Dagur


Dagur - 20.06.1983, Qupperneq 6

Dagur - 20.06.1983, Qupperneq 6
HÁÖLDRUÐ HÚS Tvctf hósið en Það var aldeilis ferðalag á hús- unum í miðbæ Akureyrar um helgina. Fyrst var gamla Stefn- ishúsið flutt af sínum gamia stað á föstudagskvöld upp að Naustum og morguninn eftir var það Rauða húsið sem fór í ferðalag áleiðis inn að Botni í Hrafnagilshreppi en fyrsti áfangastaðurinn á leiðinni var bílastæði í Aðalstræti. Það var saman kominn múgur og margmenni við Stefnishúsið á föstudagskvöldið er það lagði upp í hinstu förina. Sex vörubílar með krana lyftu húsinu með sam- eiginlegu átaki af grunninum og síðan var örugglega þrjátíu hjóla trukki ekið undir húsið og því síðan slakað niður á pallinn. Síð- an var ekið af stað sem leið lá niður Strandgötuna, norður Hjalteyrargötu en slík var fyrir- ferðin að snúa þurfti niður um- ferðarskilti svo húsið kæmist hjá. - Við urðum að rýma lóðina, enda var hún og húsnæðið alltaf til bráðabirgða, sagði Stefán Árnason, framkvæmdastjóri hjá Stefni, í samtali við Dag. - Við brugðum því á það ráð að gefa húsið til að losna við það og tvéir menn af Stefni tóku svo Nú eru kranamir orðnir þrír og Rauða húsið hefur orðið að lúta í lægra haldi. að sér að sjá um húsið og verkið. Húsið var flutt upp að Naustum en hvort það verður rifið eða byggt upp að nýju annars staðar veit ég ekki, sagði Stefán. Stefnishúsið var byggt árið 1946 og tekið í notkun ári síðar. Sérstakt hlutafélag var stofnað til Dagur fylgist með ferðalagi tveggja háaldraðra og lágtimbraðra húsa á Akureyri Og nú er húsið kontið upp á þrjátíu hjóla trukkinn og sumarfríið framundan. að byggja þetta hús utan um vörubílastöðina og var hlutafé- lagið stofnað þann 31. júlí 1946. Stefnishúsið var svo í fullri notk- un þar til í vetur að Stefnir tók í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði á Óseyri og þar með var hlutverki gamla Stefnishússins lokið í bili a.m.k. Bráðsmitandi Það var helst að sjá að flutningur Stefnishússins væri bráðsmitandi því ekki leið nema nóttin þar til stórvirkar vinnuvélar voru mætt- ar fyrir framan Rauða húsið. Fíl- efldir kranar spyrntu upp möl og sandi og Örn Ingi, myndlista- og útvarpsmaður, tók síðasta viðtal- ið við kollega sína inni í húsinu áður en þeir gengu hnarreistir út mót vélardrununum. En aum- ingja kranarnir þeir bara bifuðu ekki gamla Rauða húsinu. Það spyrnti við stoðum, bitum og krosstrjám og harðneitaði að yfirgefa undirstöðurnar. Fram að þessu höfðu kranarnir togað í húsið frá sitt hvorum kantinum en nú var brugðið á það ráð að setja þá báða norðan megin á húsið. En Rauða húsið sat fast við sinn keip og fór hvergi en vafalaust hefur það svitnað á sinn máta er það heyrði kranamenn- STEFNISHÚSIÐ Sex vörubflar með krana lyfta Stefnishúsinu og trukkunum góða er bakkað undir. oamta vorubílastöðin er nú komin á góðan skrið inn I Hjalteyrargötuna. Myndir: ESE/GEJ/KGA 6 - DAGUR - 20. júní 1983

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.