Dagur - 20.06.1983, Qupperneq 8
Jafntefli í
„kvennaslag“
Pórs og KA
KA-menn voru ofjarlar
Hafnfirðinganna
„Ég var ekkl ánægður með
þetta hjá okkur í fyrri hálfleik.
Það má segja að þeir hafí
stjórnað gangi leiksins um tíma
í fyrri hálfleik en við komum
vel inn í þetta í seinni hálf-
leik,“ sagði Jóhann Jakobsson
um leik KA og FH sem var í
gær á aðalleikvanginum á Ak-
ureyri en KA sigraði í þeirri
baráttu 3:0.
Hann var heldur rislár leikur-
inn í fyrri hálfleik. Pað var eins
og vantaði neistann í bæði liðin.
Þetta var þæfingur fram og til
baka sem ekki skilaði árangri.
KA-menn léku undan norðan-
golu í fyrri hálfleik en ekki kom
hún að neinum notum fyrir þá.
Pað var í byrjun leiksins sem
Hinrik átti góðan skalla að marki
FH en Hreggviður bjargaði í
horn. FH-ingar fengu horn-
spyrnu. Boltinn barst fyrir mark-
ið til Jóns Pórs sem skaut og bolt-
inn fór í stöng og þverslá þaðan
til Jóns Erlings sem skaut en
Porvaldur í marki KA varði vel.
Á 43. mínútu átti Donni gott skot
úr aukaspymu sem lenti í stöng.
Þetta var það helst sem gerðist í
fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik lifnaði aðeins
yfir leiknum og færi sköpuðust.
Steingrímur Birgisson þurfti að
fara af leikvelli vegna meiðsla og
Guðbrandur með 2 mörk
og Tindastóll er á toppnum
Tindastóll hefur tekið örugga
forustu í B-riðli 3. deildar en
liðið sigraði Austra 2:1 á
Króknum um helgina. Fyrir
leikinn var Austri eina liðið í
riðlinum sem ekki hafði tapað
stigi en liðið átti aldrei mögu-
leika gegn frískum Tindastóls-
mönnum á heimavelli.
Stanslausar sóknir buldu á
marki þeirra Austramanna og
hefði ekki verið fjarri lagi að
mörk Tindastóls hefðu verið orð-
in 3-4 er það fyrsta kom loksins
á 15. mínútu. Guðbrandur Guð-
brandsson var þar á ferðinni með
gott mark. Hann skoraði síðan
aftur á 78. mínútu og hélt þannig
eftirminnilega upp á 19. afmælis-
dag sinn sem var einmitt á laugar-
dag er leikurinn fór fram. Sigur-
jón Kristjánsson minnkaði mun-
inn í 2:1 alveg í lokin en sigur
Tindastóls var aldrei í hættu.
Sindri - Magni 0:1
Magnamenn léku við hvern sinn
fingur á Hornafirði en skoruðu
ekki nema eitt mark. Pað gerði
Jón Ingólfsson úr vítaspyrnu og
þetta mark sem var það eina í
leiknum var því tveggja stiga
virði.
Valur Þróttur 0:2
Þróttarar virðast vera að ná sér á
strik og þeir unnu öruggan 2:0
sigur gegn Val á Reyðarfirði.
Þeir Sigurður Friðjónsson og
Bergvin Haraldsson skoruðu
mörk Próttar og er ekki ólíklegt
að slagurinn um efsta sætið í riðl-
inum verði á milli Þróttara og
Tindastóls.
Huginn - HSÞ 2:0
Sveinbjörn Jóhannsson var á
gömlu „skotskónum" og skoraði
bæði mörk ieiksins fyrir Huginn
og HSÞ-liðið er niður undir botni Ur ef liðið ætlar sér ekki fall í 4.
í deildinni og verður að gera bet- deildina.
Oheppnir að
vinna ekki
„Þessi úrslit voru ekki
sanngjörn, miðað við gang
leiksins,“ sagði Ormarr Ör-
lygsson, er blaðið forvitnaðist
um leik KA og Víðis í Garði.
„Fyrri hálfleikur var opinn og
færi á báða bóga. Við áttum 2
dauðafæri en einhvern veginn
vildi boltinn ekki í markið. Víð-
ismenn áttu líka eitt mjög gott
færi er einn þeirra komst einn
innfyrir en Þorvaldur bjargaði
mjög vel.
Sem sagt, töluvert jafnræði
með liðunum í fyrri hálfleik. I
síðari hálfleik sóttum við mun
meira og áttum tvö sláarskot.
Reyndar áttum við eitt sláar-
skot í fyrri hálfleik. Svo var ein-
um Víðismanni, Daníel Einars-
syni, vísað af leikvelli og eftir
það áttum við leikinn og sóttum
mjög stíft. Þeir björguðu á línu
í tví- eða þrígang. Við vorum
því óheppnir að vinna ekki
þennan leik, en það eru mörkin
sem gilda,“ sagði Ormarr að
lokum.
í hans stað kom Ragnar Rögn-
valdsson og skapaði hann usla í
vörn FH. Á 10. mínútu síðari
hálfleiks átti Ragnar skot en FH-
menn björguðu á línu, þaðan
barst boltinn til Ormarrs Örlygs-
sonar sem átti skot sem fór rétt
fram hjá. Á 14. mínútu skoraði
svo Hinrik mark af stuttu færi
eftir skot Ragnars 'sem mark-
maðurinn hélt ekki og var Hinrik
ekki í vandræðum að skora. Á
32. mín. komst Helgi Ragnarsson
í dauðafæri við mark KA en
missti boltann of langt frá sér og
Þorvaldur í marki KA bjargaði
með úthlaupi. Stuttu seinna óð
Hinrik með boltann upp hægri
kantinn, eftir ágætan samleik
KA-manna, gaf fyrir og Ragnar
skallaði fyrir fæturna á Donna
sem skoraði af stuttu færi. Orm-
arr komst síðan einn í gegn um
vörn FH og var kominn í dauða-
færi og skaut, en hátt yfir.
Það var svo á síðustu mínútu
leiksins sem Hinrik skoraði
þriðja og síðasta markið fyrir KA
eftir skot frá Ragnari og urðu það
úrslit leiksins.
Eins og áður sagði var deyfð
yfir þessum leik lengst af en KA-
menn lifnuðu aðeins í síðari hálf-
leik.
FH-liðið virðist ekki til stór-
ræðanna, svo slakt var það í þess-
um leik. Þó eru góðir einstakling-
ar innan um sem fá litlu áorkað
fyrir heildina. Það er gaman að
sjá lipra menn með boltann eins
og Ólaf Danívalsson en það kem-
ur oft lítið út úr því.
Erlingur var sterkur í þessum
leik fyrir KA, Donni var í stuði
og Guðjón sterkur í vörninni.
Sigur KA í þessum leik var
verðskuldaður, þeir voru sterkari
í síðari hálfleik og áttu flest þau
færi sem gáfust.
I. DEILD:
ÍBV 7 3 2 2 13:6 8
UBK 7 3 2 2 6:4 8
ÍA 6 3 1 2 7:3 7
KR 6 2 3 1 8:9 7
VALUR 6 3 0 3 10:12 6
ÍBÍ 6 2 2 2 7:9 6
Þór 6 1 3 2 6:7 5
Þróttur 6 2 1 3 8:12 5
ÍBK 5 2 0 3 7:8 4
Víkingur 5 1 2 2 5:7 4
2. DEILD:
Völsungur 6 4 11 7:2 9
KA 6 3 2 1 12:6 8
UMFN 6 4 0 2 8:3 8
Fram 5 3 11 6:3 7
Víðir 5 2 1 2 2:3 5
Reynir 5 1 2 3 4:10 4
KS 6 0 3 3 4:7 3
Einherji 3 111 1:2 3
Fylkir 6 114 6:8 3
FH 5 1 1 3 3:7 3
Markhæstir:
Hinrik Þórhallsson KA 4
Jón Halldórsson UMFN 4
Gunnar Gíslason KA 3
Sigurður Guðnason Reyni 3
3. DEILI) B: Tindastóll 5 4 10 12:3 9
Austri 4 3 0 1 9:4 6
Þróttur 4 3 0 1 6:4 6
Huginn 4 2 1 1 6:3 5
Magni 4 2 0 2 4:3 4
Valur 3 10 2 2:4 2
HSÞ 5 1 0 4 3:9 2
Sindri 5 0 0 5 2:14 0
Kári Elíson.
Met
Kára
dæmt
ogilt
„Þeir dæmdu mótið gill en metið
mitt ógilt, svo ekki er nú samræm-
inu fyrir að fara,“ sagði Kárí EU-
son, kraftlyftingamaður, er við
ræddum við hann fyrir helgina.
Kári setti glæsilegt íslandsmet í
bekkpressu á móti á Austfjörðum á
dögunum en Lyftingasambandið heíur
dæmt metið ógilt en mótið sjálft þó
löglegt! Ástæðan fyrir þessu er sú að í
reglum segir að keppandi á móti megi
ekki dæma í sama móti.
„Við höfðum samband við formann
Lyftingasambandsins áður en við fór-
um austur og sögðum honum að við
yrðum að láta keppanda dæma þvf við
fengjum ekki sérstakan dómara til að
fara," sagði Kári. „Þar sem við vorum
að kynna íþróttina fyrir austan tók
formaðurinn erindi oitkar vel og gaf
vilyröi fyrir þessu án þess þó að lofa
því endanlega. Síðan kom svo þessi
úrskurður eftir mótið.“
Ástandið innan Lyftingasambands-
ins mun vera þannig að þar eru KR-
ingar í meirihluta og virðast örfáir
KR-ingar reka Lyftingasambandið að
eigin geðþótta og hirða hvorki um eitt
né annað ef það rekst á þeirra hags-
muni sem KR-inga.
•
Ingi Bjöm
með 101
Ingi Björn Albcrtsson varð fyrstur íslend-
inga til þess að skora 100 mörk í 1. deild
íslundsinótsins í knattspyrnu. Hann skor-
aði tvö niörk er Valur sigraði KR 4:1 og
voru það 100. og 101. niark hans í 1.
deild. Hin mörk -Vals skoruðu Valur
Valsson og Bergþór Magnússon. Ottó
Guðmundsson skoraði mark KR-inga. -
í hinum leiknum í I. deild um helgina
sigraði Breiðahlik ÍBV 1:0 og skoraði Sig-
urður Grétarsson mark Breiðabliks.
Olafur
fékk
flesta
punkta
Fjórtán ára piltur, Ólafur Gylfason,
sigraði í golfmóti Golfklúbbs Akur-
eyrar 17 júnt, en keppt var eftir;
„stableford" forgjafarfyrirkomulagi
þannig að keppendur fengu 7/8 af for-
gjöf sinni. Er þetta annað árið í röð
sem Ólafur vinnur þessa keppni.
Harðsnúinn hópur manna lét sig
hafa þaö að morgni þjóðhátíðadagsins
að leggja í keppnina í ausandi rign-
ingu. Veður batnaði þó fljótt, og er á
keppnina leið voru menn orðnir berir
að ofan í hitanunt og sólinni og lýstu
upp vallarsvæðið.
Þegar 9 holur höfðu verið leiknar
voru 5 keppendur efstir og jafnir með
17 punkta hver. Hart var því barist á
síðari 9 holum og tryggði Ólafur sér
sigur með því að fá 3 punkta á 18.
holu. Alls hlaut hann 33 punkta, en
þeir Guðmundur Finnsson og Héðinn
Gunnarsson voru jafnir í 2.-3: sæti
með 32. Guðmundur fékk silfurverð:
laun því hann hafði betri árangur á
þremur síðustu holunum.
•
Þórsarar
gegnVals
mönnum
Þór og Valur eigasl við í 1. deild-
inni annað kvöld og verður sá leik-
ur á Akureyrarvelli og hefst kl. 20.
Þetta er síðasti leikur 7. umferð-
ar mótsins og er staða þessara liða
þannig að Þórsarar hafa hlotið 5
stig en Valsmenn.Það er því án efa
hægt að fullyrða að bæði þessi lið
muni leggja allt í sölurnar til að
knýja fram sigur annað kvöld, enda
hvert stig dýrmft.
Svo virðist sem 1. deildin ætli að
verða jafn jöfn og skemmtileg og í
fyrra, öll liðin viröast geta lagt
hvaða liö sem er að velli, og engin
úrslit eru „borpleggjandi" fýrir-
fram.
Heimavöllurinn hefur ekki
reynst Akureyrarliðnum vel fram
að þessu, en vonandi verður bót á |
með góðum stuðningi áhorfenda.
Þeir Nói Björnsson fyrirliði Þórs og
Helgi Bentsson verða báðir i leik-
banni annað kvöld.
Om lék
á65með
forgjof
öm Ólufsson varð sigurvegari í fyrsta
drengjamótinu hjá Golfklúbbi Akureyrar
á þessu ári en það fór fram um helgina.
Þar mættu til leiks 11 galvaskir og upp-
rcnnandi kylflngnr og léku 18 holur med
forgjöf. Fóru lcikar svo að Öm lék á 80
höggum og því á 65 með forgjöf. í öðru
sæti varð Ólafur Sæmundsson, sem spil-
aði á 83 höggum, og var á 66 höggum
nettó og þriðjí Björn Axelsson sem lék
best allra á 79 höggum og var á 67 með
forgjaf.
- Góður árangur hjá strákunum sem
lofar góðu um frumhaldið í sumar.
Hinrik Þórhallsson skorar fyrsta mark KA, FH-ingar standa aðgerðarlitlir hjá.
Hvöt
lagði
Skytt-
urnar
Skytturnar á Siglufírði bundu
á sig skotskóna um helgina og
óku síðan til Blönduóss þar
sem þeir léku gegn Hvöt.
Skytturnar í skotskónum fóru
þó enga frægðarför þangað
því heimamenn skoruðu eina
mark leiksins og kræktu þann-
ig í bæði stigin. Það var Guð-
mundur Sæmundsson sem
skoraði eina mark leiksins.
Hin liðin í D-riðli, HSS og
Glóðafeykir áttust vð um helgina
og sigraði HSS 2:0. Mörk HSS
skoruðu Örn Stefánsson og Guð-
brandur Hansson.
{ E-riðli var aðeins einn leikur.
Vaskur sigraði Vorboðann 3:1.
Gunnar Berg skoraði 2 mörk
fyrir Vask og Sigurður Gunnars-
son eitt en Valdimar „Tanni“
Júlíusson skoraði fyrir Vorboð-
ann.
Völsungar
eru í
efsta sætinu
Völsungar hafa hreiðrað um
sig í efsta sæti 2. deildar eftir
góðan 2:0 sigur á útivelli gegn
Reyni í Sandgerði um helgina.
Völsungar lentu þó í nokkuð
erfiðri raun þar syðra því Reyn-
ismenn voru sprækir framan af
leiknum. Þeir fengu t.d. víta-
spyrnu í fyrri háifleik en víta-
skytta þeirra var „í öfugum
skóm“ og brenndi af.
Er á leikinn leið fóru yfirburðir
Völsunga að gera vart við sig,
smátt og smátt fjaraði mótstaða
heimamanna út og þá þurfti ekki
að spyrja að leikslokum. Jónas
Hallgrímsson og Kristján Krist-
jánsson skoruðu tvö mörk fyrir
Völsung og tvö dýrmæt stig skutu
liðinu upp í efsta sætið. - Segja
má að Völsungar hafi þarna rifið
sig upp eftir tapið heima fyrir
Njarðvík sl. miðvikudag en þá
skoraði Jón Halldórsson eina
mark leiksins og tryggði UMFN
sigur.
Njarðvíkingarnir voru taplaus-
ir í 2. deildinni fyrir helgina, en
eru það ekki lengur. Þeir léku
gegn Víði í Njarðvíkum og Víð-
isliðið sem hefur komið á óvart í
deildinni gerði sér lítið fyrir og
sigraði 1:0.
Þá er ógetið um mikinn bar-
áttuleik KS og Fylkis sem fram
fór á Siglufirði. Þar voru heima-
menn mun betri aðilinn en þrátt
fyrir ákafa sókn þeirra komu þeir
tuðrunni ekki í netið svo Fylkis-
menn sem gerðu jafntefli í nær
öllum leikjum sínum í 2. deild sl.
sumar fengu sitt fyrsta jafnteflis-
stig á þessu ári.
Einherji og Fram áttu að leika
á Vopnafirði. Fresta varð þeim
leik og eru Einherjarnir nú
komnir með langan lista af frest-
uðum leikjum og eiga eftir að fá
stíft „prógram" þegar loksins
verður hægt að fara að spila á
Vopnafirði.
„Þetta var alveg ömurlegt, og
lélegt að fá á sig þessi mörk.
Við áttum að skora fleiri mörk
því við áttum fleiri færi,“ sagði
Sigrún Sævarsdóttir sem skor-
aði fyrra mark K.A. í leik
þeirra við Þór í annarri deild
kvenna sem leikinn var fyrir
helgina. Leiknum lauk með
jafntefli tvö mörk gegn tveim-
ur.
Það voru K.A. stelpumar sem
voru fyrri til að skora og eftir
tuttugu mínútur voru þær búnar
að skora annað mark sitt í leikn-
um og var þar að verki Elín Sig-
urðardóttir.
Stuttu seinna fengu þórsstelp-
urnar vítaspyrnu og minnkuðu
muninn í eitt mark, og var sú
staða í leikhléi.
í síðari hálfleik skiftust liðin á
að sækja og áttu þórsstelpurnar
skot í þverslá. K.A. stelpurnar
áttu þunga sókn sem endaði með
góðu skoti frá Sigrúnu Sævars-
dóttur en inn vildi boltinn ekki.
Þórsarar jöfnuðu svo um miðjan
seinni hálfleikinn og sóttu meira
eftir það en K.A. stelpurnar not-
uðu skyndisóknir sem oft gerðu
usla í vörninni hjá Þór.
Þórunn Sigurðardóttir hjá Þór
var á sama máli og Sigrún Sæ-
varsdóttir. „Mér fannst þetta
vera ömurlegt, við áttum seinni
hálfleikinn og spiluðum betur
annars var þetta jafn leikur,“
sagði Þórunn.
t
8 - DAGUR - 20. júní 1983
20. júní 1983-DAGUR-9