölum, þá fór ég að leita mér upplýsinga um manninn. Og svörin voru mörg og marg- vísleg. - Hann á meirihlutann í Bílasölunni hf., sagði einn. - Hann er senator í JC-hreyfing- unni, sagði annar. - Hann vann hjá Hitaveitunni og er nú varamaður í hitaveitu- stjórn, hljóðaði þriðja svarið og svona kom þetta eitt af öðru. Auk fyrrgreindra upplýs- inga kom á daginn að Ingi Þór er meðhjálpari hjá séra Pálma Matthíassyni og hann hefur oft sungið við messur uppi á spít- ala og þá gjarnan verið helm- ingurinn af kórnum. Af öðrum upplýsingum má nefna að hann er í kirkjubyggingar- nefnd Glerársóknar og hlut- hafi í Arnarflugi og svo vinnur hann hjá Slippstöðinni. En hvað skyldi svo Ingi Þór hafa að segja um sjálfan sig, ætt og uppruna? - Ég er Akureyringur fæddur í því merkilega húsi Zion 26. september 1944. Foreldrar mínir, Jóhann Sigurðsson, smiður og Brynhildur Kristinsdóttir leigðu þarna kjallaraíbúðina um tíma á meðan þau voru að byggja en síðan flutt- um við niður á Norðurgötuna og þar bjó ég öll mín uppvaxtarár. Ætli mín mestu afreksverk frá þessum árum hafi ekki ver- ið þau að ég söng ásamt bróður mínum Arngrími með Barnakór Akureyrar sem var mjög þekktur og góður kór á þeim árum og þegar Arngrímur hætti þá tók ég við einsöngshlutverkinu af honum - en einsöngvararnir í kórnum voru auðvitað fleiri. Bílasalinn Að sögn Inga Pórs fékk hann snemma bíladellu eins og flestir aðrir strákar og 11 ára gamall fékk hann sumarvinnu hjá Bílasölunni hf. Kom þar reyndar í stað bróður síns eins og í kórnum. Á Bílasöl- unni vann Ingi Þór svo öll sumur fram að gagnfræðaprófi en að loknu gagnfræða- prófinu réðist hann í fast starf hjá Bílasöl- unni. - Pað var oft ansi líflegt í bílasölunni á þessum árum og eins seldust traktorarnir sem við höfðum umboð fyrir ágætlega. Petta voru tímar amerísku bílanna en síðar man ég sérstaklega eftir þrem góð- um söluárum 1971,1974 og 1976. Nú hafa hins vegar fáir efni á að kaupa ameríska bíla og þeir Ford-bílar sem seldir eru nú eru nær eingöngu frá Evrópu. Ingi Þór tók við framkvæmdastjóra- störfum á Bílasölunni hf. 1971 og tveim árum síðar keypti hann hluta í fyrirtæk- inu. Hjá Bílasölunni hf. vann hann svo allt fram til ársins 1978 er hann réðist sem fjármálafulltrúi til hinnar nýstofnuðu Hitaveitu Akureyrar. - Hvers vegna hættir þú í einkarekstri og fórst yfir til stofnunar eins og Hitaveit- unnar? - Það eru vafalaust margar skýringar á því en ein er sú að ég hafði löngun til að breyta til, skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt, segir Ingi Þór og bætir því við að hefði hann ekki tekið sig upp á þessum tíma og skipt um starf væri hann líklega enn á bílasölunni. Ekki þar fyrir að það væri svo slæmt en hins vegar hefði fólk gott af því að breyta um umhverfi og það hefði hann gert. Hi ta vei tumaðurinn - Hvernig voru svo fyrstu árin hjá Hita- veitunni? - Þau voru að mörgu leyti mjög skemmtileg. Þarna var verið að vinna fyrirtækið upp frá grunni. Þetta var mjög spennandi verkefni og starfsfólkið var gíf- urlega áhugasamt. Fólkið í bænum studdi einnig við bakið á fyrirtækinu þessi fyrstu ár og tók öllum þeim óþægindum og brambolti sem hitaveitunni voru samfara með bros á vör, segir Ingi Þór. - Hvað hefur þá breytt afstöðu fólks til Hitaveitunnar? I dag virðast flestir vera fyrirtækinu andsnúnir og Hitaveitunni er bölvað - a.m.k. í hljóði út um allan bæ. - Já, ég hef auðvitað orðið var við þetta. Aðalvandamálið er auðvitað það að öll lán Hitaveitunnar eru í dollurum og greiðslubyrðin af þessum lánum er orðin gífurlega há. Þetta hefur orðið þess vald- andi að verðskrá Hitaveitunnar hefur orð- ið að hækka jafnt og þétt og reyndar fylgt byggingarvísitölu og eins hafa orðið nokkrar grunnhækkanir á verðskránni. Fólk er auðvitað óánægt vegna þess að á sínum tíma var því talin trú um að hita- veitan yrði ódýr hitunarkostur og þá var alltaf vitnað til olíunnar. Fólk er auðvitað svekkt yfir því að þetta hefur ekki staðist og svo eru auðvitað aðrar skýringar á óá- nægjunni sem ég tel ekki rétt að fjalla um hér, a.m.k. ekki á meðan ég er vara- maður í hitaveitustjórn, segir Ingi Þór, en það er rétt að geta þess að hann sagði upp störfum sem fjármálafulltrúi hjá Hita- veitu Akureyrar en þá hafði áður verið gerð veruleg breyting á stjórnun hitaveitu- málanna. - En hvað um framtíð Hitaveitunnar? Hver heldur þú að verði þróunin á næstu árum? - Á síðasta stjórnarfundi var ákveðin grunnhækkun á gjaldskránni sem ég vona að verði til þess að fyrirtækið komist yfir erfiðasta hjallann og að endar náist saman á þessu ári. Það er kannski of mikið sagt að gjaldskráin fari að lækka úr því en þessi ráðstöfun verður vonandi til þess að hægt verði að ljúka hitaveituframkvæmd- um í öllum hverfum bæjarins án þess að gjaldskráin hækki. Ef það tekst þá er mikið unnið, sagði Ingi Þór. Félagsmálamaðurinn En svo vikið sé að öðrum efnum og mál- efni Hitaveitunnar látin lönd og leið, þá hefur Ingi Þór Jóhannesson verið mjög virkur í félagsmálum hér í bæ m.a. var hann varabæjarfulltrúi 1970-1978 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En mest hefur Ingi Þór líklega unnið fyrir JC-hreyfinguna. Við spurðum hann hvenær þau störf hefðu hafist. - Það er orðið langt síðan. Þetta byrj- aði með því að nokkrir vinir mínir tóku mig með sér á fund í JC Akureyri árið 1971 og áður en varði var ég kominn á fullt í félaginu. Mér líkaði mjög vel við þennan félagsskap og þau markmið JC að byggja upp einstaklinginn og þjálfa hann í félagsmálum voru mér mjög að skapi. Ég varð svo forseti JC Akureyri 1973- 1974 og varalandsforseti hreyfingarinnar varð ég 1975. Ég lét af því embætti 1976 og upp úr því fór ég að snúa mér að öðr- um málum en konan mín Erna Péturs- dóttir tók upp merkið innan fjölskyldunn- ar og er nú forseti JC Súlur á Akureyri. (í því félagi eru einnig tveir synir þeirra hjóna.) - Nú hefur verið töluvert deilt á félög eins og JC og margir haft á orði að þetta séu allt eintómir framapotarar. Hefur þú heyrt þessa gagnrýni? - Já, en við látum þetta sem vind um 6-DAGUR-3. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.