Dagur - 20.06.1983, Side 2
Gerírðu mikið af því að
lesa ljóð?
Inga Ingólfsdóttir:
Nei, þaö geri ég ekki.
Magnús Magnússon:
Já, bæöi nútímaljóð og þessi
klassísku.
Páll Pálsson:
Nei. Nákvæmlega ekkert.
ívar Herbertsson:
Nei, mjög Iftið.
Aðalsteinn Jósefsson:
Ég geri svolítið af því. Pó ekki
nútímaljóð - ég hef ekki nógu
góðan skilning á þeim.
„Hef trú á því að það sé hægt að
gera hérna ýmsa góða hluti“
- segir Friðfinnur Daníelsson, iðnráðgjafi Fjórðungssambands Norðlendinga
„Þetta starf leggst vel í mig,
það er skemmtilegt að mörgu
leyti, í mörgu að snúast en
mikill flækingur í mér ef ég
má orða það svoleiðis.
Norðurland er stórt, eins og
þú veist, og Fjórðungssam-
bandið nær yfir bæði Norður-
landskjördæmin og ég er á
ferðinni bæði austur og vestur
um. Eg er að fara austur nú
næstu daga, síðan fer ég á
vestursvæðið og eftir það ligg-
ur leiðin til Reykjavíkur. Af
þessu sést að það fylgja þessu
starfl mikil ferðalög. En ég er
mjög ánægður og það er ekki
til að skemma fyrir að ég kynn-
ist mörgum.“
Þetta sagði Friðfinnur Daníels-
son er við ræddum við hann en
Friðfinnur hefur tekið við starfi
iðnráðgjafa hjá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga sem er nýtt
starf.
„Þetta er hálf óskilgreint starf
enn sem komið er, það er að
mótast hægt og bítandi. Eitt af
því er að vera tengiliður við
stofnanir og sjóði iðnaðarins í
Reykjavík, reyna að stytta leið-
ina frá landsbyggðinni inn á þessar
stofnanir allar. Þá er hugmyndin
að vera til halds og trausts iðnað-
inum á nokkuð svipaðan hátt og
ráðunautar í landbúnaði og sjáv-
arútvegi eru.
Það er einkum og sér í lagi
hugsað fyrir þá sem eru smærri,
að þeir geti leitað hjálpar til iðn-
ráðgjafa. Mörg hin stærri fyrir-
tæki eru með „apparöt" sem
þekkja inn á þessa hluti og þurfa
því ekki eins á aðstoð að halda.
Það eru frekar þeir minni sem
þurfa leiðsögn í gegn um kerfið.
En eins og ég sagði er þetta
hálf óskilgreint starf sem er
ennþá í mótun og hefur leiðst út
í alls kyns hluti. Ég er að vinna
að undirbúningi að stofnun nýrra
fyrirtækja og það er svo ótal-
margt sem kemur til minna kasta
að það er ekki hægt að útlista það
í stuttu máli.“
- Friðfinnur er Eyfirðingur,
fæddur og uppalinn að Gnúpu-
feili. En hvaða menntun hefur
hann?
„Það er nú það. Það má segja
að ég sé ekki kominn með ís-
lenskt starfsheiti. Ég er með BSC
gráðu frá háskóla í Bretlandi. Ég
tók þar „kúrs“ í rafmagnsverk-
fræði og tölvunarfræði og síðan
er ég með viðbótarnám við Há-
skóla íslands í vélaverkfræði. Það
á eftir að koma betur á daginn
hvaða starfsheiti verður úr þessu
þegar búið er að sjóða þetta
saman.
Ég er ánægður í þessu starfi,
það er í mörgu að snúast og nóg
að gera. Auðvitað koma leiðin-
legir dagar inn á milli en ég er að
vinna í skemmtilegum verkefn-
um og ég hef trú á því að það sé
hægt að gera hérna ýmsa góða
hluti.“
- Hvaða skemmtilegu verk-
efni eru það sem þú ert að vinna
við núna?
„Það eru tvö ný fyrirtæki sem
eru í deiglunni og það eru ýmsir
hlutir í sambandi við þau sem eru
frábrugðnir því sem við höfum
átt að venjast. Ég get ekki sagt
mikið meira um það á þessu stigi
en þau mál verða gerð opinber
áður en langt um líður. Og ýmis-
legt fleira gæti ég tínt til.“
- Þú ert sem sagt að aðstoða
menn sem eru að koma á fót nýj-
um fyrirtækjum. Hvert hefðu
þessir menn leitað ef þitt starf
sem iðnráðgjafi hefði ekki verið
til staðar?
„Það er ekki gott að segja, það
er erfitt að segja hversu mikill
minn hlutur er og erfitt að meta
það. Ég reikna með að þessi
fyrirtæki hefðu komist á laggirnar
án minnar hjálpar en sennilega
hefði það tekið lengri tíma og ég
hef unnið mikið fyrir þessa aðila.
Þetta er erfitt að meta nákvæm-
lega. En þegar á heildina er litið
get ég ekki sagt annað en að ég
hef alveg nóg að gera og það er
komin nokkur reynsla á þetta
starf hér á landi. Eg held að það
séu allir sammála um að það er
þörf fyrir iðnráðgjafa og það sé
góður málstaður sem unnið er
að.“
Fríðflnnur Daníelsson á skrifstofli sinni. Mynd: GEJ
Mikill verð-
munur a
tómötum
„Hvar eru neytendasamtökin?“
spurði maður sem hringdi á blað-
ið þann 14. júní og vildi fá að vita
hvort neytendasamtökin ætluðu
að athuga þann gífurlega verð-
mismun sem er á tómötum hér
fyrir norðan og svo aftur fyrir
sunnan, þar sem þeir eru auglýst-
ir á sumarverði á kr. 39 kílóið.
Hins vegar eru tómatar seldir hér
fyrir norðan á kr. 80-90 kílóið.
Sagði sá sem hringdi að hann
hefði spurst fyrir um verðið í
Hagkaupum á Akureyri og feng-
ið þau svör að þar væri verið að
selja það síðasta af tómötunum
sem til voru þá á kr. 90 kílóið en
næsta sending lækkaði í 64 kr.
kílóið.
Svo urðu Akureyringar varir
við sölumenn úr Hveragerði
ganga í hús og bjóða tómata á kr.
80 kílóið. Sú sölumennska fór
fram í gær þann 13. og er ekki að
efa að þeir hafa hugsað sér gott
til glóðarinnar að selja „sveita-
vargnum“ grænmetið á upp-
sprengdu verði þegar búið er að
lækka verðið fyrir sunnan. „Það
er full ástæða að athuga þetta,“
sagði viðmælandi blaðsins.
Blaðið leitaði svara við spurning-
unni og fékk þær upplýsingar hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna að
það verð sem boðið væri í tiltek-
inni auglýsingu væri ekkert tengt
þeim hjá sölufélaginu heldur gæti
verið um að ræða tilboð frá ein-
hverjum þeirra aðila sem ekki
væru í sölufélaginu og þá væntan-
lega væri um tómata í öðrum
flokki að ræða því verðið sem
gefið var upp var verð á tómötum
í öðrum flokki, hins vegar er
verðið í heildsölu kr. 50 á fyrsta
flokks tómötum.
Tómatar eru ódýrir fyrir sunnan
2 - DAGUR - 20. juní 1983